Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Qupperneq 52
föstudagur 1. ágúst 200852 Sport Manchester United hefur alltaf státað af mögnuðu unglinga- og varaliðsstarfi. Grunnurinn að ótrúlegri sigurgöngu liðsins síðustu áratugi er hinn magnaði ´95 árgangur sem innihélt David Beckham, Neville-bræðurna, Nicky Butt og fleiri. Margir aðrir hafa slegið í gegn með varaliði Unit- ed og verið í og við aðalliðið. Nokkrir þeirra voru taldir vera næstu stjörnur Manchester United en eins og Chris Eagles, sem gaf Manchester-drauminn upp á bátinn í vikunni, yfirgáfu þeir félagið. DV tekur saman átta nöfn sem áttu að verða lykilmenn en urðu aldrei. PhiliP Mulryne Fæddur: 1. janúar 1978 Staða: Miðjumaður Núverandi lið: án liðs Manchester United: frá 1996-1999 (1 leikur með aðalliði) Mulryne er nafn sem líklega aðeins harðir Manchester united-stuðningsmenn muna eftir. Hann lék aðeins einn leik fyrir aðallið Manchester en var konungur varaliðsins. Hann var ennþá í varaliðinu þegar hann var fyrst kallaður í írska lands- liðið en hann hefur leikið 27 leiki með því. árið 1999 fannst honum þó nóg vera komið og var seldur á 500.000 pund (80 milljónir króna) til Norwich. Með Norwich lék hann 161 leik á 6 árum áður en hann gekk til liðs við Cardiff. síðast hjálpaði hann utandeildarliðinu Kings Lynn að sigra í sinni deild í suður-Englandi. Mulryne var harðskeyttur miðjumaður sem vann mikið af boltum og hafði fína sendingargetu. Daniel narDiello Fæddur: 22. október 1982 Staða: framherji Núverandi lið: Blackpool Manchester United: frá 2000-2005 (enginn leikur með aðalliði) daniel Nardiello er uppalinn hjá úlfunum og var mikið rætt og ritað um vistaskipti hans yfir til Manchester united. úlfarnir voru alls ekki sáttir við Manchester united í þeim skiptum og sögðu Englandsmeistarana hafa stolið þeirra mesta efni og til einskis því hann ætti aldrei eftir að leika fyrir félagið. Það var nokkuð til í því hjá úlfunum því hann lék aldrei með aðalliði united en svoleiðis raðaði inn mörkunum með varaliðinu. Hann fór á lán þrisvar sinnum, þarf af tvisvar til Barnsley en hann samdi við Barnsley á endanum fyrir fullt og allt. Meiðsli hafa elt Nardiello allan hans feril og er hann nú kominn til Blackpool í von um að geta fest sig í sessi einhvers staðar. Jonathan GreeninG Fæddur: 2. janúar 1979 Staða: Vængmaður Núverandi lið: WBa Manchester United: frá 1998-2001 (14 leikir með aðalliði) sama hvað hver segir um Jonathan greening getur hann alltaf rifið upp úr vasanum meistara- deildarmedalíuna frá því í Barcelona 1999. greening var svo sannarlega ein af vonarstjörnum Manchester united og tókst að leika 14 leiki með aðalliðinu. Hann var allavega það góður að úrvalsdeildarlið vildi fá hann og lék hann með Middlesbrough 99 leiki áður en hann flutti sig til WBa. Þar er hann orðinn kóngur og hefur leikið 160 leiki fyrir félagið á síðustu 4 árum. Hann er ekki sama úrhrakið og margir sem hrökkluðust frá Manchester united urðu en hann varð svo sannar- lega aldrei maður til að taka við stöðu á væng united. DaviD healy Fæddur: 5. ágúst 1979 Staða: framherji Núverandi lið: fulham Manchester United: frá 1999-2001 (1 leikur með aðalliði) Healy var aðeins í tvö ár hjá united og héldu margir united-menn að það væri einungis tímaspursmál hvenær þessi geðþekki Norður-Íri myndi slá í gegn með aðalliðinu. Eins og margir raðaði hann inn mörkum með varaliðinu og var ekki mikil sátt um það í Manchester-borg þegar hann var seldur til Preston fyrir 1,5 milljónir punda (240 milljónir ). Hjá Preston sýndi hann og sannaði hversu mikill markaskorari