Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Blaðsíða 20
fimmtudagur 25. september 200820 Vesturland Verið velkomin í Eyja- og Miklaholtshrepp H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / hi ld ur @ dv .is Samkomulag náðist í fyrra á milli Snæfellsbæjar og Iceland Glacier Products um að félagið reisti vatns- verksmiðju á Rifi í Snæfellsbæ. Að sögn Rúnars Jóhannssonar verkefn- isstjóra urðu í kjölfarið samstarfs- örðugleikar og framkvæmdum var því frestað. Framkvæmdir hófust svo þann 4. september síðastliðinn og verksmiðjan mun að öllum líkindum taka til starfa seinni hluta næsta árs. Gert er ráð fyrir á milli 40-50 starfs- mönnum í verksmiðjunni, auk þess sem nokkrar framkvæmdir munu fylgja undirbúningi hennar. Hús- ið verður 10.500 fermetrar og vatn- ið verður að öllum líkindum selt til Kína, Bandaríkjanna, Bretlands og fleiri landa. Vatnið vörn gegn áföllum Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir mjög mikilvægt fyrir sveitarfélagið að fá slíkan iðnað þangað. „Það er mjög mikilvægt fyr- ir okkur að fá til okkar iðnað á borð við þessa vatnsverksmiðju, ekki síst vegna þess að hér er sjávarútvegur slík undirstöðuatvinnugrein að við eigum erfitt með að verja okkur gegn áföllum eins og kvótaskerðingum og gengisbreytingum,“ segir Krist- inn. Hann segir vatnsverksmiðjuna vera ígildi stóriðju fyrir íbúa Snæ- fellsbæjar. Fyrirtækið Íslind hefur undirbúið verksmiðjuna í samstarfi við innlenda og erlenda fjárfesta. Í upphaflegum áætlunum var gert ráð fyrir að byggja um 12.000 fermetra verksmiðjuhúsnæði á um 90.000 fermetra lóð. Að sögn Kristins gekk undirbúningur verkefnisins sam- kvæmt áætlun og tímasetningar hafa staðist við þau skref sem stigin hafa verið til þessa. Fjármagn frá Kanada Það er kanadískur fjárfestingar- sjóður sem gerir samning við sveit- arfélagið um verksmiðjuna. Kristinn segir sveitarstjórnina koma að samn- ingnum með því að skaffa vatnið. En vatnið verður sótt í lindir fyrir ofan Svöðufoss. „Þetta er vatn sem kemur úr jöklinum og hefur síast í gegnum hraunið hér fyrir ofan. Vatnsmagn- ið sem við leggjum verksmiðjunni til nemur um það bil tveimur pró- sentum af rennslinu í Svöðufossi í Hólmkelsá,“ segir Kristinn. Hann segir tekjur sveitarfélagsins af verk- smiðjunni fyrst og fremst felast í út- svari. En sveitarfélagið mun ekkert blanda sér í sjálfan reksturinn. „Svo má aldrei vanmeta þau áhrif sem vel rekinn vinnustaður hefur á samfé- lagið,“ segir Kristinn að lokum. Verksmiðjan rís „Nú erum við bara að steypa sökklana áður en húsið kemur. Það er stefnt að því að húsið verði klárt í ágúst á næsta ári,“ segir Rúnar Jó- hannsson verkefnisstjóri þegar DV nær tali af honum. Hann segir það mismunandi hversu margir starfs- menn vinni að uppbyggingunni en það fari eftir veðri hverju sinni. „Við erum frá því að vera svona sex upp í tólf, fjórtán,“ segir hann. Hann segir að verksmiðjan muni hafa gríðarleg áhrif á Snæfellsbæ og tekur fram að það skipti miklu máli að hafa fleiri möguleika í at- vinnuvegum svæðisins en fisk- veiðar. Rúnar segir íbúa svæðisins hafa beðið lengi eftir því að farið væri í framkvæmdir við að reisa verksmiðjuna enda hafi lengi stað- ið til að reisa hana. Þegar hann er spurður um þau lönd sum munu einna helst kaupa íslenskt vatn segir hann að vatnið muni verða selt vítt og breitt. Hann nefnir Bandaríkin, Bretland og Kína sem mjög líklega viðskiptavini. „Það er mjög mikil- vægt fyrir okkur að fá til okkar iðnað á borð við þessa vatnsverk- smiðju.“ Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu á vatnsverksmiðju á Rifi í Snæfellsbæ. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir að verksmiðjan verði mikil lyftistöng fyrir samfélagið. Fyrirtækið Íslind hefur undirbúið verk- smiðjuna í samstarfi við innlenda og erlenda fjárfesta. Vatnið verður sótt í lindir fyrir ofan Svöðufoss. Íslenska vatnið verður selt til Bretlands, Bandaríkjanna, Kína og fleiri landa. Útrás íslenska vatnsins Grunnur lagður framkvæmdir hófust þann 4. september og gert er ráð fyrir að verksmiðjan verði tilbúin í ágúst á næsta ári. Svöðufoss Vatnið kemur úr jöklinum en vatnsmagnið sem fer til verskmiðj- unnar nemur tveimur prósentum af rennslinu í svöðufossi í Hólmkelsá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.