Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Page 58
föstudagur 1. ágúst 200858 Helgarblað DV umsjón: berglind bjarnadóttir berglindb@dv.is Matur í útileguna n gott er að vera búinn að skipuleggja allar eða flestar máltíðir áður en farið er í útileguna og kaupa inn sam- kvæmt því. n gott er að vera búinn að reikna út hversu mikinn mat þarf að taka með áður en lagt er af stað. Það er ekki gaman að vera svangur og langt frá næstu verslun. n takið með ykkur krydd (salt, pipar, season all) í litlum staukum, þau gera oft gæfumuninn á áfangastað. n Heimatilbúin salöt, túnfisksalat, rækjusalat eða hangikjötssalat, er gott að taka með á brauðið. Hnetusmjör er einnig gott að taka með því það geymist lengi og skemmist ekki þótt það sé ekki geymt í kæli. n Kex er sígilt til að borða með kaffinu. Það þykir mörgum gott að halda um heitan bollann með köldum fingrum og dýfa kexi ofan í. n forðist tilbúinn útilegumat. Hann er yfirleitt hlaðinn hertri fitu og og oft með bragðefnum, of miklu salti og jafnvel sykri. n ávextir og grænmeti er einnig gott að taka með. gott er að fá sér ávöxt milli máltíða. einnig er gott að fá sér ávöxt að kvöldi til í stað þess að fá sér snakkpoka. & ínMatu Grillaðir bananar með sætum toppi Að taka með sér banana í útilegu er mjög hentugt. Hægt er að fá sér banana á milli mála og einnig er hægt að gera þá gómsætari með því að setja þá á grillið. Þessa vikuna býður Gestgjafinn upp á girnilega uppskrift fyrir grill- aða banana. Góð uppskrift sem hentar vel í útileguna. Beikon og egg í dulargervi „Mér þykir beikon og egg sérstaklega góður matur, en nú á þessum heilsumeðvituðu tímum getur maður ekki leyft sér að borða það of oft. Þess vegna er ég hrifinn af því að elda Quiche Lorraine eða Lorraine-böku, því að það er leið til að dulbúa beikon- og eggát. Þar að auki er bakan ekki síður góð daginn eftir sem hentar vel fyrir stórhuga menn sem elda allt of mikið hverju sinni,“ segir Yngvi Örn Kristinsson, matgæðingur vikunnar. böKudeig. Ég nota bökudeig (tærtedej) frá Wewalka sem fæst í nóatúni n 4–5 egg n 400 ml matreiðslurjómi n Handfylli af rifnum osti, ekki er verra að bragðbæta ostinn með smávegis af rifnum parmesanosti n 2 handfyllir af beikoni eða skinku eða blanda af hvoru tveggja, niðurskorið. n 1–2 msk. af ólífuolíu n 1 tsk. timjan helst ferskt en þurrkað virkar líka. matreiðsla Kveikja á bakaraofninum og stillt á 200 gráður. Opna rauðvínsflösku og láta hana anda. skynsamlegt getur verið að smakka rauðvínið á meðan á eldamennskunni stendur. n eggin hrærð og rjóma og osti bætt út í. n beikon eða skinka steikt á pönnu. n bökudeig sett í hringlaga eldfast mót og látið þekja botn og barma. mátulegt að er að eldfasta mótið sé um það bil 3 cm djúpt og 25 cm í þvermál. nauðsynlegt er að smyrja eldfasta mótið með feiti áður en deigið er sett í það. n timjan blandað við ólífuolíuna. eggjahrærunni með ostinum er hellt í eldfasta mótið og beikoninu og skinkunni bætt við og dreift um eggjahræruna. að lokum er ólífuolíunni með timjaninu dreift yfir bökuna. Þá er bakan tilbúin í ofninn. bökunatími er um 35 til 40 mínútur eða þangað til bakan er búin að lyfta sér vel og orðin gullinbrún að ofan. gott er að láta bökuna kólna í nokkrar mínútur áður en hún er borðuð. salti og pipar bætir hver og einn við að smekk við borðhaldið. bakan er góð með salati og alls ekki spillir að hafa gott rauðvín með. Þá er ekki verra að hafa franskt langbrauð við höndina líka. „Ég skora á hann Arthur Bogason að verða næsti matgæðingur.“ M atg æð ing ur inn umsjón: sigríður björk bragadóttir. mynd: Karl Peterson Flottheit í útilegunni fyrir þá sem vilja vera flottir á því í útileg- unni og nenna smá undirbúningi er lítið mál að fylla kjúklingabringur og pakka í álpappír. búa svo til álpappírsumslög og setja inn í þau sveppi, smá smjör og ferskar kryddjurtir og loka þeim alveg þétt, þá blásast þau upp á grillinu og innihaldið gufusteikist. flott máltíð sem smakkast alveg dásamlega. Í boði GestGjafans fyrir 4 n 50-60 g makkarónukökur muldar gróft n 2 msk. möndluflögur n 3 msk. smjör brætt n 40-50 g súkkulaði saxað n 4 bananar skornir eftir endilöngu n 2 msk. olía blandið makkarónukökum, möndluflögum, smjöri og súkkulaði saman í skál. Penslið bananakjötið með olíu og grillið smástund með sárið niður. snúið honum við og látið bakast svolitla stund á grillinu. skiptið möndlumuln- ingnum á milli banananna, lokið grillinu smástund svo mulningurinn bakist aðeins. berið fram með þeyttum rjóma eða sýrðum rjóma bragðbættum með vanillu og smávegis af sykri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.