Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 6
fimmtudagur 25. september 20086 Fréttir
„Fyrir fjórum árum átti ég jörð,
íbúð og var að selja verk, þá leit allt
þokkalega út. En svo skrifaði ég und-
ir þennan samning og verkum mín-
um var hreinlega stolið af mér með
svikum og fölskum pappírum. Hann
gerði mig að öreiga maðurinn,“ seg-
ir listamaðurinn Sverrir Ólafsson við
DV.
Hann hefur misst allt sitt og býr
nú í gömlum húsbíl á höfuðborgar-
svæðinu. Hann segir gamlan vin hafa
látið sig skrifa undir pappíra á fylliríi
sem leiddi til þess að hann missti öll
sín verk í hendurnar á honum og
hluta af landnámsjörð sinni Esju-
bergi á Kjalarnesi. Hann lítur svört-
um augum til vetrarins en segist eiga
góða vini sem aðstoði hann. Sverrir
hefur selt verk sín úti um allan heim,
eins og til Ítalíu, Frakklands, Þýska-
lands, Hollands, Kúbu, Mexíkó,
Bandaríkjanna og fleiri landa.
Svikinn um 23 milljónir
„Ég skrifaði undir þessa pappíra
þar sem ég var dauðadrukkinn og
ég man ekki einu sinni eftir að hafa
séð þá,“ segir Sverrir. Það var fyrir
þremur árum sem vinurinn, sem
Sverrir segist hafa tekið upp á sína
arma, nýtti sér drykkjuskap hans, en
Sverrir er óvirkur alkóhólisti en var
virkur á þeim tíma. „Þessi maður,
sem átti að heita besti vinur minn,
nýtti sér þetta auma ástand mitt til
þess að láta mig skrifa undir papp-
íra og hirti af mér 40 stór listaverk.
Hann notaði síðan sömu aðferð til
þess að láta mig skrifa upp á annan
pappír þar sem hann stal átta millj-
ónum til viðbótar út úr sölunni á
jörðinni minni,“ segir Sverrir.
Hann segist gróflega reikn-
að hafa tapað um 23 milljónum á
þessum svikum félagans. Í kjölfarið
hvarf vinurinn sem hefur ekkert vilj-
að ræða við hann eftir þetta. Sverr-
ir hefur lengi einbeitt sér að listinni
og hefur unnið í meira en fimmtíu
löndum að eigin sögn. Hann hefur
unnið í Bandaríkjunum, á Kúbu og
mikið í Mexíkó en þangað fór hann
einmitt með vin sinn á árum áður
og kynnti hann fyrir ráðherrum og
öðru fólki þar.
Vinur í raun
„Það sem þú sérð er það sem ég
hef,“ segir Sverrir þar sem hann sit-
ur gegnt blaðamanni á litlu rúminu
inni í bílnum. Hann segist ekki geta
leigt eða keypt í því ástandi sem rík-
ir í þjóðfélaginu í dag. Hann lenti í
bílslysi á sínum tíma og hefur verið
öryrki síðan en segir þær 100 þús-
und krónur á mánuði sem hann fái
í örorkubætur engan veginn duga
fyrir lífsnauðsynjum. Hann segist
engin önnur úrræði hafa en að sofa
í húsbílnum.
„Við erum tveir heimilislausir fé-
lagar og við horfum nú ekkert sér-
lega björtum augum fram á vetur-
inn,“ segir Sverrir en tekur fram að
þeir vinirnir deili öllu, súru jafnt sem
sætu. Að sögn Sverris hittust þeir í
skógarrjóðri þar sem vinur hans var
búinn að hýrast lengi í sínum bíl sem
var rafmagnslaus. Sverrir segist hafa
rambað inn í þetta sama kjarr með
gamla skrjóðinn og hann hafi að
sjálfsögðu boðið vini sínum í bílinn
sinn þar sem hann gæti fengið rúm
og einhverja velgju. Sverrir segir
gamla og góða AA-félaga færa þeim
mat annað slagið og segir séra Gunn-
þór Ingason, prest í Hafnarfirði, og
konu hans Þórhildi hafa reynst þeim
félögum sérstaklega vel.
Kúba var betri
„Þetta er svolítið mikil breyting
frá því 1991 þegar ég var í einkap-
artíi í húsi úti á Kúbu með Fíd-
el Kastró og drakk romm fram á
rauðamorgun. Og vera núna allt í
einu orðinn útigangur,“ segir Sverr-
ir en tekur fram að hann telji marga
vera í verri stöðu en hann sjálfur.