hann væri og setti 43 mörk í 136 leikjum. Eftir svipaðan feril hjá Leeds fékk hann loks tækifæri í úrvalsdeildinni þegar fulham keypti hann til félagsins í fyrra. Hann hefur lítið gert hingað til en það eru margir Manchester-menn sem sakna Healys. eKKi urÐu allir rauÐir DJÖFlar Danny hiGGinbothaM Fæddur: 29. desember 1978 Staða: Varnarmaður Núverandi lið: sunderland Manchester United: frá 1997-2000 (4 leikir með aðalliði) Í sumarútgáfu Manchester united-tímaritsins var stór grein um Higginbotham með yfirskriftinni: „Næsta stórstjarna.“ annar eins varnarmaður hafði ekki sést hjá félaginu svona ungur og var einfald- lega vitað að hann myndi taka sér stöðu í miðri vörn liðsins á einhverjum tímapunkti. fjórir leikir hjá Manchester united varð öll uppskeran og tvö ár á láni í Belgíu. Eftir það söðlaði hann um í neðri deildunum áður en gamall united-maður, roy Keane, fann honum samastað í sunderland. Higginbotham er ágætur varnarmaður en varð svo sannarlega aldrei næsta stórstjarna united eins og reiknað var með. Hann var seldur frá united á 1,3 milljónir punda (206 milljónir króna). GiusePPe rossi Fæddur: 1. febrúar 1987 Staða: framherji Núverandi lið: Villarreal Manchester United: frá 2005-2007 (5 leikir með aðalliði, eitt mark) gullmolinn. Ef einhvern tíma var haldið að leikmaður úr varaliðinu gæti unnið sér sess í aðalliði Manchester united var það giuseppe rossi. rossi bar höfuð og herðar yfir alla leikmenn í varaliðs- deildinni og leiddi liðið til fjölda titla þau ár sem hann var þar. Hann fékk mun færri tækifæri en haldið var með aðalliði Manchester en heillaði Villarreal-menn nægilega mikið. Þeir greiddu 6,6 milljónir punda (1 milljarð króna) fyrir drenginn en talið er að Manchester geti keypt hann aftur samkvæmt klásúlu í samningi milli liðanna. Hann sló í gegn með Villarreal á fyrsta tímabili og sýndi þar allar sínar bestu hliðar. Kannski hann verði kominn aftur í rautt áður en langt um líður? luKe ChaDwiCK Fæddur: 18. nóvember 1980 Staða: Miðju- og vængmaður Núverandi lið: Norwich Manchester United: frá 1999-2004 (25 leikir með aðalliði) Ekki þekktur fyrir frítt andlit þessi ágæti maður. Hann er hins vegar fínasti fótboltamaður og á að baki mun fleiri leiki en aðrir á listanum fyrir aðallið united. ferguson virtist hafa mikla trú á honum og gerði mikið til þess að halda honum hjá félaginu í 5 ár. Lengst af var hann þó að láni í Belgíu og 1. deildinni á Englandi. á endanum gafst Chadwick upp á að bíða og samdi við West Ham þar sem hann lék í tvö ár. Eftir smá tíma hjá stoke endaði hann hjá Norwich en Chadwick hefur ekki spilað marga leiki. Hann var uppáhald stuðningsmanna royal antwerpen þegar hann var þar að láni og kallaður „super-Chadwick“ af stuðningsmönnum liðsins. MarK wilson Fæddur: 9. febrúar 1979 Staða: Miðjumaður Núverandi lið: doncaster Manchester United: frá 1997-2001 (3 leikir með aðalliði) Mark Wilson er ekki nafn sem margir þekkja en hann var svo sannarlega ein af skærustu stjörnum varaliðs Manchester united. Hann var fyrirliði varaliðsins í þrjú ár og fór aðeins eitt ár að láni frá félaginu. Hann var þekktur fyrir að leggja sig allan fram og það kunnu Manchester united- menn virkilega að meta. En eins og með marga þreyttist hann á biðinni eftir alvöru tækifæri með aðalliðinu og flutti sig til Middlesbrough sem hluti af pakkadíl Manchester og Middlesbrough í kaupum þess síðarnefnda á Jonathan greening. ferill hans tók mikla dýfu og hefur hann verið mestmegnis á lánum fyrir utan tvö ár sem hann lék í ameríku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.