Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 41
DV Helgarblað föstudagur 1. ágúst 2008 41 Ég hef ekki farið á Þjóðhátíð í Eyjum í fleiri, fleiri ár, geri það líklega aldrei aftur. Þar er svo mikið fyllerí og ég fann það út eitt sinn að ég gæti alveg staðið og þagað eða bara sagt fólki að þegja og hlusta. Það er þannig stemning hjá fólkinu að það vill bara syngja en er ekkert að spá í hvað maður er að gera uppi á sviði. Þegar ég fann að það skipti ekki máli hver stóð á sviðinu ákvað ég að standa ekki í þessu meir. En í leikhúsinu er pottþétt að- staða.“ Borgarleikhúsið Laddi hefur verið áberandi í Borgarleikhúsinu undanfarin ár. Og breiddin er mikil því hann hefur verið í Grease, Kalla á þakinu, Sölku Völku og Ronju Ræningjadóttur, Viltu finna milljón?, Ófagra veröld og Lík í óskilum, svo eitthvað sé nefnt. En verður hann áfram í Borgarleikhús- inu núna þegar nýr leikhússtjóri, Magnús Geir, hefur tekið við? „Ég veit ekki hvað verður með nýjum leikhússtjóra en ef mér verð- ur boðið hlutverk get ég vel hugsað mér að vera þar áfram. Ég hef ver- ið í Borgarleikhúsinu óslitið í 5 ár og kann rosalega vel við mig þar. Enda er þetta skemmtilegt og gott hús og þar ríkir góður andi. Það kom mér á óvart hvað ég kunni vel við mig í leikhús- inu, mig hafði ekki langað svo mikið að vinna í leikhúsi en svo er það svo rosalega gaman. Borgarleikhúsið er lokað í sumar og ég er í fríi í tvo mán- uði. Svo tekur sýningin mín við aftur í haust. Það er yfirleitt lítið að gerast yfir sumarið, svona eitt og eitt verk- efni. En yfirleitt vil ég vera í fríi í mínu golfi á sumrin. Sumarið er svo stutt svo ég nýt þess að spila golf og hlaða batteríin.“ Leiklistarskóli í Los Angeles Fórstu ekki í leiklistarnám til út- landa eftir að þú varst orðinn þekktur á Íslandi? „Jú, ég fór einn vetur til Banda- ríkjanna. Ég var að reyna að komast inn í Félag íslenskra leikara. Það var erfitt því ég var ekki lærður leikari svo ég gerði bara eitthvað í þessu og fór einn vetur í UCLA og það dugði. Þetta var árið ´82 og ég var ekkert unglamb. Enda var ég langelstur í skólanum, jafngamall kennaranum, sem sagt eldri maður! Það var voða- lega gaman að vera í Los Angeles, náttúrulega svolítið erfitt. Ég var ekk- ert svo góður í málinu og hefði þurft að vera lengur og komast betur inn í málið til að verða „flúent“ í ensku. Þessi tungumálahindrun gerði mér erfitt fyrir í ýmsum senum og það var mikið hlegið að mér þegar textinn kom öfugur út úr mér. En það var allt í lagi, ég gat þá skemmt fólkinu. Ég fékk spark í rassinn þarna úti. Ég var búinn að vera svo lengi þekktur á Íslandi en þarna úti var ég alveg óþekktur, léleg- ur í málinu og lítill karl. Ef ég hef ekki verið alveg niðri á jörðinni hér heima áður, þá skall ég algjörlega niður á jörðina í skólanum. Ég var lítill karl þarna. Það var aðallærdómurinn.“ Minnimáttarkennd En þú virkar svo hógvær, stjörnu- stælar eru víðs fjarri þér. Hefurðu ekki alltaf verið niðri á jörðinni? „Ég hef alltaf verið með mína minnimáttarkennd og ekki haft mikla trú á sjálfum mér, sjálfsmat mitt er ekki hátt svo ég hef í raun alltaf ver- ið með báða fætur á jörðinni. Ég geng ekki upp á svið og segi „þetta er pottþétt“, ég er alltaf í vafa og finnst ég ekkert sérstaklega góður, nema stundum.