„Ég hef þó allavega skjól.“ Sverrir
segist ekki hafa minnstu hugmynd
um hvar verk hans séu niðurkomin
en hann telur þetta hafa verið heila
tvo flutningabílsfarma.
Sverrir segir gamla vin sinn nú
eiga fínt einbýlishús sem hann hafi
keypt nokkru eftir að hann hirti
verkin af honum. En hann segir
sjálfan sig aftur á móti sjá litla fram-
tíð. „Ég bara sé enga framtíð. Þetta
er bara mikið heilsuleysi á mér, og
ég hef enga peninga og ekki neitt.“
Verst þykir honum þó að geta ekki
hitt son sinn í Þýskalandi sem á
fimm ára afmæli í næstu viku. Fyrr-
verandi besti vinur Sverris vildi ekk-
ert tjá sig um málið þegar DV náði
tali af honum.
Sverrir Ólafsson hefur misst allt sitt og býr nú í gömlum húsbíl á tjaldstæði á höfuðborgarsvæðinu. Hann
segir framtíðina svarta en góðir vinir aðstoði hann. Sverrir segir besta vin sinn hafa nýtt sér drykkjuskap
hans og látið hann skrifa undir samning sem leiddi til þess að hann missti meira og minna allt. Hann segir
lífið í húsbílnum vera öðruvísi en einkapartíið með Fídel Kastró sem hann fór í árið 1991.
JÓn bJarKi magnúSSon
blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is
Missti aleiguna
og býr í húsbíl
„Þessi maður, sem átti að heita besti vinur
minn, nýtti sér þetta auma ástand mitt til þess
að láta mig skrifa undir pappíra og hirti af mér
40 stór listaverk.“
Kvíðir vetrinum Það var vinda- og
vætusamt þegar blaðamaður dV
heimsótti sverri í húsbílinn en hann
telur að veturinn verði sér erfiður.
DV-mynd gunnar gunnarsson
Þröngt mega sáttir sitja Lista-
maðurinn sverrir Ólafsson hefur misst
allt sitt og býr nú í húsbílnum sínum á
tjaldstæði á höfuðborgarsvæðinu.
Jóhann R. Benediktsson lög-
reglu- og tollstjóri á Suðurnesjum
tilkynnti um afsögn sína á tilfinn-
ingaþrungnum starfsmannafundi
embættisins síðdegis í gær. Afsögn-
in kemur í kjölfar þess að Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra til-
kynnti að staða Jóhanns yrði aug-
lýst.
Sú ákvörðun er talin jafngilda
uppsögn þó dómsmálaráðherra
hafi sagt Jóhanni að honum væri
frjálst að sækja um starfið aftur.
Áður hafði ýmislegt gengið á en
ákveðin kaflaskipti urðu í mars á
þesu ári þegar dómsmálaráðherra
hugðist skipta embættinu upp, án
samráðs við Jóhann.
Eftir að Jóhann hafði rakið sam-
skipti sín við dómsmálaráðuneyt-
ið stigu þeir Eyjólfur Kristjánsson,
staðgengill Jóhanns, Guðni Geir
Jónsson, fjármálastjóri embættis-
ins, og Ásgeir J. Ásgeirsson starfs-
mannastjóri í pontu og tilkynntu að
þeir myndu sýna stuðning við Jó-
hann með því að víkja einnig.
Það var tilfinningaþrungin stund
þegar Jóhann lauk máli á fundinum
í dag. Á annað hundrað starfsmenn
embættisins sem mættir voru risu
úr sætum og hylltu lögreglustjórann
með dynjandi lófataki. Af viðbrögð-
um Jóhanns mátti ráða að honum
þykir þessi ákvörðun afar þungbær.
Þegar þeir Eyjólfur, Guðni Geir og
Ásgeir höfðu sagt hug sinn steig Jó-
hann grátklökkur í pontu og óskaði
samstarfsfélögum sínum í lögreglu-
og tollgæslunni alls hins besta.
Hann sagðist enga von eiga heitari
en að embættinu farnist vel á kom-
andi árum.
baldur@dv.is
Þrír yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum hætta auk Jóhanns r:
Lögreglustjórinn kvaddi klökkur
DV mynd: gunnar
Jóhann við upphaf fundar í gær
Þar tilkynnti hann um afsögn sína. Hið
sama gerðu þrír yfirmenn lögregluemb-
ættisins.
Lokar á eftir sér
Jóhann óskar félögum
sínum alls hins besta.