Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Side 54
föstudagur 1. ágúst 200854 Sport Það var búið að ráða framtíð Robb- ies Keane áður en hann gat nokk- uð fengið að segja um hana. Sem táningur hjá Úlfunum var grannt fylgst með honum og það vitað að þetta yrði einn besti leikmaður heims seinna meir. Englendingar grétu mikið þá staðreynd að hann fæddist í „vitlausu“ landi eins og þeir orða það. Sama hversu góð- ur Robbi Keane yrði, hann myndi aldrei leika með enska landsliðinu því hann er jú Íri. Þegar loksins var kominn tími á að yfirgefa Úlfana varð Covent- ry fyrir valinu. Keane var dýrasti táningur sem keyptur hafði verið á Bretlandseyjum og það byrjaði ekki illa. Tvö mörk í sínum fyrsta leik með þeim heiðbláu. Eftir það reyndi hann fyrir sér á Ítalíu hjá Inter en fór þaðan að láni til Leeds og skrifaði svo endanlega undir samning við enska félagið. Þar gekk honum mjög vel og fór á endanum til Tottenham þar sem hann var orðinn fyrirliði áður en Liverpool keypti hann á 20,3 milljónir punda. Keane er eins og Dalglish Goðsögninni Ian Rush hefur sjaldan leiðst að tjá sig um mál- efni Liverpool enda mikill stuðn- ingsmaður liðsins eftir veru sína þar. Hann lýsir yfir mikilli ánægju með kaupin og líkir Keane við sjálf- an Kenny Dalglish. „Robbie Keane býr hluti til eins og Kenny Dalglish. Hann býr til mikið af mörkum en hann skorar einnig mikið sjálfur og það á eftir að hjálpa Liverpool,“ segir Rush. „Ég elskaði að spila með Dalgl- ish því hann vissi alltaf hvenær ég vildi fá boltann í fæturna. Keane getur gert það sama fyrir Liverpool því hann hefur einstaka yfirsýn yfir völlinn og finnur mikið af auðum svæðum. Það á eftir að hjálpa Fern- ando Torres mikið í framlínunni. Ég er mikill aðdáandi Keanes. Eins og ég segi veit ég að hann getur skor- að en hans starf hjá Liverpool verð- ur eflaust meira að búa hluti til. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hann klæðast rauðu treyjunni,“ segir Dal- glish. Peningum illa varið Mark Lawrenson er einnig goð- sögn í lifandi lífi hjá Liverpool. Hann lék í sjö ár með Liverpool og vann fjöldann allan af titlum á 9. áratugnum. Í dag starfar hann sem sérfræðingur í þættinum Match of the day í breska ríkissjónvarpinu, BBC, þar sem hann fer yfir leiki hverrar umferðar ekki ósvipað og Heimir og Guðni á Stöð 2 Sport nema mun ítarlegar. Hann segir að Keane sé ekki nægilega sniðug kaup í fjármála- vandræðum Liverpool. „Persónu- lega finnst mér Liverpool ekki hafa nægilegan kraft fram á við þrátt fyr- ir kaupin á Keane,“ segir Lawren- son sem finnst 20 milljón pund of mikið fyrir mann sem ekki skorar meira en Keane. „Torres skoraði yfir 20 mörk á síðustu leiktíð en það dugði þeim ekki nærri því til að komast í topp- baráttuna og hvað þá vinna titil- inn. Í fyrra gerði Liverpool allt of mikið af jafnteflum því það hafði ekki nægilegan kraft fram á við til að vinna jöfnu leikina. Hver á að vera maðurinn sem tryggir það að á næstu leiktíð að Liverpool vinni líka leikina sem þeir spila illa í?“ segir Lawrenson. Liverpool keypti írska landsliðsmanninn Robbie Keane í vikunni á ríflega 20 milljónir punda og greiðir honum enn fremur 80.000 pund í vikulaun. Gömlu Liverpool-hetjurnar, Ian Rush og Mark Lawrenson, eru ekki á sama máli um gæði kaupanna. SKIPTAR SKOÐANIR UM KEANE TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Breyttir tímar robbie Keane er loksins kominn að toppnum. SÍÐSUMAR Á FJÖLLUM Eigum laust í eftirfarandi ferðir í ágúst:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.