“ Á sviðinu ertu stjarna og átt allan salinn. En það er sagt um þig að þú sért rólegur og hlédrægur baksviðs. Er það rétt? „Ég er oftast inni á mínu herbergi baksviðs fyrir sýningu og í hléi. Er einn og pæli í hlutum, ræð krossgátur og dreifi huganum. Þannig gleymi ég stressinu.“ Kemstu alveg upp með þetta, býst fólk ekki við því að fá frá þér einhver skemmtilegheit? „Í leikhúsinu fæ ég alveg að vera í friði. En á almannafæri hefur það verið svolítið þannig að fólk vill panta skemmtun og býst við að mað- ur leiki á als oddi. Fólk vill að maður sé hress. Þá er horft á mann og beð- ið: „Nú kemur eitthvað.“ Þetta er dá- lítið óþægilegt. Og ég hef spekúler- að í að gott væri að hafa hluta af því sjálfstrausti sem það fólk hefur sem er hrókur alls fagnaðar á almanna- færi. Ég hef skánað mikið en ég mætti gjarnan hafa smáskammt af þessu sjálfstrausti.“ Ástæður óöryggisins Hvaðan er þetta óöryggi og þessi sjálfsgagnrýni sprottin? „Kannski úr æsku. Ég var hlédræg- ur og mér var strítt þó ég kalli það ekki beint einelti en maður fór inn í sína skel og þetta gætu verið leifar af því. Mér var mikið strítt af því ég var frá fá- tæku heimili og ekki alltaf í flottustu fötunum. Og svo lá ég vel við höggi út af feimninni. Það kom þá upp í mér að ég væri ómögulegur og ég sagði við sjálfan mig að ég væri glataður.“ Hvernig var þinn uppvöxtur? „Ég ólst upp í Hafnarfirði og var heppinn að eiga ömmu og afa í Aust- ur-Landeyjum og var þar oft á sumr- in, það bjargaði mér, bjargaði mér rosalega vel. Ég sótti beljurnar og naut þess að vinna venjuleg sveita- störf. Mamma og pabbi skildu þegar ég var þriggja ára og mamma var ein- stæð móðir með okkur strákana. Það var óregla á heimilinu hjá mömmu. Hún var að reyna að vinna eitthvað en stundaði ekki alltaf vinnu vegna óreglu. Við vorum fjórir albræður, tveir fóru í sveit og til vinafólks og við vorum tveir eftir hjá mömmu. Við bjuggum í kjallaranum í húsi afa og ömmu í Hafnarfirði og maður gat fengið að borða hjá þeim en þau áttu þó ekki mikla peninga. Þetta bjargað- ist samt. Afar mínir og ömmur skiptu mig miklu máli og reyndust mér vel og ég kom því sæmilega út úr lífinu.“ Margir skapandi einstaklingar upplifa andlega öldudali og þunga. Hvernig ert þú? „Ég er yfirleitt hress og kátur en á til þunglyndi eftir að hafa gefið mik- ið af mér. Þegar ég hef skemmt fólki verð ég þungur á eftir. Þetta er skrít- ið því þá ætti ég að verða ofsaglaður en þessu fylgir oft að ég verð þungur og tómur á eftir. Já, ég á mína þungu daga en oftast er ég bara kátur og skemmtilegur.“ Spánarbakterían Hefurðu ekki verið töluvert tengd- ur Spáni undanfarin ár? „Í kringum árið 2000 var leitað til mín og ég beðinn um að gerast umboðsaðili fyrir íbúðir á Spáni. Þeir voru að leita að þekktum aðila á Íslandi til að vera umboðsmaður og ég hafði lengi haft áhuga á Spáni eftir að hafa verið þar fararstjóri. Og það var mjög gaman í þessu starfi í svona 3 ár því það voru ekki margir í þessu en svo flykktust allir í þetta, fjöldi fasteignasala byrjaði í þessu og ef vel hefði átt að vera hefði ég þurft að læra að verða fasteignasali og opna skrifstofu en ég ákvað að hætta bara í þessu. Vildi frekar vera í leiklist og skemmta fólki. En ég held enn mikið upp á Spán, var til dæmis alltaf að skemmta á Mæjorka í gamla daga. Var farar- stjóri líka og núna starfa ég stundum hjá Sumarferðum við að skemmta á Kanarí og Tenerífe. Um síðustu áramót var ég með skemmtun á Tenerífe á nýársdag og það tókst svo vel að ég hef verið beð- inn um að vera aftur. Það komu 600 manns, allir Íslendingar á eyjunni held ég bara. Vonandi verð ég aftur þarna um næstu áramót.