Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Qupperneq 14
fimmtudagur 25. september 200814 Vesturland Met í Langá Svo virðist sem veiði í hinni gjöfulu laxveiðiá Langá á Mýrum hafi snarlega stopp- að skömmu áður en þrjúþús- andasti lax sumarsins kemur á land, að því er vefurinn langa. is greinir frá. Miklar rigningar hafa aukið vatnið í ánni mikið og í vikunni var áin súkkulaðibrún á lit sökum mikils aurs. Síðasta sumar Ingva Hrafns sem leigu- taki á Langá hefur þó verið mjög gjöfult. Búist er við að 2970 laxar komi á land í sumar sem er met í ánni. Gamla metið var árið 1978 þegar 2405 laxar komu á land. Þyrla Landhelgisgæslunnar vinnur við það að flytja gríðarþung stoðvirki fyrir snjóflóðavarnir upp í hlíðina fyrir ofan heilsugæslustöðina í Ólafsvík. Verkefnið kostar tvö hundruð milljónir og lýkur í haust. Lokaáfanginn verður svo uppgræðsla á fjallshlíðinni eftir að framkvæmdum lýkur. „Hér er verið að setja upp heljar- innar mikið stoðvirki fyrir snjóflóða- varnir í brekkunni fyrir ofan heilsu- gæsluna í Ólafsvík,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Landhelgisgæslan hefur tekið að sér að flytja stoðvirkin upp í fjallshlíðina, þar sem aðrar þyrlur á landinu eru ekki nægilega stórar. „Þessar snjóflóðavarnir eru til komnar vegna þessa að árið 1995 komu hér niður smá spýjur sem brutu gluggana í heilsugæslustöð- inni. Þetta var um svipað leyti og stóra flóðið féll á Súðavík. Í kjölfar- ið var farið yfir helstu hættusvæði á landinu og dregið upp hvar þyrfti að setja sérstakar varnir. Í sumum til- vikum voru hús vitanlega úrskurð- uð óíbúðarhæf, en svo fór þó bless- unarlega ekki hér,“ heldur Kristinn áfram. Örlítið neðar í brekkunni eru svo íbúðablokkir. Flóðahætta eykst sérstaklega þegar krapi hleðst upp í fjallinu með miklum þynglsum. Uppgræðsla í hlíðinni Áætlað er að framkvæmdinni ljúki nú í haust. Þá verði öll stoðvirkin komin upp í hlíðina. Áður hafði girð- ingum verið komið upp í hlíðinni til varnar flóðum. „Sú framkvæmd var hins vegar barn síns tíma og er ekki talin veita næga vernd.“ Áætlað er að öll framkvæmdin kosti rétt um tvö hundruð milljónir króna, þegar allt er talið. Ríkið hef- ur séð um að leita tilboða í verkið fyrir hönd Snæfellsbæjar. „Kostnað- arskiptingin er svo þannig að Snæ- fellsbær greiðir tíu prósent af kostn- aðinum. Ofanflóðasjóður sér svo um að greiða níutíu prósent, rétt eins og gildir um önnur verk af þessu tagi,“ segir Kristinn. Lokaáfangi verkefnisins liggur svo í því að græða upp hlíðina. „Það eru ekki allir bæjarbúar jafn hrifnir af þessu róti í fjallinu, ekki síst vegna þess að hér upplifir fólk ekki mikla hættu af snjóflóðum.“ Nýtt hjúkrunarheimili Í Ólafsvík stendur einnig fyr- ir dyrum að reisa nýtt hjúkrunar- heimili, sem staðsett verður í næsta nágrenni við dvalarheimili aldraðra sem fyrir er. Staðsetningin verður við hlið gamla pakkhússins í miðjum bænum. „Það er nýlega búið að taka fyrstu skóflustunguna að 1.100 fer- metra húsi þar sem verða tólf hjúkr- unarrými. Hver einstaklingur mun hafa þrjátíu fermetra rými.“ Hönnun nýja hússins tekur mið af útliti gamla pakkhússins sem stend- ur við hliðina. „Við höfum haft það að leiðarljósi að þetta nýja hús muni passa vel inn í umhverfið og götu- myndina. Við reynum að hafa arkí- tektúrinn í lagi hérna. Þegar erum við með kirkju og íþróttahús, sem almennt þykja mjög vel heppnaðar byggingar og við trúum því að svo verði einnig með nýja dvalarheimil- ið,“ segir Kristinn. Reiknað er með að hjúkrunarheimilið kosti 350 milljón- ir. „Þar sér ríkið um að greiða 85 pró- sent og sveitarfélagið fimmtán.“ Nýjar snjóflóðavarnir ein af þyrlum Landhelgisgæsl- unnar er notuð til þess að flytja stoðvirkin upp í hlíðina. Hjúkrunarheimili Nýtt 1.100 fermetra hjúkrunarheimili mun rísa við hlið gamla pakkhússins í Ólafsvík. Hjúkrunarheimilið verður í stíl við pakkhúsið. Bílar & Dekk ehf. Akursbraut 11 S: 578 2525 Bæjarstjórinn Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í snæfellsbæ. Eingetið folald? Vefurinn kjos.is, greinir frá því að hin tuttugu vetra hryssa Sunna frá Valdastöð- um í Kjós, hafi komið öllum á óvart þegar hún tók upp á því að kasta afkvæmi eina nóttina fyrir skömmu. Engar ráðstaf- anir höfðu verið gerðar að fyl gæti verið í kviði og er ekki vitað hvernig folaldið kom undir. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist á svæðinu og grunar bændur á svæðinu að gamla hryssan hafi náð sam- bandi við ungfola úr nágrenninu. Fundaröð sveitarfélaga Samtök sveitarfélaga á Vest- urlandi ásamt Vaxtarsamningi Vesturlands hafa boðað til funda í næstu viku á sex stöðum á Vesturlandi. Á fundunum verða kynntar niðurstöður skýrslu sem samtökin létu vinna um mögu- leika og tækifæri Vesturlands til þátttöku í svæðasamstarfi í Evrópu. Einnig verða verkefni Vaxtarsamnings kynnt. Frum- mælendur verða þeir Reinhard Reynisson, höfundur skýrslunn- ar, og Torfi Jóhannesson, verk- efnisstjóri Vaxtarsamningsins. Skessuhorn.is, greindi frá. Snjóflóða- varnir í Ól fsvík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.