Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Síða 25
Einn besti leikmaður Íslandsmóts- ins í handknattleik í fyrra, Anna Úr- súla Guðmundssdóttir, er gengin til liðs við Íslandsmeistara Stjörnunn- ar í Garðabæ, frá Gróttu á Seltjarn- arnesi. Anna verður lánuð til Stjörn- unnar í eitt ár en Grótta hafnaði tilboði frá Stjörnunni og Fram upp á 800 þúsund krónur áður en samn- ingar náðust um að Anna gengi til liðs við Stjörnuna á láni. Niðurstaðan var lán Málið hefur átt sér nokkurn að- draganda en Anna hafði hug á því að breyta um umhverfi strax eftir tímabilið í fyrra. Unnur Teitsdótt- ir, formaður handknattleiksdeild- ar Gróttu, segist ánægð með lend- inguna í málinu. „Hún er leigð til Stjörnunnar út þetta tímabil. Þetta er samkomulag sem við komumst að og allir aðillar eru sammála um þessa niðurstöðu,“ segir Unnur, en Anna á tvö ár eftir af samningi sín- um við Gróttu sem rennur út árið 2010. „Hún (Anna) er sátt og þá eru allir sáttir. Hún er búin að vera lengi hjá okkur og vildi skipta um um- hverfi. Auðvitað hefðum við viljað hafa hana þar sem hún er hörku- leikmaður. Hún vildi sjálf vera leigð en ekki keypt og við tökum eitt tíma- bil fyrir í einu,“ sagði Unnur. Erlend lið báru víurnar í Önnu síðastliðinn vetur eftir góða frammi- stöðu með íslenska landsliðinu, en ekkert varð úr því að hún færi út. Nú jafnar hún sig á aðgerð sem hún fór í eftir tímabilið. Mótvægi við náttúruhamfarir Ragnar Hermannsson þjálfari Stjörnunnar er virkilega ánægður með að fá Önnu til liðs við félagið en hún mætti á sína fyrstu æfingu síðstliðinn mánudag. „Við þurftum virkilega á þessu að halda þar sem tveir leikmanna okkar lentu í nátt- úruhamförum (Anna Blöndal og Ásta Agnarsdóttir) og urðu óléttar. Að auki fór Rakel Dögg til Danmerk- ur og því misstum við marga af okk- ar eldri leikmönnum frá síðasta tímabili,“ segir Ragnar. Hann segir Önnu styrkja liðið mikið. „Miðað við íslenskan leik- mann er hún hávaxin, líkamlega sterk og góður varnarmaður. Hún hefur einnig góða kosti í sókninni en er fyrst og fremst viðurkenndur varnarjaxl. Eins hjálpar þetta yngri stelpum að þroskast þegar þær fá að spila með svo leikreyndum leik- manni,“ segir Ragnar. Hann býst ekki við því að liðið bæti við sig fleiri leikmönnum. „Við ákváðum það strax að við vildum fá leikmenn sem kæmu til með að styrkja liðið. Við erum með marg- ar ungar stúlkur sem við ætlum að halda áfram að þroska,“ segir Ragn- ar en ekki náðist í Önnu við gerð fréttarinnar. Miðvikudagur 27. Ágúst 2008 25Sport Sport HSÍ fær fiMMtÍu MilljóNir Handknattleikssam-band Íslands fær fimmtíu milljóna styrk frá ríkisstjórn Íslands en menntamálaráðherra kom fram með styrktartillöguna á ríkisstjórnarfundi. Ákveðið var að styrkja sambandið vegna frábærrar frammi-stöðu íslenska karlalandsliðsins á Ólympíuleik-unum en íslensku ólympíufararnir koma heim á í dag. Í dag gefst Íslendingum svo kostur á að hylla landsliðið sem fer í opinni rútu niður skóla-vörðuholt og niður að arnarhóli. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Stjörnunnar í handknattleik. Grótta hafnaði 800 þúsund króna tilboði frá Fram og Stjörnunni, en úr varð að Anna fór á láni til Garðbæinga. AnnA ÚrsÚlA í stjörnunA Enginn annar en Fídel Kastró fyrr- verandi Kúbuforseti gaf út yfirlýsingu til stuðnings tækvondó-manninum Angel Matos. Matos var dæmdur úr keppni í bronsverðlaunabardaga á Ólympíuleikunum eftir að hann var lengur en eina mínútu að jafna sig á smávægilegum meiðslum eftir spark í keppninni. Í kjölfarið spark- aði hann í andlit