Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 6
föstudagur 1. ágúst 20086 Fréttir DV Sandkorn n Hinrik Kristjánsson, fyrr- verandi útgerðarmaður, er fimmti tekjuhæsti einstakling- ur lands- ins, þrátt fyrir að hafa selt frá sér útgerðarfé- lagið Kamb á Flateyri með kvein- um um að reksturinn væri óbærilegur. Svo vildi til að Hinrik náði að selja flest- ar eignir Kambs, kvóta þar á meðal, nokkrum dögum áður en út kvisaðist að Einar Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra ætlaði að minnka kvótann um þriðjung. Hinrik býr nú í glæsi- höll í Hafnarfirði sem hann borgaði fyrir með beinhörðum peningum, eins og greint hefur verið frá í Séð og heyrt. n Glúmur Baldvinsson, al- þjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi fjölmiðlamaður, hefur tekið til starfa sem sér- legur verk- efnisstjóri í vatns- og hreinlætis- verkefnum í Malaví, á vegum Þróunar- samvinnu- stofnunar Íslands. Ráðningin tók gildi snemmsumars. Í Malaví starfar Glúmur við hlið flokksbróður síns í Samfylkingunni, Stef- áns Jóns Hafstein, sem nú er umdæmisstjóri ÞSSÍ í Mal- aví, ásamt því að flytja pistla í Ríkisútvarpinu. Þróunarsam- vinnustofnun er stjórnað af flokksbróður Glúms og Stefáns, Sighvati Björgvinssyni. n „Það er vond fjárfesting að kaupa kjólföt. Og það er leið- inlegt að leigja sér föt. Og þetta er asnalegur klæðnaður,“ sagði Egill Helgason í gær, Grétari Mar Jónssyni þingmanni til stuðnings. Grétar ætlar nefni- lega ekki að mæta í embætt- istöku Ólafs Ragnars Gríms- sonar, sem fer fram í dag með viðhöfn, og sagði frá þessu í DV í gær. Gert er að skilyrði að karlmenn klæðist kjólfötum við athöfnina. Egill er hissa: „Er virkilega svo mikið tildur í kringum forsetaembættið að þess sé krafist að gestir séu eins og mörgæsir til fara við þessa athöfn? Maður vonar eiginlega að þetta sé misskilningur.“ n Það er ekki þrautalaust fyrir fólk af kenískum uppruna að komast til Íslands eða dvelja hér. Paul Ramses var rekinn úr landi fyrir skemmstu á sama tíma og Lucy Mwangi, kenísk eiginkona Íslendings, gerði árangurslaus- ar tilraunir til þess að komast til landsins. Lucy er nú loks- ins komin til landsins, en til þess þurfti hún að sækja um vegabréfsáritun til Belgíu, en dönsku sendiráði í Lundún- um þóknaðist ekki að afgreiða umsókn hennar. Paul Ramses dvelur nú í búðum fyrir hælis- leitendur á Ítalíu. sigtryggur@dv.is Ástandið á fasteignamarkaðnum gerir ungu fólki gífurlega erfitt fyrir að fóta sig. Mjög erfitt er að festa kaup á íbúð og okurverð er ríkjandi á leigumarkaðnum. Á sama tíma eru á annað þúsund umsækjendur á biðlista eftir stúdentaíbúðum, þar sem verð- ið hefur einnig hækkað. Pétur Georg Markan, framkvæmdastjóri stúdentaráðs, seg- ir að á erfiðum tímum séu stúdentar nú fórnarlömb niðurskurðar. UNGA FÓLKIÐ ÚT UNDAN Kreppan á fasteignamarkaðnum og mjög erfiðar aðstæður síðustu mán- uði til þess að festa kaup á íbúð hafa gert það að verkum að leiguverð hef- ur hækkað mjög mikið og raunar tek- ið stökk á síðustu þremur mánuðum. Á sama tíma er nær ómögulegt fyrir ungt fólk að komast að í stúdentaí- búðum, því á annað þúsund manns eru nú á biðlistum. Um það bil tíu prósent þeirra sem eru á biðlista geta átt von á því að fá íbúð á þessu úthlutunarári. Okur á leigumarkaðnum Hjá leigumiðlunarfyrirtækinu leigulistinn.is, má meðal annars finna á skrá 10 fermetra herbergi í miðborg Reykjavíkur til leigu á sjötíu þúsund