Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 60
föstudagur 1. ágúst 200860 Ferðir DV Á ferðinni Meira í dag en í gær... Þeir sem ætla í útilegu en sneiða fram hjá útihátíðunum ættu að íhuga að taka ferðabækur með í bílinn. ferðahandbók- in sýnir okkur hvar er best að stoppa til að borða nesti, hvar áhugaverða staði er að finna og hvaða bæir eru komnir í eyði. Þannig lærum við meira í dag en í gær. umsjón: ásgeir jónsson asgeir@dv.is Húsbílar á flakki um landið Flakkarar, félag húsbílaeigenda, skipuleggja fimm til sex ferðir yfir sumartímann. Í fé- laginu eru hátt í sjö hundruð manns og er mikil gleði þegar hópurinn hittist. „Húsbílalífið er alveg frábært. Við fórum í stóra ferð í byrjun júlí og það voru á bilinu fimmtíu til sjötíu bílar,“ segir Anna Guðrún Jóhannsdóttir, formaður Flakkara sem er félag húsbílaeigenda. „Við fórum á flakk um Austfirði. Á ein- um tímapunkti var megnið af lið- inu uppi á Egilsstöðum en nokkrir bílar fóru á Borgarfjörð eystri.“ Fimm til sex ferðir á sumrin Flakkarar, eins og þeir sem eru í félagi húsbílaeigenda kalla sig, hitt- ast oft yfir sumartímann hvort sem það er í skipulögðum ferðum eða að fólk lætur vita af ferðum sínum um landið og hittist eftir því. Í byrj- un hvers árs eru skipulagðar fimm til sex ferðir sem allir reyna að hitt- ast í. Þegar ferðir eru ákveðnar eru valdir staðir til að hittast á og það er fyrirfram ákveðið hvar á að gista. „Við hittumst alltaf á einhverjum vissum stað en það er ekki keyrt í halarófu eða neitt svoleiðis,“ segir Anna Guðrún, „fólk kemur sér bara á staðinn.“ „Við byrjum svona snemma því það þarf að finna tjaldsvæði sem tekur svona marga bíla og finna húsnæði. Þegar við förum í lang- ar ferðir reynum við að finna hús- næði minnst á tveimur stöðum,“ segir Anna Guðrún. „Þegar við erum með húsnæði förum við inn og spilum félagsvist eða bingó um kvöldið. Einnig eru nokkrir sem kunna á nikkur og þá er spilað, sungið og dansað.“ engin aldursskilyrði Í félagi húsbílaeigenda eru um þrjú hundruð og fjörutíu núm- er skráð, og um sex hundruð og fimmtíu til sjö hundruð manns skráðir í félagið. „Bílarnir eru ekki allir eins, það er eiginlega bara allur gangur á því. Sumir eru enn á gömlum rúgbrauðum og aðr- ir komnir á mjög flotta bíla,“ seg- ir Anna Guðrún, „en flestir bílarn- ir eru bara temmilegir. Minn bíll er 6,5 metrar á lengd og er það fín stærð.“ Þeir sem eru í Flökkurum eru flestallir komnir á miðjan aldur. „Það þarf ekki að uppfylla nein ald- ursskilyrði til að komast í félagið, hér eru allir jafnir. Aldursdreifingin er frá fjörutíu ára upp í áttatíu ára, en flestir eru á bilinu fjörutíu til sextíu ára,“ segir Anna Guðrún. Veiðiferð á Vopnafjörð Næsta skipulagða ferðin sem Flakkarar ætla í er nú um miðj- an ágúst. „Við ætlum að fara í svokallaða veiðiferð til Vopna- fjarðar. Þá erum við með svæði út af fyrir okkur og erum búin að fá veiðileyfi fyrir þá sem vilja,“ segir Anna Guðrún. „Svo um kvöldið er yfirleitt mikil gleði, spilað og sungið.