Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 71

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 71
fimmtudagur 25. september 2008 71Umræða Þversögnin er þessi: Ef íslensku bank- arnir reyna að bjarga sér með kaupum á gjaldeyri – sem þeir mega – lækkar gengi krónunnar. Við það lækka tekjur fólksins í landinu og því má segja að með örvæntingarfullri sölu á íslensk- um krónum velti bankarnir vand- anum yfir á fjölskyldur og fyrirtæki í landinu. Að þessu leyti búa venjulegir Íslendingar í spilavíti gengisspilafíkla. Í Seðlabankanum reytir formaður bankastjórnarinnar hár sitt og kallar alla þá lýðskrum- ara sem reyna að bjarga sér eða tala fyr- ir upptöku evru. Segist hafa á þeim mestu skömm og fyrir- litningu. Svartsýni er ágæt Skekkjan er þessi: Mönnum er heimilt að vænta þess að gengi hlutabréfa eða annarra eigna hækki. Að kaupa á tilteknu verði í þeirri von og trú að verð þeirra hækki og unnt verði að innleysa hagnað fljótt og vel. Hins vegar eru þeir illa séðir sem eru svartsýnir og sýna það með því að veðja á lækkun hlutabréfa eða annarra eigna. Hvað segja ofsatrúar- menn frjálsra markaðsviðskipta þeg- ar Bandaríkjamenn og Bretar banna skortsölu; banna mönnum að gera út á svartsýnina? Menn hafa talað upp gengi bréfa, skapað skilyrði fyrir alger- lega óraunhæfri hækkun á hlutabréfa- markaði undanfarin misseri án þess að að nokkur gerði við það athuga- semdir. Nema erlendir sérfræðingar fjármálafyrirtækja og nokkrir erlend- ir fjölmiðlar sem hafa sérþekkingu á peningamálum en voru úthrópaðir hér heima. Þeir spurðu spurninga og furðuðu sig á þenslunni. Hefði okkur ekki verið nær að hlusta á nokkr- ar svartsýnisraddir, kanna jafnvel rök þeirra sem veðj- uðu á lækkun? Er eitthvað at- hugavert við þann hluta viðskipta á fjármálamarkaði sem gerir bölsýn- ismönnum kleift að græða á svart- sýni sinni? Er það eitthvað verra sið- ferði að koma á kreik sögusögnum um lækkun en hækkun bréfa? Betur ef svartsýnismenn hefðu fengið meiri hljómgrunn á undanförnum miss- erum en raunin varð? Öll létum við glepjast af bjartsýnisraupinu. Krónan er hluti vandans Vandinn er þessi: Við höfum seðla- banka sem neitar að horfast í augu við mistök sín. Horfast í augu við að gengissviptingar krónunnar eru hluti vandans en ekki fall af honum. Vand- inn er líka sá að heiðvirðir samverka- menn Davíðs Oddssonar í Seðlabank- anum hafa reynst meðvirkir. Enginn trúir því að þeir þoli framgöngu Dav- íðs í fjölmiðlum eða séu reiðubúnir að réttlæta hana. Ásýnd og orð þess- ara mætu sérfræðinga bankans renna saman við ofstæki æðstráðandans meðan þeir taka ekki stöðu gegn því og standa opinberlega við sannfær- ingu sína. Er eitthvað að óttast? Ósannindin eru þessi: Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og fleiri sjálfstæðismenn sem töluðu fyrir inngöngu í Evrópusambandið fyr- ir og eftir 1990 gerðust síðar heima- stjórnarmenn og útilokunarsinnar. Þeir virðast ekki vera í neinu sam- bandi við meira en helming flokks- manna sinna, hvað þá atvinnulíf- ið eða sérfróða menn um hagstjórn. Þeir rækta þess í stað þjóðernislegar kenndir til krónunnar og einangrun- arhyggju. Þeir klifa á því að fyrst þurfi að koma böndum á núverandi efna- hagsvanda áður en farið verði yfirleitt að huga að umsókn um aðild að ESB og upptöku evru. Þetta er rangt. Efna- hagskreppa Finna var yfirþyrmandi í byrjun tíunda áratugarins þegar þeir gerðust aðilar að EES-samningnum. Ári síðar tóku þeir upp viðræður um inngöngu í ESB og gengu í samband- ið ásamt Svíum í ársbyrjun 1995. Fjór- um árum síðar, árið 1999, gerðust þeir aðilar að evrópska myntbandalaginu og tóku upp evru. Margir sérfræðing- ar meta það svo að inngangan hafi verið efnahagslífinu holl, einkum fyr- irtækjum, sem tekið hafa