Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Qupperneq 62
fimmtudagur 25. september 200862 Vesturland Golfparadís að Hamri Steinsnar frá Borgarnesi er einn af skemmtilegustu golfvöllum landsins. Hamarsvöllur Golfklúbbs Borgarness er nýlegur 18 holu golfvöllur og sá eini á landinu sem býður upp á hótel á miðjum velli. Golfklúbbur Borgarness (GB) var stofnaður 21. september 1973 og voru stofnfélagar þrettán talsins. Tæp- um tveimur árum seinna var klúbb- num úthlutað landi í Hamarslandi og hófst þá mikil uppbygging sem hald- ið hefur áfram óslitið síðan og náði hámarki í fyrra þegar sex nýjar hol- ur voru kláraðar og Hamarsvöllur þar með orðinn fullgildur 18 holu keppn- isvöllur. Miklum áfanga var náð og var formleg opnun vallarins 23. júní 2007. Uppbygging heimamanna Eins og víðast hvar hjá minni golf- klúbbum er það dugnaður og elja fé- lagsmanna sjálfra sem skiptir sköp- um. Hjá GB var það fyrst og fremst sjálfboðavinna meðlima sem hélt uppbyggingunni gangandi öll þessi ár. Félagsmenn GB hafa efni á því að vera stoltir yfir verki sínu því Hamar- svöllur er með skemmtilegri golfvöll- um heim að sækja. Í dag telst völlurinn að Hamri til betri 18 holu golfvalla landsins þrátt fyrir ungan aldur. Reikna má með því að völlurinn verði svo enn betri og fallegri með árunum þegar umhverfi vallarins jafnar sig og þau fjögur þús- und tré, sem gróðursett hafa verið á vellinum, vaxa úr grasi. Golf og gisting Árið 2005 var opnað 30 herbergja hótel á sjálfum Hamarsvellinum. Hótelið sem er rétt hjá klúbbhúsinu er allt hið glæsilegasta og stendur til að stækka gistirýmið um helming í nánustu framtíð. Þessi aðstaða gerir Hamarsvöll einstakan á landinu. Það má því segja að hjá Golfklúbbi Borg- arness sé eina „golf resort“ Íslands en það fyrirkomulag, hótel á golfvöll- um, þekkja allflestir kylfingar sem fara í golfferðir á erlenda grund. Það er því kannski tilvalið nú á síðustu og verstu tímum að leita ekki langt yfir skammt þegar kemur að golfferð- um. Þetta golfsvæði er tilvalið fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki sem og aðra hópa að nýta sér gisting- una á þessu glæsilega hóteli um leið og fólk nýtur þess að glíma við golf- völlinn að Hamri. Sumarið gott í ár DV náði tali af Jóhannesi Ár- mannssyni, framkvæmdastjóra GB, og spurði hann út í starfsemina. „Sumarið er búið að vera mjög gott hjá okkur á Hamarsvelli. Vertíðin byrjar í maí en lognast svo að mestu út af þegar skólarnir byrja. Eftir það fáum við aðallega hópa og fyrirtæki til okkar. Við héldum fjölmörg mót í sumar, meðal annars Kaupþingsmót LEK og 3. deildar sveitakeppni GSÍ. Við vorum með SPM-mótaröðina í sumar sem var vel sótt og fjölmörg önnur innanfélags- og opin mót.“ Vinsæll hjá borgarbúum Jóhannes segir klúbbinn treysta á heimsóknir kylfinga utan klúbbs- ins. „Við erum um 190 meðlimir í dag, sem telst ekki mikið en við fáum miklu fleiri á völlinn en sú tala seg- ir til um. Völlurinn fær mikla traffík frá höfuðborgarsvæðinu þar sem við erum með nokkra samstarfssamn- inga við klúbba þar sem tryggja kylf- ingum sérkjör hjá okkur. Stækkun vallarins í 18 holur hefur síðan aukið aðsókn að honum. Framtíðin björt Spurður um framtíðina segir Jó- hannes að unnið verði af krafti í vet- ur að ýmsum endurbótum á vellin- um. „Við ætlum að stækka alla teiga á vellinum og vinna í að klára tjarn- ir sem við höfum verið að útbúa á vellinum. Þetta verða aðalverkefnin en stefnt er að því að Hamarsvöllur verði þekktur sem skógar- og tjarna- völlur í framtíðinni. Miðað við hvað völlurinn er ungur er hann mjög góður og eftir um það bil 2 ár verður hann orðinn eins og við viljum hafa hann,“ segir Jóhannes að lokum. Allir velkomnir Í faðmi fegurðar Borgarfjarðar finnur golfáhugamaðurinn allt til alls til ástundunar íþróttarinnar, hvort heldur þeir kjósa að taka þátt í einu af opnu mótunum sem haldin eru á sumrin í GB og notfæra sér í leið- inni gistinguna á Hótel Hamri, eða hreinlega vilja taka sér hlé frá amstri dagsins og njóta 18 holu golfhrings í sveitasælunni að Hamri gegn vægu vallargjaldi. Slíkt er tilvalið fyrir sum- arbústaðafólk í nágrenninu sem ætlar sér að verja einhverjum hluta sumarsins í Borgarfirði. Framtíðin virðist björt fyrir golfá- hugamenn í Borgarnesi og nágrenni. swaage@dv.is Réttu tökin Kristvin bjarnason, pga-golfkennari, leiðbeinir nemanda. Víða fagurt að Hamri gott útsýni er frá klúbbhúsinu í allar áttir. Einstök hola 16. flötin er alveg umlukin vatni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.