Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Page 6
föstudagur 1. ágúst 20086 Fréttir DV Sandkorn n Hinrik Kristjánsson, fyrr- verandi útgerðarmaður, er fimmti tekjuhæsti einstakling- ur lands- ins, þrátt fyrir að hafa selt frá sér útgerðarfé- lagið Kamb á Flateyri með kvein- um um að reksturinn væri óbærilegur. Svo vildi til að Hinrik náði að selja flest- ar eignir Kambs, kvóta þar á meðal, nokkrum dögum áður en út kvisaðist að Einar Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra ætlaði að minnka kvótann um þriðjung. Hinrik býr nú í glæsi- höll í Hafnarfirði sem hann borgaði fyrir með beinhörðum peningum, eins og greint hefur verið frá í Séð og heyrt. n Glúmur Baldvinsson, al- þjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi fjölmiðlamaður, hefur tekið til starfa sem sér- legur verk- efnisstjóri í vatns- og hreinlætis- verkefnum í Malaví, á vegum Þróunar- samvinnu- stofnunar Íslands. Ráðningin tók gildi snemmsumars. Í Malaví starfar Glúmur við hlið flokksbróður síns í Samfylkingunni, Stef- áns Jóns Hafstein, sem nú er umdæmisstjóri ÞSSÍ í Mal- aví, ásamt því að flytja pistla í Ríkisútvarpinu. Þróunarsam- vinnustofnun er stjórnað af flokksbróður Glúms og Stefáns, Sighvati Björgvinssyni. n „Það er vond fjárfesting að kaupa kjólföt. Og það er leið- inlegt að leigja sér föt. Og þetta er asnalegur klæðnaður,“ sagði Egill Helgason í gær, Grétari Mar Jónssyni þingmanni til stuðnings. Grétar ætlar nefni- lega ekki að mæta í embætt- istöku Ólafs Ragnars Gríms- sonar, sem fer fram í dag með viðhöfn, og sagði frá þessu í DV í gær. Gert er að skilyrði að karlmenn klæðist kjólfötum við athöfnina. Egill er hissa: „Er virkilega svo mikið tildur í kringum forsetaembættið að þess sé krafist að gestir séu eins og mörgæsir til fara við þessa athöfn? Maður vonar eiginlega að þetta sé misskilningur.“ n Það er ekki þrautalaust fyrir fólk af kenískum uppruna að komast til Íslands eða dvelja hér. Paul Ramses var rekinn úr landi fyrir skemmstu á sama tíma og Lucy Mwangi, kenísk eiginkona Íslendings, gerði árangurslaus- ar tilraunir til þess að komast til landsins. Lucy er nú loks- ins komin til landsins, en til þess þurfti hún að sækja um vegabréfsáritun til Belgíu, en dönsku sendiráði í Lundún- um þóknaðist ekki að afgreiða umsókn hennar. Paul Ramses dvelur nú í búðum fyrir hælis- leitendur á Ítalíu. sigtryggur@dv.is Ástandið á fasteignamarkaðnum gerir ungu fólki gífurlega erfitt fyrir að fóta sig. Mjög erfitt er að festa kaup á íbúð og okurverð er ríkjandi á leigumarkaðnum. Á sama tíma eru á annað þúsund umsækjendur á biðlista eftir stúdentaíbúðum, þar sem verð- ið hefur einnig hækkað. Pétur Georg Markan, framkvæmdastjóri stúdentaráðs, seg- ir að á erfiðum tímum séu stúdentar nú fórnarlömb niðurskurðar. UNGA FÓLKIÐ ÚT UNDAN Kreppan á fasteignamarkaðnum og mjög erfiðar aðstæður síðustu mán- uði til þess að festa kaup á íbúð hafa gert það að verkum að leiguverð hef- ur hækkað mjög mikið og raunar tek- ið stökk á síðustu þremur mánuðum. Á sama tíma er nær ómögulegt fyrir ungt fólk að komast að í stúdentaí- búðum, því á annað þúsund manns eru nú á biðlistum. Um það bil tíu prósent þeirra sem eru á biðlista geta átt von á því að fá íbúð á þessu úthlutunarári. Okur á leigumarkaðnum Hjá leigumiðlunarfyrirtækinu leigulistinn.is, má meðal annars finna á skrá 10 fermetra herbergi í miðborg Reykjavíkur til leigu á sjötíu þúsund