upp mark- vissari og úthugsaðri stefnu en áður í breyttu samkeppnisumhverfi. Þeir viðurkenna svo sem að til sé líf án evr- unnar og benda á aðferð Svía og Dana við að tengja sig evrunni án þess að skipta út krónunni. Gagnrýni frá hægri Annars er merkilegt hvað þessi íhaldssömu sjónarmið virðast lífseig í forystu Sjálfstæðisflokksins undir stöðugum og vaxandi þrýstingi úr eig- in röðum. Þau eru að vísu varin með hlutleysi samfylkingarráðherranna. Gagnrýnin kemur ekki frá Samfylk- ingunni heldur sjálfstæðismönnum eins og Óla Birni Kárasyni sem skrif- ar um Flokk í ólgusjó í nýju tölublaði Þjóðmála: „Hugmyndafræði ræður ekki lengur ferð heldur „praktísk pól- itík“ sem miðar fyrst og fremst að því að verja þingsæti á kostnað skoðana og stefnufestu. Með fáum heiðarleg- um undantekningum er þingflokk- ur Sjálfstæðisflokksins skipaður fólki sem sýnir meiri áhuga á því að sitja á þingi og þiggja þokkaleg laun en að berjast fyrir framgangi hugmynda.“ Hver er maðurinn? „sigurður ragnar eyjólfsson, kallaður siggi raggi.“ Hvað drífur þig áfram? „Leikmenn kvennalandsliðsins.“ Hvar ólstu upp? „Ég bjó í Kópavogi þangað til ég var sex ára og flutti þá í breiðholt- ið.“ Uppáhaldsbók? „Winning eftir sir Clive Woodward. Hún kemur upp í hugann því það er stutt síðan ég las hana og hún tengist mikið því sem ég er að fást við.“ Uppáhaldsbíómynd? „forrest gump.“ Uppáhaldsfótboltaleikmaður? „ronaldo hjá man. utd.“ Hvort er erfiðara að vera leikmaður eða þjálfari? „Það er meiri vinna að vera þjálfari því þá þarf maður að hætta að pæla bara í sjálfum sér og fara að hugsa um alla aðra í kringum sig.“ Hvernig leggurðu Frakkaleik- inn upp í stuttu máli? „Við förum í leikinn til að sigra, ekki til að ná jafntefli. Og við ætlum að vera landi og þjóð til sóma.“ Hvor er betri, Margrét Lára Viðarsdóttir eða Hólmfríður Magnúsdóttir? „Þær eru báðar í fremstu röð á sínu sviði.“ Ef við komumst í lokakeppni EM vonastu þá eftir móttökum í líkingu við þær sem hand- boltalandsliðið fékk eftir frægðarförina til Peking? „(Hlæjandi) eigum við ekki að klára leikinn fyrst? Það er líka eitthvað sem er ekki í okkar höndum og er bara bónus ef eitthvað verður.“ Íhaldssemi óttans JóHann HaUKSSon útvarpsmaður skrifar „Við höfum seðlabanka sem neitar að horfast í augu við mistök sín. Horfast í augu við að gengissviptingar krónunnar eru hluti vand- ans en ekki fall af honum.“ Á vegum réttvísinnar Héraðsdómshúsið við Lækjartorg í reykjavík þekkja flestir utan frá séð. Þetta er hins vegar stigagangurinn sem margir þekktustu glæpamenn og lögmenn þjóðarinnar hafa þrammað hin síðari ár. spurt Í reYKJaNesbÆ: Hvað finnst þér um brottHvarf JóHanns r. benediktssonar? „mér finnst þetta ömurlegt. Jóhann er búinn að standa sig prýðilega og gera mjög góða hluti. mér finnst að það eigi að endurskoða þetta allt saman.“ Einar JúLíUSSon 65 ára starfsmaður Í frÍHöfNiNNi „mér finnst þetta hræðilegt. maðurinn sagði ekkert upp.“ SiGrún SiGUrðardóttir 45 ára sJúKraLiði „Ég held að öllum líki brotthvarf hans mjög illa. Hann virðist vera góður maður og gerir hlutina vel og rétt. Það hafa fáir staðið sig betur en Jóhann og félagar gegn eiturlyfjum sem hingað streyma.“ ÞórMar GUðJónSSon 79 ára eLLiLÍfeYrisÞegi „Ég hef ekki fylgst mikið með þessu en það sem ég hef heyrt finnst mér hrikalegt.“ LÁra SiGrúnardóttir 35 ára Dómstóll götunnar SiGUrðUr raGnar EyJóLFSSon er þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem spilar við það franska á laugardaginn. Íslenska liðinu nægir jafntefli í leiknum til að komast í lokakeppni evrópumótsins. Kvennalandsliðið drífur mig áfram „Ég hef enga skoðun á því.“ HELGa ÞórHaLLSdóttir 37 ára stuðNiNgsfuLLtrúi kjallari mynDin maður Dagsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.