“ Leiðinlegt að reka bar Svo varstu í veitingarekstri um tíma, rakst bar á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu? „Já, hann hét Sur Óliver, bar- inn sem ég rak. Það var ömurlegt tímabil, ömurlegt að reka bar. Mér bauðst þetta í skiptum fyrir ein- hverja skuld. Staðurinn kom því upp í hendurnar á mér og ég ákvað að prufa þetta, en það gekk ekki vel og svo var þetta svo leiðinlegt. Ég gat ekki verið þarna öllum stundum en fólk bjóst við því að ég væri að skemmta þarna á hverju kvöldi, en það gekk ekki, ég mátti ekkert vera að þessu. Þetta átti ekki alveg við mig. Mjög leiðinlegt og ég flúði út. Ég man að þegar ég var á barnum og að reyna að vinna eitthvað kom fólk og beið bara: „Segðu eitthvað.“ Og svo var engin sala þegar ég var ekki á staðnum. Ég fór ekkert vel út úr þessu pen- ingalega. Tapaði einhverju en vil ekki tala um það.“ Ladda leiðist að tala um peninga en segir þó: „Allir sem eru í Ladda- sýningunni með mér eru með fín laun. Þó maður verði aldrei ríkur á því að vera leikari á Íslandi er ég samt sáttur núna.“ Vill leika skúrk í bíó Og hvað með framtíðina, hvernig horfir hún við þér af toppnum upp úr sextugu? „Framtíðin, ég veit ekki hvern- ig ég sé hana fyrir mér. Ég ætla að njóta þess að taka upp Laddasýn- inguna aftur í Borgarleikhúsinu í haust og sjá svo til hvað ég vil gera. Ætti maður að hætta á toppnum, ekki fara niður öldudalinn, því ég er kominn á aldur? Ég veit það eitt að ég ætla að staldra við um áramótin og meta þetta og sjá til. Hugleiða.“ Og svo er plata í bígerð? „Við Björgvin Halldórsson erum rétt að byrja að funda um að gefa út plötu. Þetta er á byrjunarstigi en platan kemur út fyrir jólin og verður grín og alvara fyrir alla fjölskylduna. Við þurfum eitthvað svona létt og skemmtilegt því það er allt að fara til andskotans miðað við umræðuna. Hugarfarið er orðið þannig að allir eru bara búnir á því. Fjölmiðlarn- ir tala stöðuna alveg niður og þetta verður bara múgæsing. En munum það að ástandið hefur oft verið verra en þetta.“ Það munu örugglega margir fagna því að fá létta Laddaplötu í þessu árferði. En Laddi hefur sleg- ið í gegn í bíómyndum til dæmis í ógleymanlegu hlutverki í Stellu í or- lofi. Verður framhald á slíku? „Það er mjög gaman að leika í sjónvarpi og í kvikmyndum. En mér hefur ekki verið boðið að leika í bíói undanfarið, en ég væri til í það. Annars er aldrei leitað til mín nema til að grínast en ég vil leika skúrk. Ég vil leika þennan sem allir halda að sé góði karlinn en er skúrkur. Úti í heimi eru til góðlegir karlar sem allir treysta en eru svo í raun alveg geggjaðir skúrkar, svona hlutverk vil ég fá. Ef einhver er að gera svona mynd, þá er ég til.“ „Það var ömurlegt tímabil, ömurlegt að reka bar. Mér bauðst þetta í skiptum fyrir einhverja skuld. Staðurinn kom því upp í hendurnar á mér og ég ákvað að prufa þetta, en það gekk ekki vel og svo var þetta svo leiðinlegt.“ Stressaður yfir Elsu Lund Laddi óttaðist í upphafi að Elsa Lund myndi ekki virka en raunin hefur verið önnur, Elsa hefur verið gríðarlega vinsæl. Laddi segist stundum luma á karakter- um á lager Magnús bóndi er ein ástsælasta týpan sem Laddi hefur skapað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.