Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Page 12
föstudagur 1. ágúst 200812 Helgarblað DV valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is PÁLL TRÓNIR Á TOPPNUM Páll Magnússon, Þórhallur Gunnars- son, Einar logi vignisson og Egill Helgason eru launahæstu starfs- mennirnir hjá RÚV ohf. Elín Hirst er hæst launaða konan á RÚV, en stendur körlunum nokkuð að baki. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri útvarps- ins, er með sjö hundruð og fjörutíu þúsund krónur í mánaðarlaun, sem er umtalsvert lægra en Þórhallur, dagskrárstjóri sjónvarps. Páll Magnússon útvarpsstjórinn er langlaunahæsti starfsmaður rúV. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir dagskrárgerðarkonan hafði 534 þúsund í mánaðarlaun. Fréttamaðurinn Helgi Seljan hafði fjögur hundruð sextíu og tvö þúsund krónur í mánað- arlaun. Páll Magnússon útvarpsstjóri er launahæsti starfsmaður Ríkisút- varpsins, samkvæmt tölum um útsvarsgreiðslur einstakl- inga til sveitarfélaga fyr- ir síðasta ár, sem gerð- ar voru opinberar í gær. Páll hafði ríf- lega 1.340 þúsund krónur í mánaðar- laun. Einar Logi Vignisson aug- lýsingastjóri var annar launahæsti starfsmaður RÚV á síðasta ári með rúmlega 1.200 þúsund krón- ur á mánuði. Einar Logi starf- aði áður hjá 365, en flutti sig yfir til RÚV á síðasta ári og því er óljóst hvort hann hafi sömu laun nú um stundir. Egill Helga- son dag- skrárgerðarmaður hafði 943 þúsund krónur á mánuði fyrir að stýra um- ræðuþættinum Silfri Egils og bók- menntaþættinum Kiljunni. Egill var, líkt og Einar Logi, á launaskrá 365 fyrri hluta síðasta árs, áður en hann gekk til liðs við RÚV ohf. Í tölum um launa- kjör starfsmanna RÚV eru ekki innifald- ir styrkir til fata- kaupa, afnot af bif- reið- um og önnur fríð- indi sem valdir starfs- menn RÚV njóta. Hluti þeirra upp- lýsinga sem hér koma fram er feng- inn frá Mannlífi, en í dag kemur út tekjublað Mannlífs með upplýsing- um um laun mörg þúsund Íslend- inga. launaleynd Þórhalls aflétt Mikil leynd hvíldi yfir launum Þór- halls Gunnarssonar, dagskrárstjóra sjónvarps og ritstjóra Kastljóssins á sínum tíma. Þórhallur var ekki tilbú- inn til að upplýsa um launakjör sín, en vefmiðillinn Vísir stóð í stappi við RÚV ohf. um að fá upplýsingar um laun hans. Vísir kærði til úrskurð- arnefndar um upplýsingamál sem kvað upp úr um að upplýsingar um launakjör Þórhalls skyldu birtar. Fór Óskar Hrafn Þorvaldsson, ritstjóri Vísis, fram á að fá upplýsingarnar á þeim forsendum að grunur væri um að kynbundinn launamunur hjá rík- isfyrirtæki væri við lýði. Vefmiðillinn birti síðar frétt um að Þórhallur væri launahærri en Sigrún Stefáns- dóttir, dagskrárstjóri út- varps, en upphæð- in sjálf var ekki nefnd. Séð og heyrt greindi svo frá því í vor að Þórhallur hefði um níu hundr- uð þúsund krónur í mán- aðarlaun. Samkvæmt útsvarstöl- unum sem gerðar voru opinberar á fimmtu- dag, var Þórhall- ur fjórði launa- hæsti starfs- mað- ur RÚV með 836 þúsund krónur í mánaðar- laun á síðasta ári. Misjöfn laun í Kastljósinu Nokkuð hefur verið rætt um launaskrið starfsmanna Kastljóssins, eftir að Ríkisúvarpið varð opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Launajafn- rétti virðist þó vera við lýði í Kast- ljósinu, þar sem starfsmenn þess eru flestir á svipuðum launum. Þórhallur er sem fyrr segir hæst launaði starfs- maður Kastljóssins. Sigmar Guð- mundsson, dagskrárgerðarmaður og aðstoðarritstjóri Kastljóssins, hafði 742 þúsund krónur í mánaðarlaun. Sigmar var í mörgum verkefnum fyrir RÚV á síðasta ári. Auk þess að starfa í Kastljósinu var hann spyrill í Gettu betur á síðasta ári og stýrði einnig skemmtiþættinum Útsvari sem hóf göngu sína síðasta haust. Þóra Tómasdóttir dagskrár- gerðarkona hafði 413 þús- und krónur í laun á mán- uði. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur líkt og Sigmar verið mjög áber- andi á sjónvarpsskján- um, bæði í Kastljósi og í Laugardagslögunum. Ragnhildur hafði 534 þúsund krónur í mán- aðarlaun á síðasta ári. Fréttamaðurinn Helgi Seljan hafði 462 þús- und krónur í mánað- arlaun. Brynja Þor- geirsdóttir, frétta- og dagskrárgerðarkona, hafði 490 þúsund krónur í mánaðar- laun. Jeppinn hans Páls Páll Magnússon hefur sem fyrr segir um 1.340 þúsund krónur í laun á mánuði, sem eru sambærileg laun og Geir Haarde forsætisráð- herra hefur. Þá eru ekki talin með ýmis fríðindi sem Páll nýtur. Páll hefur til að mynda afnot af glæsileg- um Audi Q7-jeppa, sem kostar nýr tæpar níu millj- ónir króna. Bíll- inn er þó ekki í eigu RÚV, því fram hefur kom- ið í fjölmiðlum að stofnunin greiðir 202 þúsund krónur á mánuði í rekstrarleigu fyrir bílinn. Afnotagjöld 72 heimila fara í það að standa straum af kostnaði við rekstrar- leigu bílsins. Eitthvað virðist bíllinn þó ekki hafa staðið undir vænting- um, því Páll skipti honum út nýlega vegna þess að ýmsar bilanir komið upp. Þess má geta að til samanburð- ar kostaði BMW-bifreið Geirs Haar- de, tæpar sjö milljónir króna. Elín Hirst hæst kvenna Elín Hirst, fréttastjóri sjónvarps- ins, hafði 850 þúsund krónur í mán- aðarlaun og er afgerandi launahæsta konan sem starfar hjá RÚV. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri útvarps, hafði 740 þúsund krónur í mánað- arlaun. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, stjórnmálaskýrandi og fréttakona, hafði rétt tæpar sjö hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun. Þóra Arnórs- dóttir, frétta- og dagskrárgerðarkona, hafði 606 þúsund krónur í laun á mánuði, en auk þess að starfa á frétta- deild sjón-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.