Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Blaðsíða 22
fimmtudagur 25. september 200822 Vesturland Á meðan beðið var eftir leitarfólki ofan af heiðum höfðu nokkrar mæt- ar konur lagt á borð og biðu með há- tíðarmat og kertaskreytingar á Hótel Jötnagili, penum skála við Flekku- dalsrétt. Gert var ráð fyrir að leið- angurinn kæmi til byggða seinnipart dags. Þegar blaðamann bar að garði mátti sjá móta fyrir leiðangrinum í sjónauka fremst í dalnum. „Við byrjuðum leitirnar á föstudag og héldum áfram í dag, laugardag,“ sagði Rúnar Jónasson, leitarstjóri og bóndi á Valþúfu á Fellsströnd. Leit- armenn voru harla blautir og allt að því hraktir þegar komið var af fjall- inu, enda hafði gengið á með byljum, hagli, þrumum og eldingum allan daginn. Kátt var þó yfir öllum og ein- hverjir hlýjuðu sér með litlum sop- um hér og hvar. „Þetta er óvenju mikið í þetta skiptið. Gætu hæglega verið um átta hundruð skepnur,“ segir Rúnar. „Núna taka eftirleitirnar við og standa eitthvað fram eftir haustinu. Það get- ur verið annað eins eftir á fjallinu.“ Leitarmenn á svæðinu safna saman fé frá bæjum á Fellsströnd, Skarðs- strönd og Flekkudal. Strax og komið var af fjallinu var fénu komið í girðingu í tveimur hóp- um. Að svo búnu fengu leitarmenn sér snæðing áður en dregið var í dilka. sigtryggur@dv.is Í haglbyljum og eldingum á fjallinu Fjárleitir standa yfir um allt land. Réttað var í Flekkudal á laugardag: Rofar til Leitarmenn voru nokkuð fegnir að koma til byggða, enda hafði verið hálfgert fárviðri á fjallinu. Komið í girðingu fénu var strax komið í girðingu. svo var snætt og loks réttað. Af fjallinu Hátt í átta hundruð skepnum var smalað saman í flekkudalsrétt. eftirleitir taka við. Leitarstjórinn rúnar Jónsson, bóndi á Valþúfu, stjórnaði fjárleitum. Hann var ánægður með árangurinn. Ungir sem aldnir fulltrúar úr öllum kynslóðum tóku þátt í réttum. aðeins fullhraustir leituðu á fjallinu. Hótel Jötnagil dúkað borð með hátíðarmat og kertaljósum beið leitarmanna. Vinahót „Verðum við ekki að fljúgast aðeins á,“ hrópuðu þessir félagar og hnoðuðust vinalega. MYNDIR SIGTRYGGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.