krónur á mánuði. Gangverð fyrir þessa stærð af herbergjum er þó um það bil fimmtíu þúsund krónur. Algengt leiguverð fyrir tveggja her- bergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu er um hundrað og þrjátíu þúsund krónur á mánuði og upp í hátt í tvö hundruð þúsund krónur á mán- uði. Hæsta verðið fyrir 90 fermetra, tveggja herbergja íbúð er þrjú hundr- uð þúsund krónur á mánuði. Vísitala leiguverðs hefur hækkað í hverjum einasta mánuði síðastliðin þrjú ár, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Í júlí árið 2005 stóð vísitalan í 200,7 stigum og hefur stigið jafnt og þétt síðan þá. Á síðustu árum hefur vísitalan aldrei hækkað jafnhratt á milli mánaða og hún gerði í maí, júní og það sem af er þessum mánuði. Hún hefur hækkað úr 264 í lok apríl og upp í 288 stig eins og hún stend- ur nú. Tólf hundruð á biðlista eftir stúdentagörðum Rúmlega tólf hundruð manns eru á biðlista hjá Stúdentagörðum Fé- lagsstofnunar stúdenta. Hákon Örn Arnþórsson, rekstrar- stjóri Stúdentagarða, segist vonast til þess að um það bil 150 umsækjend- ur á biðlistanum fái íbúð í úthlutun- inni sem nú er í gangi. „Við finnum mjög fyrir því að fólk bráðvantar íbúð og ég hef fulla samúð með þeim sem þurfa á íbúð að halda, því það er vont að þurfa að segja nei,“ segir Hákon. Í mars undirrituðu borgaryfirvöld viljayfirlýsingu um að finna stað fyr- ir um það bil sex þúsund stúdenta- íbúðir á næstu árum. „Fólk vantar mjög mikið íbúð, okkar draumur er að geta veitt um 15 prósentum nem- enda við Háskóla Íslands íbúðir, við erum hins vegar langt undir því markmiði. Við getum veitt um 7 pró- sentum nemenda íbúðir núna.“ Miðað við núverandi hraða á út- hlutunum íbúða, má áætla að nemi geti hafið háskólanám og um það leyti sem hann lýkur framhaldsnámi, geti hann mögulega átt von á því að fá íbúð. Erfitt ástand „Ég met það ekki svo að það sé erfitt fyrir ungt fólk að kaupa íbúð. Það er eiginlega ekki hægt,“ segir Pét- ur Georg Markan, framkvæmdastjóri stúdentaráðs Háskóla Íslands. Pét- ur skrifaði nýlega grein í blöðin þar sem hann mót- mælti því að hækka þurfti leiguverð á stúdenta- íbúðum, nákvæmlega því sem nemur þverrandi stuðningi borgaryfirvalda við Félagsstofnun stúdenta á síðustu árum. Í kjölfarið fundaði Pétur ásamt öðrum fulltrúum stúdentaráðs með Ólafi F. Magnússyni og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Pétur er bjartsýnn á að borgaryfirvöld muni sýna stúd- entum skilning. „Þegar hart er í ári þarftu félagslega aðstoð og þá er ekki tíminn til að skera niður gagnvart stúdentum.“ Hann segist finna mikið fyrir því að ungt fólk sé í vandræðum á hús- næðismarkaðnum, ofan á það að nær ómögulegt er fyrir ungt fólk að festa kaup á íbúð bætist okur á leigu- markaði og enn syrtir í álinn þegar leiguverð á stúdentaíbúðum hækkar. „Það er pattstaða í gangi núna. Marg- ir sem eru að útskrifast og hafa þess vegna ekki rétt á stúdentaíbúðum eru í vandræðum, því nú þurfa þeir að fara að koma sér inn á þennan erf- iða markað.“ „Þegar hart er í ári þarftu félagslega að- stoð og þá er ekki tím- inn til að skera niður gagnvart stúdentum.“ valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is Stúdentaíbúðir á annað þúsund manns eru samanlagt á biðlistum eftir stúdentaíbúðum. Háskólanemar rúmlega 1.200 nemar eru á biðlista eftir húsnæði hjá stúdenta- görðum félagsstofnunar stúdenta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.