Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Blaðsíða 28
fimmtudagur 25. september 200828 Vesturland „Ég held að við séum nokkuð dug- legar þó að við séum ekki margar,“ segir Sigríður Diljá Guðmundsdótt- ir, formaður kvenfélagsins Gleym mér ei á Grundarfirði. Félagið hefur verið starfrækt í 76 ár eða frá árinu 1932. Einn stofnfé- lagi er enn á lífi og er 92 ára. „Við erum eitthvað í kringum fjörutíu konur af öllum stigum þjóð- félagsins og á öllum aldri. Það vant- ar aðeins af yngri kynslóðinni. Við erum alltaf að reyna að upphugsa eitthvað til þess að laða ungu kon- urnar að,“ útskýrir Sigríður og hlær, en margar konur leita í kvenfélag- ið ekki einungis til að leggja sitt af mörkum heldur líka vegna félags- skaparins. Redda því sem þarf að redda Óhætt er að segja að kvenfélag- ið Gleym mér ei spili stórt hlutverk á Grundarfirði. „Okkar helsta mark- mið er að hjálpa öðrum. Það gengur allt út á að safna peningum sem fara síðar aftur út í samfélagið. Við gáf- um til dæmis samkomuhúsinu leir- tau í vor sem sárlega vantaði. Einn- ig fékk grunnskólinn saumavélar. Í raun göngum við í það sem vantar,“ segir Sigríður. Kvenfélagskonurnar halda árlegt sjómannakaffi á sjómannadaginn sjálfan. Fyrsta sunnudag í aðventu standa dömurnar síðan fyrir fjár- öflun sem er ávallt vel sótt að sögn Sigríðar. „Allur ágóði af þeim degi renn- ur í líknarsjóð okkar,“ segir Sigríður en þessi líknarsjóður var stofnaður á sínum tíma til þess að hjálpa fólki í samfélaginu sem á við veikindi eða þess háttar að stríða. Samhugurinn á Grundarfirði er gríðarlegur og segir Sigríður að kvenfélagið myndi ekki virka án stuðnings íbúa Grundarfjarð- ar. „Kvenfélagið byggist á fólkinu í plássinu og eru allir mjög duglegir að styðja við bakið á okkur. Við vær- um ekki til án þeirra.“ Til staðar er eitthvað bjátar á Á Grundarfirði búa innan við eitt þúsund manns og segir Sigríður samheldnina gífurlega, sérstaklega þegar áföll dynja yfir. „Við sjáum oft um erfidrykkjur. Þá er samhugurinn í verki, ekki bara hjá kvenfélagskon- unum. Við höldum kannski utan um erfidrykkjurnar en hér hjálp- ast allir að,“ segir Sigríður og bæt- ir við: „Haldin var stór erfidrykkja fyrir nokkrum árum. Þá kom lækn- ir sem var hjá okkur og hann talaði um muninn að koma í kaffi hjá okk- ur og kaffi í Reykjavík. Hann vildi meina að við legðum alltaf svolítið af sál okkar í þetta líka. Maður finn- ur að þegar eitthvað bjátar á eru all- ir boðnir og búnir, alveg sama hvert maður leitar, það segir enginn nei. Ætli það sé ekki það góða við að búa í litlu samfélagi?“ Flinkar að baka Sigríður segir allar konurnar í kvenfélaginu vera mikla félaga. „Við léttum okkur líka lífið. Við skrepp- um oft í leikhús allar saman og alls kyns ferðir. Fórum í fyrra í helgar- ferð á Hvolsvöll og skoðuðum Suð- urland. Við finnum okkur alltaf eitt- hvað að gera.“ Konurnar í kvenfélaginu eru löngu orðnar þekktar fyrir að vera myndarlegar í eldhúsinu. „Sveitar- félagið leitaði til okkar í sumar fyrir Green Globe-vottunina á Snæfells- nesi. Við sáum um veitingarnar þar. Við erum mjög duglegar og flinkar að baka,“ segir Sigríður og skellir upp úr. „Gott fyrir ungar konur sem vilja læra að baka að koma til okkar.“ Einnig baka elstu meðlimir kven- félagsins enn. Ein þeirra hefur ver- ið meðlimur síðan 1929 eða frá því að hún var 19 ára. Sigríður segir þær enn baka þegar þær eru beðnar um það og eru kleinurnar þeirra alltaf jafngóðar. hanna@dv.is Kvenfélagið Gleym mér ei á Grundarfirði hefur verið starfrækt síðan árið 1932. Meðlimirnir eru um fjörutíu kvenskörungar sem eru boðnir og búnir til að leggja lið öllum þeim sem til þeirra leita. „Við erum mjög flinkar að baka“ Myndarlegar pálína, Helga og bryndís á fullu við baksturinn. Gleym mér ei Vigdís gunnarsdóttir með barnabarnið sitt, Hermann á skallabúðum. Vigdís er einn af meðlimum kvenfélagsins gleym mér ei. Spjallað guðrún margrét Hjaltadóttir, sigríður diljá guðmundsdóttir, Helga maría Jóhannesdóttir, mjöll guðjónsdóttir og bryndís theodórsdóttir á spjallinu. auðvitað er kökukeflið með á myndinni. Góður félagsskapur dagfríður gunnarsdóttir með ömmu sinni, pálínu gísladóttur, og Huldu Jeremíasdóttur á góðri stundu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.