Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 8
„Ef maður fer út og leitar finnur maður nær alltaf flæking. Ekki allt- af sjaldgæfa flækinga en það kemur þó fyrir. Þetta sumar er keimlíkt fyrri sumrum en þó hafa sést nokkrar afar sjaldgæfar fuglategundir,“ segir Björn G. Arnarson. Hann er annar tveggja sem vinna við Fuglaathugunarstöð Suðausturlands. Eitt af hlutverkum hennar er að fanga og merkja fugla sem hér hafa viðkomu. Upplýsingar um flækinga eru svo samviskusam- lega settar á fuglar.is sem er vefur stöðvarinnar. Þar má sjá langan lista yfir flækingsfugla sem sést hafa und- anfarin ár. Kjarnbítur og kornhæna „Það sem upp úr stendur það sem af er sumri er flækingur sem heitir straumsöngvari. Hann sást í sumar en hefur aðeins tvisvar sinnum sést áður. Þetta er móbrúnn fugl á stærð við þúfutittling. Hann er með stærri söngvurum og hefur verið hér í um mánuð,“ segir Björn. Meðal ann- arra merkra fugla sem sést hafa eru kjarnbítur, sönglævirki, bláheiðir, þyrnisvarri, dvergmávar, bleshæn- ur, krossnefur, eyrugla, silkitopp- ur og nú síðast kornhæna sem sást í Önundarfirði. Björn segir ekki allt- af auðvelt að greina flækingsfugla sem líkjast hinum íslensku staðfugl- um, sér í lagi þegar allir ungarnir er komnir á stjá. Þá getur það orðið mjög snúið. Þúsund merktir kríuungar Fuglaathugunarstöð Suðaustur- lands hefur í Einarslundi komið upp netum þar sem fuglar eru fangað- ir og merktir. Björn hefur lengi haft áhuga á fuglum og segir frábært að hafa tækifæri til að vinna við það sem hann hefur mestan áhuga á. „Það er frábært að geta sinnt áhugamálinu og fá smáræði fyrir það um leið. Rík- ið styrkir starfsemina hér og það ger- ir sveitarfélagið líka,“ segir hann. Íslendingar hafa lengi fylgst vel með kríunni. Í fyrra varð mikill við- komubrestur um allt land. Björn seg- ir að varpið virðist hafa tekist mjög vel á Suðausturlandi. „Í síðustu viku náðum við þeim áfanga að merkja þúsundasta kríuungann. Við höfum aldrei merkt annan eins fjölda, þrátt fyrir dræmari fréttir frá öðrum lands- hornum. Stærstur hluti var merkt- ur við Jökulsá á Breiðamerkursandi. Til samanburðar merktum við ekki nema 100 unga í fyrra,“ segir Björn. Haustin skemmtilegust Sumir fuglar sem flækjast hing- að freista þess að reyna varp. Það hafa nokkrir flækingar gert í sumar, með ágætum árangri. Þar má nefna dvergmáv og barrfinku en báðar teg- undir komu upp ungum í sumar. Þá verpti í Einarslundi gráþröstur, en hann er náfrændi skógarþrastarins að sögn Björns. Fuglaáhugamenn bíða spennt- ir eftir haustinu. Þá er helsti ferða- tími farfugla og snarpar sunnan- eða austanáttir gera það að verkum að hingað flækjast sjaldgæfar fugla- tegundir. „Þegar það eru stífar aust- anáttir koma margir fuglar frá Evr- ópu. Þegar áttirnar eru suðvestlægar koma fuglar frá Ameríku. Það er sér- staklega gaman á haustin að taka góðan göngutúr eftir stífar lægðir. Þá er ekki leiðinlegt að hafa áhuga á fuglum,“ segir Björn að endingu. föstudagur 1. ágúst 20088 Fréttir DV Ár hvert streyma til landsins hundruð ef ekki þúsundir flækingsfugla utan úr hinum stóra heimi. Þeir hrekj- ast að ströndum landsins undan djúpum lægðum Atlantshafsins. Höfn í Hornafirði er viðkomustaður þeirra margra. Björn Gísli Arnarson er mikill fuglaáhugamaður og annar tveggja sem vinna við Fuglaathugunarstöð Suðausturlands. Hann hefur fylgst vel með þeim fuglum sem hafa flækst hingað undanfarið. Flækingar og FurðuFuglar BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Það er sérstaklega gaman á haustin að taka góðan göngutúr eftir stífar lægðir. Þá er ekki leiðinlegt að hafa áhuga á fuglum.“ Björn G. Arnarson Með þúsundasta kríuungann. dV-Mynd Brynjúlfur Brynjólfsson og Björn gísli arnarson Eyrugla sást í Einarslundi snemma í sumar. Einarslundur er stundum kallaður ugluskógur vegna þess að þar má oft finna uglur. Sönglævirki er líkur þúfutittlingi sést nánast á hverju ári en yfirleitt að hausti. Barrfinka, kvenfugl Þær eru farnar að koma í hópum og komu upp ungum allvíða í sumar. Kjarnbítur festist í neti í Einarslundi í sumar Hefur aðeins nokkrum sinnum sést á landinu áður. Straumsöngvari Hefur aðeins sést tvisvar áður á landinu. Þyrnisvarri Kom til Hafnar fyrr í sumar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.