Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Blaðsíða 42
„Það er alls ekki óraunhæft mark- mið,“ segir Róbert Arnar Stefáns- son hjá Umhverfisstofu Vesturlands um það hvort Ísland allt gæti fengið gæðastimpil ástralska fyrirtækisins Green Globe. Sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi og Þjóðgarðurinn Snæ- fellsjökull voru fyrsta svæði í Evrópu til að fá gæðastimpil í sumar og hafa fleiri sveitarfélög nú fylgt þeirra for- dæmi. „Þú þarft ekki að vera full- kominn til að fá þennan stimpil.“ Grænn gæðastimpill Green Globe eru áströlsk vottun- arsamtök sem hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og eru nú orð- in þekktur alþjóðlegur gæðastimpill. „Samtökin byggja hugmyndafræði sína á Rio-ráðstefnunni um sjálfbæra þróun,“ segir Róbert en upphaflega vottuðu samtökin ferðaþjónustu- aðila. Green Globe var stofnað með stuðningi Alþjóðaferðamálaráðsins og Alþjóðaferðamálasamtakanna árið 1994 og vottar nú tæplega þrjá- tíu mismunandi greinar ferðaþjón- ustunnar „Þau þróuðu síðan staðla fyrir samfélög en Green Globe eru einu vottunarsamtökin í heiminum sem votta samfélög.“ Það er sá vottur sem sveitarfélögin á Snæfellsnesi hlutu við hátíðlega athöfn í sumar. Þar voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, og Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, mættir ásamt fulltrúum sveitarfélaganna og Green Globe. „Sjálfbær þróun þýðir í stuttu máli bara að skila jörðinni til komandi kynslóða í sama eða betra ástandi en þegar við fengum hana í hendurn- ar,“ útskýrir Róbert. „Sem sagt að við skiljum sem minnst spor eftir okkur í náttúrunni.“ Gott fyrir ferðaþjónustu Aðspurður hvaða þýðingu vottun Green Globe hefur segir Róbert hana nokkuð margþætta. „Þetta er viss gæðastimpill og gott tól fyrir ferða- þjónustu,“ bendir Róbert á. Green Globe-verkefnið hér heima kom ein- mitt fyrst til í gegnum ferðamála- ráðstefnu í Stykkishólmi árið 2002. Þá ræddi Reg Easy frá Green Globe- skrifstofunni í Englandi um hag fyrir- tækja af vottun og þau áhrif sem það hefði bæði markaðslega og fjárhags- lega á rekstur fyrirtækja. Jafnframt ræddi hann um ábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu gagnvart aðalauðlind sinni, náttúrunni. Róbert segir þetta einnig hafa mikla þýðingu fyrir fólkið á svæðinu. „Þetta hefur stuðlað að mikilli vakn- ingu hérna á svæðinu og fólk er án efa meira meðvitað um umhverfis- mál og náttúruvernd en áður.“ Róbert nefnir sem dæmi sorpá- tak Stykkishólms. „Þar er mikið átak og öll hús í bænum eru komnar með þrjár ruslatunnur. Allt sorp er því flokkað þar og skilað.“ Róbert seg- ir vakningu einnig hafa orðið í öðr- um svetafélögum. „Það eru nokkur sveitafélög komin í ferlið um að fá þennan stimpil.“ Green Globe um allt Ísland Eins og Róbert tók fram áður seg- ir hann það raunhæft markmið að allt Ísland gæti fengið gæðastimpil Green Globe. „Það er mjög raunhæft markmið. Þú þarft ekki að vera full- kominn til þess að fá þennan stimp- il,“ en Róbert segir vissa hluti þurfa vera á hreinu. „Þú þarft að sýna fram á áætlun og sýna fram á aðgerðir í þessum málum.“ Eftir að sveitarfélög hafa svo sýnt fram á þessa hluti koma vottunar- aðilar frá Green Globe og skoða að- stæður. Róbert segir stóran hluta af Green Globe-verkefninu vera að bæta alla innviði og skráningar innan stjórn- sýslunnar. „Þannig að allt sé rekj- anlegt og tölur og heimildir séu til um alla þessa hluti. Það er ákveðin gæðastjórnun í því.“ Róbert segir Green Globe vera í raun heildstæða nálgun á samfé- lagið og náttúruna. „Það er líka lögð áhersla á mannlífið og félagslega þáttinn auk náttúrunnar. Ég held að þetta sé bara bragarbót fyrir hvaða samfélag sem er,“ segir Róbert að lokum. asgeir@dv.is fimmtudagur 25. september 200842 Vesturland Grænn stimpill á allt landið Sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull voru fyrsta svæði í Evrópu til að fá gæðastimpil Green Globe. Róbert Arnar Stefánsson hjá Umhverfisstofu Vesturlands segir það raunhæft markmið að allt landið fái gæðastimpilinn góða. Green Globe Ólafur ragnar grímsson, forseti Íslands, og sturla böðvarsson, forseti alþingis, ásamt fulltrúum sveitarfélaganna og green globe. Forsetinn sáttur Ólafi leist vel á verkefnið. Fyrst í Evrópu menja von schmalensee, fyrrverandi varaformaður framkvæmdaráðs snæfellsness, límir nýja merkið á skiltið við Haffjarðará.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.