sænsks dómara og sauma þurfti í vör hans til að gera að meiðslunum. Matos var 3-2 yfir í leiknum þeg- ar atvikið átti sér stað og gjörsam- lega missti stjórn á skapi sínu með fyrrgreindum afleiðingum. Matos var dæmdur í lífstíðarbann frá tæk- vondó-keppnum. Kastró sagði kúbversku þjóðina standa við bakið á Matos og þjálfar- anum Leudis Gonzales. Hann tel- ur að um svik hafi verið að ræða og trúir orðum Matos sem segist gruna að brögð hafi verið í tafli þar sem menn tengdir hinum kasakstanska andstæðingi hans hafi reynt að múta honum. „Þeir reyndu að múta þjálf- ara hans,“ skrifaði Kastró í blaða- grein. „Hann gat ekki haldið aftur af sér,“ sagði Kastró um Matos. Kúbverj- ar eru vanir að vinna til fjölda verð- launa í bardagaíþróttum en þurftu að sætta sig við tvö gull að þessu sinni samanborið við níu í Aþenu fyrir fjórum árum. Kastró segir mafíu þar að baki. „Ég varð tvívegis vitni að því að hvernig dómararnir stálu sigr- inum frá kúbverskum keppendum í undanúrslitum,“ skrifaði Kastró. „Kúbverjar hafa aldrei mútað íþróttamönnum eða dómara,“ sagði hinn aldni fyrrverandi leiðtogi um leið og hann tilkynnti að íþrótta- menn landsins þyrftu nú þegar að hefja undirbúning fyrir næstu leika í London, árið 2012. „Þar verður evrópsk kúgun, spilltir dómarar og æra og vöðvar munu ganga kaup- um og sölum. Auk þess munum við þurfa að glíma við kynþáttafordóma,“ spáði Kastró í grein sinni í kúbversku dagblaði. vidar@dv.is fídel Kastró fyrrverandi Kúbuforseti ver íþróttamann sem réðst á dómara: Kastró ver hegðun íþróttamanns frAMArAr fá MArKvörð kvennalið Fram í handknattleik er búið að tryggja sér annan markvörð fyrir næsta tímabil. rúmenska stúlkan gabriela Cristescu mun leika með liðinu en hún var áður á mála hjá FH og lék með liðinu í fyrra. Einar Jónsson þjálfari Fram er sáttur við að fá hana til liðs við félagið. „Ég vona að hún eigi eftir að reynast okkur vel og henni takist að fylla upp í það skarð sem Cristina skildi eftir sig. við erum einnig búin að fá sunnevu til okkar, ég geri miklar væntingar til þeirra beggja,“ segir Einar. Cristescu er 27 ára gömul. Þá hafa Framarar einnig fengið til liðs við sig Elísu viðarsdótt- ur en hún er systir Margrétar Láru viðarsdóttur knattspyrnukonu. vidar@dv.is rierA á leið til liverpool albert riera leikmaður Espanyol er við það að ganga til liðs við Liverpool ef marka má spænska blaðið Marca. riera fékk að velja á milli nágrannalið- anna Liverpool og Everton og ákvað að velja þá rauðklæddu. kaupverðið er talið á milli 8 og 12 milljónir punda en riera hefur að mestu leikið sem vinstri kantmaður. Hann þykir hafa nef fyrir því að leggja upp mörk fyrir samherja sína. riera er 26 ára en talið er að hann muni skrifa undir fjögurra ára samning við Liverpool. vidar@dv.is ferdiNANd til SuNderlANd anton Ferdinand varnarmaður West Ham er á leið til sunderland en leikmaðurinn var í læknisskoðun hjá félaginu í gær en fastlega er búist við því að formlega verði gengið frá félagaskiptunum í dag. Ferdinand hefur ekki spilað með West Ham í síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla í læri, en kaupverðið er um 8 milljónir punda. alan Curbishley staðfesti um helgina að tilboð sunderland hefði verið samþykkt sökum þess hve tregur Ferdinand var að skrifa undir nýjan samning við West Ham. vidar@dv.is viðAr GuðjóNSSoN blaðamaður skrifar: vidar@dv.is Anna Úrsúla Guðmundsdóttir Er á leið í stjörnuna. ekkert óviðkomandi Fídel kastró tjáir sig um uppákomu angels Matos.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.