Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 60
fimmtudagur 25. september 200860 Vesturland Halldórsdóttur og Bjarna Harðar- son. Kristín Helga Gunnarsdóttir rit- höfundur sem var núna einmitt að fá verðlaun fyrir draugasögurnar sínar kom og sagði draugasögur. Þetta var alveg rosalega skemmtilegt.“ Í lokin var þó orðið svolítið erfitt að ná öllum saman og var því tekið upp á því að gefa orðið laust. „Þá fékk fólkið í salnum að segja sögur og það var alveg frábært. Við þorðum ekki að gera það í upphafi því við treyst- um ekki á að fólkið í salnum lumaði á svona skemmtilegum sögum eins og raun var á. Þetta var alveg rosalega vel heppnað. Til dæmis var þarna full- orðin kona sem var að segja æðislega sætar sögur af barnabörnunum sín- um og ég er sannfærð um að þetta sé eitthvað sem við höldum áfram með í vetur.“ Norræn goðafræði og Íslendingasögur á Söguloftinu Í vetur verður sem áður segir nóg um að vera í Landnámssetrinu. Fyr- ir utan leiksýningarnar á Söguloftinu stendur til að halda tónleika í byrjun október með gítarleikaranum Óskari Guðjónssyni. Í desember verður svo boðið upp á nýstárlegt jólahlaðborð fyrir alla fjölskylduna sem kallast Uppáhald jólasveinanna. Þar verð- ur boðið upp á plokkfisk, steikt slát- ur, bjúgu og Grýlukjötbollur svo fátt eitt sé nefnt og að hlaðborði loknu er tilvalið að skella sér á brúðuleiksýn- ingu eftir Bernd Ogrodnik, Pönnu- kökuna hennar Grýlu. Einnig er vert að vekja sérstaka at- hygli á heimildarmynd um norræna goðafræði og Íslendingasögurn- ar sem frumsýnd verður á Sögulofti Landnámssetursins á sunnudaginn. „Myndin er gerð af austurrískum kvikmyndagerðarmönnum sem hafa áður gert fjölda heimildarmynda sem sýndar hafa verið á sjónvarps- stöðvum eins og Discovery Channel og National Geographic,“ segir Sig- ríður en myndin hefur verið í þrjú ár í undirbúningi. „Myndin er tekin víðs vegar um landið þó að stórum hluta á Vestur- landi. Í myndinni eru sviðsett atriði úr sögunum og er Hjörleifur Stefáns- son á Árnabrekku einn af aðalleik- urunum í myndinni. Í myndinni eru helstu Íslendingasögurnar kynntar og hvernig við getum enn í dag upp- lifað sögusvið þeirra á ferð um land- ið.“ Allir eru velkomnir á sýninguna en miðaverð er sex hundruð krónur. Nánari dagskrá Landnámsseturs- ins er að finna inn á heimasíðunni landnamssetur.is. krista@dv.is Heitustu pottarnir! Margar gerðir - margir litir Vatnabátar og viðgerðir VÍSALÁN Plast-X l Ægisbraut 23 l Akranesi l 431-5006 l www.plastx.is Hil du r H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is Gosbrunnur Sandkassi BlómapotturMargar gerðir Plast - X Landnemar á ferð Hægt er að kíkja á skemmtilegar sýningar fyrir alla fjölskylduna á Landnámssetrinu. Í fallegu umhverfinu í grennd við Landnámssetrið mikið er um að hópar komi í sérsniðnar ferðir í Landnámssetrið og skelli sér meðal annars í ratleik um svæðið sem er einstaklega fagurt. DV mynd: Einar Ólason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.