Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Qupperneq 12
föstudagur 1. ágúst 200812 Helgarblað DV valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is PÁLL TRÓNIR Á TOPPNUM Páll Magnússon, Þórhallur Gunnars- son, Einar logi vignisson og Egill Helgason eru launahæstu starfs- mennirnir hjá RÚV ohf. Elín Hirst er hæst launaða konan á RÚV, en stendur körlunum nokkuð að baki. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri útvarps- ins, er með sjö hundruð og fjörutíu þúsund krónur í mánaðarlaun, sem er umtalsvert lægra en Þórhallur, dagskrárstjóri sjónvarps. Páll Magnússon útvarpsstjórinn er langlaunahæsti starfsmaður rúV. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir dagskrárgerðarkonan hafði 534 þúsund í mánaðarlaun. Fréttamaðurinn Helgi Seljan hafði fjögur hundruð sextíu og tvö þúsund krónur í mánað- arlaun. Páll Magnússon útvarpsstjóri er launahæsti starfsmaður Ríkisút- varpsins, samkvæmt tölum um útsvarsgreiðslur einstakl- inga til sveitarfélaga fyr- ir síðasta ár, sem gerð- ar voru opinberar í gær. Páll hafði ríf- lega 1.340 þúsund krónur í mánaðar- laun. Einar Logi Vignisson aug- lýsingastjóri var annar launahæsti starfsmaður RÚV á síðasta ári með rúmlega 1.200 þúsund krón- ur á mánuði. Einar Logi starf- aði áður hjá 365, en flutti sig yfir til RÚV á síðasta ári og því er óljóst hvort hann hafi sömu laun nú um stundir. Egill Helga- son dag- skrárgerðarmaður hafði 943 þúsund krónur á mánuði fyrir að stýra um- ræðuþættinum Silfri Egils og bók- menntaþættinum Kiljunni. Egill var, líkt og Einar Logi, á launaskrá 365 fyrri hluta síðasta árs, áður en hann gekk til liðs við RÚV ohf. Í tölum um launa- kjör starfsmanna RÚV eru ekki innifald- ir styrkir til fata- kaupa, afnot af bif- reið- um og önnur fríð- indi sem valdir starfs- menn RÚV njóta. Hluti þeirra upp- lýsinga sem hér koma fram er feng- inn frá Mannlífi, en í dag kemur út tekjublað Mannlífs með upplýsing- um um laun mörg þúsund Íslend- inga. launaleynd Þórhalls aflétt Mikil leynd hvíldi yfir launum Þór- halls Gunnarssonar, dagskrárstjóra sjónvarps og ritstjóra Kastljóssins á sínum tíma. Þórhallur var ekki tilbú- inn til að upplýsa um launakjör sín, en vefmiðillinn Vísir stóð í stappi við RÚV ohf. um að fá upplýsingar um laun hans. Vísir kærði til úrskurð- arnefndar um upplýsingamál sem kvað upp úr um að upplýsingar um launakjör Þórhalls skyldu birtar. Fór Óskar Hrafn Þorvaldsson, ritstjóri Vísis, fram á að fá upplýsingarnar á þeim forsendum að grunur væri um að kynbundinn launamunur hjá rík- isfyrirtæki væri við lýði. Vefmiðillinn birti síðar frétt um að Þórhallur væri launahærri en Sigrún Stefáns- dóttir, dagskrárstjóri út- varps, en upphæð- in sjálf var ekki nefnd. Séð og heyrt greindi svo frá því í vor að Þórhallur hefði um níu hundr- uð þúsund krónur í mán- aðarlaun. Samkvæmt útsvarstöl- unum sem gerðar voru opinberar á fimmtu- dag, var Þórhall- ur fjórði launa- hæsti starfs- mað- ur RÚV með 836 þúsund krónur í mánaðar- laun á síðasta ári. Misjöfn laun í Kastljósinu Nokkuð hefur verið rætt um launaskrið starfsmanna Kastljóssins, eftir að Ríkisúvarpið varð opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Launajafn- rétti virðist þó vera við lýði í Kast- ljósinu, þar sem starfsmenn þess eru flestir á svipuðum launum. Þórhallur er sem fyrr segir hæst launaði starfs- maður Kastljóssins. Sigmar Guð- mundsson, dagskrárgerðarmaður og aðstoðarritstjóri Kastljóssins, hafði 742 þúsund krónur í mánaðarlaun. Sigmar var í mörgum verkefnum fyrir RÚV á síðasta ári. Auk þess að starfa í Kastljósinu var hann spyrill í Gettu betur á síðasta ári og stýrði einnig skemmtiþættinum Útsvari sem hóf göngu sína síðasta haust. Þóra Tómasdóttir dagskrár- gerðarkona hafði 413 þús- und krónur í laun á mán- uði. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur líkt og Sigmar verið mjög áber- andi á sjónvarpsskján- um, bæði í Kastljósi og í Laugardagslögunum. Ragnhildur hafði 534 þúsund krónur í mán- aðarlaun á síðasta ári. Fréttamaðurinn Helgi Seljan hafði 462 þús- und krónur í mánað- arlaun. Brynja Þor- geirsdóttir, frétta- og dagskrárgerðarkona, hafði 490 þúsund krónur í mánaðar- laun. Jeppinn hans Páls Páll Magnússon hefur sem fyrr segir um 1.340 þúsund krónur í laun á mánuði, sem eru sambærileg laun og Geir Haarde forsætisráð- herra hefur. Þá eru ekki talin með ýmis fríðindi sem Páll nýtur. Páll hefur til að mynda afnot af glæsileg- um Audi Q7-jeppa, sem kostar nýr tæpar níu millj- ónir króna. Bíll- inn er þó ekki í eigu RÚV, því fram hefur kom- ið í fjölmiðlum að stofnunin greiðir 202 þúsund krónur á mánuði í rekstrarleigu fyrir bílinn. Afnotagjöld 72 heimila fara í það að standa straum af kostnaði við rekstrar- leigu bílsins. Eitthvað virðist bíllinn þó ekki hafa staðið undir vænting- um, því Páll skipti honum út nýlega vegna þess að ýmsar bilanir komið upp. Þess má geta að til samanburð- ar kostaði BMW-bifreið Geirs Haar- de, tæpar sjö milljónir króna. Elín Hirst hæst kvenna Elín Hirst, fréttastjóri sjónvarps- ins, hafði 850 þúsund krónur í mán- aðarlaun og er afgerandi launahæsta konan sem starfar hjá RÚV. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri útvarps, hafði 740 þúsund krónur í mánað- arlaun. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, stjórnmálaskýrandi og fréttakona, hafði rétt tæpar sjö hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun. Þóra Arnórs- dóttir, frétta- og dagskrárgerðarkona, hafði 606 þúsund krónur í laun á mánuði, en auk þess að starfa á frétta- deild sjón-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.