Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1958, Qupperneq 21
Iðnaðarskýrslur 1953
19
Kostnaður við fasteignir, vélar og áhöld, leigutekjur af fasteignum. Upphaflega
var ætlunin að birta sérstakar tölur fyrir fasteignir og sérstakar fyrir vélar og
áhöld, en frá því var horfið, einkum vegna þess, hve erfitt reyndist að fá sundur-
liðaðar tölur um vátryggingaiðgjöld og viðhald.
Afskriftir eru færðar eftir bókum fyrirtældsins og því reiknaðar af kaupverði
eða kostnaðarverði, nema um sé að ræða hús önnur en verksmiðjubyggingar, þá
er afskriftin reiknuð af fasteignamati. Þær tölur gefa eðlilega að ýmsu leyti ranga
og ófullkomna mynd af þessum kostnaði fyrirtækja, svo sem alkunna er, en hins
vegar er mjög erfitt að bæta úr því. Kemur þar bæði til álita ákvörðun liundraðs-
hlutatölu afskriftarinnar og mat fjármunarins, sem afskrifaður er.
Með opinherum gjöldum af fasteignum er átt við fasteignagjöld (þ. á m. lóða-
leigu) til bæjaryfirvalda, fasteignaskatt til ríkisins og brunatryggingagjald. Lóða-
leiga til einkaaðila og kostnaður við rekstur bifreiða er hvort tveggja talið í „öðrum
gjöldum“.
Sérstök ástæða er til að vekja athygli á því, að vörubirgðir eru oft tryggðar
með vélum og áhöldum. Þess vegna verður að taka töluna um vátryggingaiðgjöldin
með nokkurri varúð, þótt reynt hafi verið eftir föngum að lagfæra þetta.
Enda þótt fasteignir, vélar eða áhöld hafi verið notað jafnhliða til annarrar
starfsemi en iðnaðar, er allur kostnaður við rekstur þeirra talinn með, enda eru
leigutekjur af þeim taldar til tekna.
Meðal „annarra gjalda“ (dálkar 13—18 í töflu XI) kennir margra grasa, en
sundurliðun þeirra er mjög misjöfn hjá einstökum fyrirtækjum. Áður en skýrslu-
eyðublaðið 1953 var sent til iðnaðarfyrirtækja, fór fram könnun á reikningum
þeirra undanfarin ár og á grundvelli hennar var sundurgreining „annarra gjalda“
ekki ákveðin meiri en svo, að hvert fyrirtæki hefði hana á takteinum. Vitaskuld
mætti gera miklu ýtarlegri sundurliðun á gjöldum margra fyrirtækja og iðnaðar-
greina, en litið á iðnaðinn sem heild, mundi það reynast torvelt og tímafrekt.
Aðrir orkugjafar en rafmagn eru þessir helztir: kol, koks, olía, bensín (bensín
á bifreiðar ekki talið með orkugjöfum, heldur með öðrum rekstrarkostnaði bifreiða
í 17. dálki í töflu XI), heitt vatn o. fl. til uppliitunar og ljósa og sem aflgjafi véla.
Nolckur brögð voru að því, að „aðrir orkugjafar“ væru vantaldir á skýrslunum,
og varð þá að grípa til áætlana.
Hjá nokkrum fyrirtækjum er vélaleiga talin með í „húsaleigu greiddri öðrumíl,
þar sem það kemur fyrir, að leigðu húsnæði fylgir vélakostur.
„Önnur gjöldil (dálkur 17 í töflu XI) verða ekki talin upp á tæmandi hátt.
Þar er m. a. færður bifreiðakostnaður og akstur, símakostnaður og burðargjöld,
slysatryggingaiðgjöld, pappírs-, prentunar- og ritfangakostnaður, endurskoðun og
stjórnarlaun, eignarskattur, lóðaleiga til einkaaðila, auglýsingakostnaður og ræst-
ingarkostnaður o. fl. algengir liðir. I einstökum greinum bætast svo við mjög stórir
liðir, sem eru bundnir við greinina, og sérstök ástæða er til að vekja athygli á
miklum kostnaði útflutningsfyrirtækja (t. d. frystihúsa, mjöl- og lýsisvinnslu-
stöðva) í þessu sambandi. Yfirleitt er söluverð afurðanna, sem fært er til tekna
hjá þeim, fob-verð, en kostnaður við að koma því um borð í skipin talinn til gjalda,
og þá er oft mikill aksturs- og útskipunarkostnaður, sem færður er, ásamt útflutn-
ingsgjöldum, sem „önnur gjöld“ í 17. dálk töflu XI. Þegar fyrirtæki selja ekki
um hendur sölusamtaka eða sjálfstæðra útflytjenda, heldur flytja afurðirnar út
sjálf, er oft um cif-sölur að ræða, og þá bætast aðrir liðir í „önnur gjöld“, þ. e. a. s.
einkum vátrygging og flutningsgjald til erlendrar liafnar. Að þessu leyti er söluverð-
mætið hjá þessum útflutningsfyrirtækjum, og þá um leið gjöldin, ekki fyllilega