Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 43
DV Helgarblað Föstudagur 1. ágúst 2008 43 Draumaútihátíðin Stuðmenn í Atlavík og Bræðslan Magni Ásgeirsson, söngvari Á Móti sól „Það væri að sjálfsögðu í atlavík. Bara atlavík árið 84. stuðmenn væru að spila. Þá á ég við gömlu góðu stuðmenn. Með þeim væru greifarnir með Felix og upprunalegir meðlimir síðan skein sól. Það væri alvöruútihátíð. samt held ég að ein fullkomnasta útihátíð sem ég veit um sé núna um helgina (síðustu helgi). Bræðslan á Borgarfirði eystri. Það er búið að vera 25 stiga hiti og sól undanfarna daga og tjaldsvæðið er strax orðið fullt. Það er reyndar smá skýjabakki að læðast yfir okkur núna en það kemur ekki að sök. Maður er hérna á heimavelli og þetta er bara frábært. Eins nálægt því að vera fullkomið og hægt er.“ Dúett með Hauki Morthens ragnar bjarnason, söngvari „Ég myndi vilja syngja dúett með Hauki Morthens. Ég náði því nefnilega aldrei,“ segir raggi Bjarna söngvari, spurður um skemmtiatriði á draumaútihá- tíðinni sinni. „Haukur söng mikið með pabba og hljómsveitinni hans og ég spilaði meira að segja undir á trommur hjá Hauki í hljómsveit árna Ísleifs. svo byrjaði ég að syngja en af einhverjum ástæðum sungum við aldrei saman. síðan myndi ég vilja hafa alla hina góðu gæjana þarna líka,“ segir raggi. aðspurður hvar hún myndi fara fram segist raggi ekki hafa sterka skoðun á því. „Ég veit það ekki, verða ekki allar Þjóðhátíðir að vera í Vestmannaeyjum?“ raggi segist ekki myndu rukka inn á hátíðina ef hann hefði efni á því. „En strákarnir þyrftu náttúrlega að fá kaup svo það yrði að rukka inn.“ Fjör á fjölskylduhátíð Katrín júlíusdóttir, alþingisMaður „Ég er stödd á minni fullkomnu útihátíð á Bræðslunni í Borgarfirði eystra. Hér er fullt af fólki saman komið á rosalega fallegum stað. Þetta er hátíð fyrir fjölskyldufólk líka. Við erum saman hérna á níu bílum og eru fleiri börn en fullorðnir. Ég vil næs samveru, ekki of mikið prógramm. Það verður að vera mikið af fólki og fjöri. Ég vil samt ekki ball heldur ljúfa stemningu. síðan er ég mikið fyrir að hlusta á góða tónlist. Væri spennt fyrir því að sjá Bang gang. En fyrst og fremst yrði þetta fjölskylduútihátíð og útilega. Hollustan í fyrirrúmi davíð sMÁri Harðarson, söngvari „sko, ég myndi halda útihátíð á einhverju túni nálægt selfossi sem er í alfaraleið. Það yrði mjög gott veður á hátíðinni.Ég myndi reyna að fá sem flesta tónlistarmenn. Páll Óskar, Edgar smári, Eurobandið og Einar ágúst myndu öll syngja. svo myndi BMV líka syngja og að sjálfsögðu dress- code, hljómsveitin mín. sveitin Buff myndi svo spila undir fyrir hina vel völdu söngvara og hver og einn söngvari myndi syngja eitt lag. Ég myndi fá ölgerðina til að styrkja mig svo að allir gætu drukkið eins mikinn Kristal Plús og hægt er. Ekkert yrði um áfengi þar sem þetta er fjölskyldu- hátíð. Það væri líka gaman að fá aðila til að útbúa hollustumatsölubása og svo yrði grillað kjöt sem kostaði svona 100 krónur á mann. Þannig sleppur fólk við að koma með sinn eigin mat. Hægt væri að spreyta sig á þrekþrautum og kraftþrautum. Ég þekki mikið af íþróttafólki sem er í fitness sem gæti komið og keppt í aflraunum, en svo fengi fólk að spreyta sig líka. Það er mikilvægt að fá styrktaraðila fyrir útihátíðina til að gera hana ókeypis. Ætli svona 14 manns myndu ekki mæta?“ Hátíðin væri opin öllum gísli einarsson, fréttaMaður „draumaútihátíðin mín væri haldin fyrir ofan Húsafell þar sem síðast var útihátíð um verslunarmannahelgi 1987. Það væri ekki 23 ára aldurstakmark heldur væri hátíðin öllum opin, ungum sem öldruðum, allsgáðum sem ölvuðum, ófríðum sem smáfríðum osfrv. dagskráin yrði líka fjölbreytt og vönduð eftir því. Hljómsveitin Bermúda sæi um fjörið og þá yrðu Hvanndalsbræður á svæðinu, steindór andersen myndi kveða rímur, álftagerðisbræður tækju lagið og Bjartmar á Norðurreykjum færi með gamanmál. Ég myndi hinsvegar ekki ráða Ingó og Veðurguðina (með fullri virðingu) heldur trausta og veðurfræðingana til að tryggja að veðrið yrði í lagi. Inn á milli atriða yrði keppt í Kubb og sveitafitness. að sjálfsögðu myndu öll dýrin í Húsafellsskógi vera vinir á þessari hátíð.“ Dolly Parton og Dixie Chicks Helga arnardóttir, fréttaKona Á stöð 2 „Mín draumaútihátíð væri kántríhátíð með dolly Parton, dixie Chicks og the Be good tanyas. Það væri líka kenndur línudans og mikil stemning. Hallbjörn Hjartarson mætti svo vera á kantinum að kontróla þessu. Það væri náttúrlega best að hafa þetta á skagaströnd þar sem það er „hometown“ kantrísins hér. Ég er svona leyndur kántríað- dáandi og hef yfirleitt verið gagnrýnd fyrir það. En ef þessir listamenn kæmu til landsins myndi ljós mitt skína að fullu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.