Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 22
fimmtudagur 25. september 200822 Vesturland
Á meðan beðið var eftir leitarfólki
ofan af heiðum höfðu nokkrar mæt-
ar konur lagt á borð og biðu með há-
tíðarmat og kertaskreytingar á Hótel
Jötnagili, penum skála við Flekku-
dalsrétt. Gert var ráð fyrir að leið-
angurinn kæmi til byggða seinnipart
dags. Þegar blaðamann bar að garði
mátti sjá móta fyrir leiðangrinum í
sjónauka fremst í dalnum.
„Við byrjuðum leitirnar á föstudag
og héldum áfram í dag, laugardag,“
sagði Rúnar Jónasson, leitarstjóri og
bóndi á Valþúfu á Fellsströnd. Leit-
armenn voru harla blautir og allt að
því hraktir þegar komið var af fjall-
inu, enda hafði gengið á með byljum,
hagli, þrumum og eldingum allan
daginn. Kátt var þó yfir öllum og ein-
hverjir hlýjuðu sér með litlum sop-
um hér og hvar.
„Þetta er óvenju mikið í þetta
skiptið. Gætu hæglega verið um
átta hundruð skepnur,“ segir Rúnar.
„Núna taka eftirleitirnar við og standa
eitthvað fram eftir haustinu. Það get-
ur verið annað eins eftir á fjallinu.“
Leitarmenn á svæðinu safna saman
fé frá bæjum á Fellsströnd, Skarðs-
strönd og Flekkudal.
Strax og komið var af fjallinu var
fénu komið í girðingu í tveimur hóp-
um. Að svo búnu fengu leitarmenn
sér snæðing áður en dregið var í
dilka. sigtryggur@dv.is
Í haglbyljum og
eldingum á fjallinu
Fjárleitir standa yfir um allt land. Réttað var í Flekkudal á laugardag: Rofar til Leitarmenn voru
nokkuð fegnir að koma til
byggða, enda hafði verið
hálfgert fárviðri á fjallinu.
Komið í girðingu fénu var
strax komið í girðingu. svo var
snætt og loks réttað.
Af fjallinu Hátt í átta hundruð skepnum
var smalað saman í flekkudalsrétt.
eftirleitir taka við.
Leitarstjórinn rúnar Jónsson, bóndi
á Valþúfu, stjórnaði fjárleitum. Hann
var ánægður með árangurinn.
Ungir sem aldnir fulltrúar
úr öllum kynslóðum tóku þátt
í réttum. aðeins fullhraustir
leituðu á fjallinu.
Hótel Jötnagil dúkað borð
með hátíðarmat og
kertaljósum beið leitarmanna.
Vinahót „Verðum við ekki að
fljúgast aðeins á,“ hrópuðu
þessir félagar og hnoðuðust
vinalega. MYNDIR SIGTRYGGUR