“ Árgjaldið í félagi húbílaeig- enda er þrjú þúsund krónur . „Þegar við erum að fara í stór- um hópum reynum við oftast að semja um afslætti á þeim stað sem við förum en stundum borg- ar félagið eitthvað niður í ferð- inni,“ segir Anna Guðrún. „Svo er ein ferð á ári sem er félögum alveg að kostnaðarlausu en það er svo- kölluð berjaferð. Í síðustu skipu- lögðu ferðinni er fundur og svo um kvöldið er árshátíðin. Það er oftast mesta skemmtunin yfir sumartím- ann. Allir glaðir og ánægðir eft- ir sumartímann og spenntir fyrir næsta sumri.“ Myndi Carrie Bradshaw versla í H&M? fimm dóu í umferðinni. Í gauta- borg voru tveir skotnir og í malmö einn. 60 manns handteknir á öland og fimm nauðganir kærðar. Lögreglan segir að þetta hafi verið róleg jónsmessunótt í ár. á meðan svíar fagna nótt ásta með hætti sem er þeim einum (og finnum) lagið heldur sex and the City-æðið áfram að heltaka þann hluta heimsins sem verslar af ástríðu fremur en nauðsyn. Ég veit ekki hvað Carrie Bradshaw myndi segja um H&m-búðirnar á dronninggatan í stokkhólmi. danir eru hins vegar vissir um að hún myndi kunna vel við sig í Köben. á ferðamannasíðunni alt om Köbenhavn er einmitt hægt að sjá hvar ungfrú Bradshaw (eða frú Big?) myndi líklega versla og skemmta sér þar í borg (aok.dk/ shopping/guide/hvis-carrie-var- koebenhavner). Það er þó ólíklegt að manneskj- an, sem þoldi ekki nokkurra daga dvöl i París með útsýni yfir eiffelturninn, myndi endast lengi í kóngsins Köben. Líklega er hún best geymd á manhattan og í new York er boðið upp á ferðir um helstu söguslóðir þáttanna. en ef Carrie yrði af einhverjum ástæðum innlyksa á norðurlöndunum myndi hún líklega kunna best við sig í noregi. norðmenn eiga nú norðurlanda- met í milljónamæringum, í dollurum (man einhver eftir dollaranum?) talið. Þeir eru nú með 62.000 milljónamæringa, heilan Hafnarfjörð og Kópavog og mosfellsbæ samanlagt af litlum og stórum Bjöggum. Íslendingar verða að fara að taka sig á. noregur er eina norður- landaþjóðin sem fólki fer enn fjölgandi en ef til vill hefur milljónamæringum hér eitthvað fækkað upp á síðkastið. svíar þurfa líka að fara að herða sig. Volvo og saab og járngrýtið og ericson og abba hafa ekki gefið þeim nema um 50.000 milljóna- mæringa samanlagt. ekki að það hafi nein áhrif á vinsældir sex and the City-myndarinnar. Hvar sem kona kaupir skó eða handtösku sem hún þarf ekki raunverulega á að halda svífur andi Carrie yfir vötnum. Hugrakk- ur eða hugsanlega heimskur sænskur kvikmyndagagnrýnandi sagði nýlega að ef að konum fyndist sex and the City-myndin skemmtileg ættu þær skilið að fá helmingi minni laun fyrir sömu störf. Líklega þyrfti hann í svona búr fyrir kafara sem skoða hákarlatorfur ef hann segði það sama hér á Íslandi. sex and the City-myndin var ekki góð. Þættirnir voru hins vegar mjög skemmtilegir. Þar var gert grín að kaupæði Carrie. Í myndinni er hins vegar ekkert fundið athugavert við það. svo mikið hefur heiminum hrakað á aðeins einum áratug. Valur gunnarsson er skrifar frá Svíþjóð myndir magnús árnason Fullt af húsbílum Þegar flakkarar hittast á einum stað er það alveg stórfengleg sjón. gaman að sjá marga eins bíla á einum stað. í góðu veðri Hér sitja nokkrir félagar saman á spjalli eftir góðan dag. gleði á kvöldin á kvöldin getur myndast góð stemning því nokkrir kunna að spila á harmonikku og þá er spilað og sungið langt fram eftir. Árshátíð síðasti skipulagði hittingurinn endar á árshátíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.