Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 20
Á sumrin hægist á öllu mannlífinu og erfiðara verður að fylla fjölmiðla af fréttum. Hugtakið gúrkutíð er sprott- ið af óvenjulega miklum áhuga fjöl- miðla af gúrkusprettu á hásumrin, líklegast þegar ekkert bitastæðara er til að fjalla um í fjölmiðlum. Á Íslandi er það hins vegar ekki óvenju góð grænmetisspretta, sem heillar fjölmiðlamenn. Nær lagi væri að tala um fréttir sem tengjast dýr- um og því hvernig þau hafa komið sér í sviðsljósið. Dýrin geta haft mik- il áhrif inn í ráðhús og ráðuneyti. Til dæmis má nefna þrjá valdamenn sem hafa bakað sér óvinsældir og illt um- tal dýraverndunarsinna, vegna um- deildra ákvarðana sinna. Þau Þórunn Sveinbjarnardóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Guðni Ágústsson hafa öll orðið umdeild fyrir að hafa fyrir- skipað dýradráp. Það væri mögulega efni í rannsóknarritgerð að skoða hvaða áhrif umdeildar ákvarð- anir um dýrin geta haft á feril stjórnmála- manna. DV rifjar hér upp nokkrar undarlegar fréttir sem stolið hafa sen- unni síðustu tvö sumur. Ísbirnir eða ofsjónir? Eftir að tvö mál komu upp snemma sumars, þar sem ísbirnir sáust hér á landi, hafa landsmenn ekki mátt sjá hvítan blett í fjarlægð án þess að setja allt á annan endann. Málin þar sem ísbirnirnir voru skotnir vöktu gífur- lega mikla athygli og deilur. Björg- unarsveitir og Landhelgisgæslan hafa hins vegar haft í nógu að snúast að leita að meintum ísbjörnum við strendur landsins. Ekki hefur tangur eða tetur fundist af ísbjörnum síðustu vikur, en það kann að vera að hrútar á fjalli og snjóskaflar sem sólin skín á hafi villt um fyrir fólki. Lúkas Lifir Hundurinn Lúkas hefði vafalaust fengið um sig fjórtán síður af minn- ingargreinum í Mogganum ef það hefði verið í boði. Að minnsta kosti fékk flækingshundurinn frá Akureyri kertafleytingu á Tjörninni í Reykjavík og grátandi dýravini í sjónvarpinu. Mitt í þessu öllu var sakleysinginn Helgi Rafn Brynjarsson, sem fékk yfir sig ótrúlega gusu af brjáluðum blogg- aralýð sem vildi helst troða honum í íþróttatösku og sparka í hann. Svo kom Lúkas niður af fjalli, nokkuð hor- aður og mannfælinn, en að öðru leyti í ágætis standi og hinn meinti dýram- orðingi fékk uppreisn æru. Tófa beiT konu Mannýg tófa skammt frá Hafn- arfirði komst í fréttirnar í vikunni fyrir að ráðast á konu sem var á göngu í hlíðum Húsfells. Tóf- an beit konuna í fótlegginn svo úr varð nokkuð sár. Konan þurfti að leita sér aðhlynningar og fá stíf- krampasprautu á slysadeild. Atvik af þessu tagi eru ótrúlega sjaldgæf, að minnsta kosti hafði prófessor í spen- dýrafræði aldrei heyrt um annað eins. Þó fréttin sé vissulega athyglis- verð hefði hún sennilega verið enn athyglisverðari ef konan hefði bitið tófuna til baka. fiskur áT mink Veiðivefurinn Flugufréttir sagði frá því að þegar feðg- inin Birgir Össurarson og Hrund Nilima Birg- isdóttir skáru á maga væns urriða sem þau veiddu í Ljósavatni hafi blasað við þeim ótrúleg sjón. Svo virðist sem urrið- inn hafi gleypt minkahvolp í heilu lagi og var hræið af honum nánast ómelt í maga fisksins. Þessi merkilega frétt rataði á síður fjölmiðla og fóru Mogga- bloggararnir meðal annars hamförum um þetta und- arlega atvik. Það er ekki óvanalegt að minkar éti urriða, en þegar urriðarnir éta mink- ana er það orðið stórmerkilegt. GÍsLi marT- einn oG mávarnir Blaðið setti allt á annan endann í júlí 2006 þeg- ar því var slegið upp á forsíðu að mávar ætu and- arunga við Tjörn- ina í Reykjavík. Blaðamanni var greinilega mikið niðri fyrir og kom fréttin á versta tíma fyrir mávana, en hafði að sama skapi nokkra pólitíska þýðingu fyrir Gísla Martein Bald- ursson, formann umhverfisráðs Reykjavíkur. Gísli Mart- einn skar föstudagur 1. ágúst 200820 Helgarblað DV OFSJÓNIR EÐA ÍSBIRNIR? Hin svokallaða gúrkutíð ríður yfir í fjöl- miðlum á sumrin. Þá eru flestir farnir í frí og mannfólkið hefur almennt hægt um sig. Kastljós fjölmiðla beinist þó ekki að góðri gúrkusprettu á sumrin, heldur að hremm- ingum og örlögum fulltrúa dýraríkisins. Hver dýrafréttin á fætur annarri hefur sett allt á annan endann í samfélaginu síðustu sumrin, hvort sem um ræðir ísbirni, smá- hund, mávadráp eða fréttir af óvenjulegri hegðun fiska. „Það er ekki óvanalegt að minkar éti urriða, en þegar urriðarnir éta minkana er það orðið stórmerkilegt.“ vaLGeir örn raGnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.