krónur á mánuði. Gangverð fyrir þessa stærð af herbergjum er þó um það bil fimmtíu þúsund krónur. Algengt leiguverð fyrir tveggja her- bergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu er um hundrað og þrjátíu þúsund krónur á mánuði og upp í hátt í tvö hundruð þúsund krónur á mán- uði. Hæsta verðið fyrir 90 fermetra, tveggja herbergja íbúð er þrjú hundr- uð þúsund krónur á mánuði. Vísitala leiguverðs hefur hækkað í hverjum einasta mánuði síðastliðin þrjú ár, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Í júlí árið 2005 stóð vísitalan í 200,7 stigum og hefur stigið jafnt og þétt síðan þá. Á síðustu árum hefur vísitalan aldrei hækkað jafnhratt á milli mánaða og hún gerði í maí, júní og það sem af er þessum mánuði. Hún hefur hækkað úr 264 í lok apríl og upp í 288 stig eins og hún stend- ur nú. Tólf hundruð á biðlista eftir stúdentagörðum Rúmlega tólf hundruð manns eru á biðlista hjá Stúdentagörðum Fé- lagsstofnunar stúdenta. Hákon Örn Arnþórsson, rekstrar- stjóri Stúdentagarða, segist vonast til þess að um það bil 150 umsækjend- ur á biðlistanum fái íbúð í úthlutun- inni sem nú er í gangi. „Við finnum mjög fyrir því að fólk bráðvantar íbúð og ég hef fulla samúð með þeim sem þurfa á íbúð að halda, því það er vont að þurfa að segja nei,“ segir Hákon. Í mars undirrituðu borgaryfirvöld viljayfirlýsingu um að finna stað fyr- ir um það bil sex þúsund stúdenta- íbúðir á næstu árum. „Fólk vantar mjög mikið íbúð, okkar draumur er að geta veitt um 15 prósentum nem- enda við Háskóla Íslands íbúðir, við erum hins vegar langt undir því markmiði. Við getum veitt um 7 pró- sentum nemenda íbúðir núna.“ Miðað við núverandi hraða á út- hlutunum íbúða, má áætla að nemi geti hafið háskólanám og um það leyti sem hann lýkur framhaldsnámi, geti hann mögulega átt von á því að fá íbúð. Erfitt ástand „Ég met það ekki svo að það sé erfitt fyrir ungt fólk að kaupa íbúð. Það er eiginlega ekki hægt,“ segir Pét- ur Georg Markan, framkvæmdastjóri stúdentaráðs Háskóla Íslands. Pét- ur skrifaði nýlega grein í blöðin þar sem hann mót- mælti því að hækka þurfti leiguverð á stúdenta- íbúðum, nákvæmlega því sem nemur þverrandi stuðningi borgaryfirvalda við Félagsstofnun stúdenta á síðustu árum. Í kjölfarið fundaði Pétur ásamt öðrum fulltrúum stúdentaráðs með Ólafi F. Magnússyni og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Pétur er bjartsýnn á að borgaryfirvöld muni sýna stúd- entum skilning. „Þegar hart er í ári þarftu félagslega aðstoð og þá er ekki tíminn til að skera niður gagnvart stúdentum.“ Hann segist finna mikið fyrir því að ungt fólk sé í vandræðum á hús- næðismarkaðnum, ofan á það að nær ómögulegt er fyrir ungt fólk að festa kaup á íbúð bætist okur á leigu- markaði og enn syrtir í álinn þegar leiguverð á stúdentaíbúðum hækkar. „Það er pattstaða í gangi núna. Marg- ir sem eru að útskrifast og hafa þess vegna ekki rétt á stúdentaíbúðum eru í vandræðum, því nú þurfa þeir að fara að koma sér inn á þennan erf- iða markað.“ „Þegar hart er í ári þarftu félagslega að- stoð og þá er ekki tím- inn til að skera niður gagnvart stúdentum.“ valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is Stúdentaíbúðir á annað þúsund manns eru samanlagt á biðlistum eftir stúdentaíbúðum. Háskólanemar rúmlega 1.200 nemar eru á biðlista eftir húsnæði hjá stúdenta- görðum félagsstofnunar stúdenta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.