Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Qupperneq 72

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Qupperneq 72
fimmtudagur 25. september 200872 Ættfræði 40 ára í dag 30 ára n Dragana Bjelivuk Eiríksgötu 9, Reykjavík n Radoslaw Krupinski Efstagerði 5, Reyðarfjörður n Jónas Rafnsson Vallhólma 6, Kópavogur n Helgi Gunnlaugsson Grundargerði 8b, Akureyri n Kristján Garðar Arnarson Stangarholti 3, Reykjavík n Sigríður Kolbrún Sigurðardóttir Jötunsölum 2, Kópavogur n Berglind Björg Harðardóttir Álfatúni 3, Kópavogur n Ágúst Heimir Ásgeirsson Skógarbraut 930, Reykjanesbær 40 ára n Kenneth William Frederick Hátúni 37, Reykjanes- bær n Sunan Toplod Duggugerði 7, Kópasker n Sigurlaug Sigurðardóttir Eikjuvogi 12, Reykjavík n Þorlákur G Halldórsson Glæsivöllum 12, Grindavík n Inger Rigmor Rossen Arnarsmára 30, Kópavogur n Steinunn Óskarsdóttir Glæsivöllum 20b, Grindavík n Steinn Jóhannsson Lindarbergi 84, Hafnarfjörður n Eygló Linda Hallgrímsdóttir Hörðuvöllum 2, Selfoss n Andrea Margrét Gunnarsdóttir Suðurhólum 18, Reykjavík n Gunnar Valgeirsson Norður-Fossi, Vík n Arndís Björk Ásgeirsdóttir Hjallavegi 68, Reykjavík n Sigurður Hannesson Hafnargötu 7, Grímsey n Örn Svavarsson Laufrima 30, Reykjavík n Linda Björk Bjarnadóttir Hlaðbrekku 1, Kópavogur n Jónas Vignir Grétarsson Lindarbæ, Selfoss n Hjalti Sveinn Einarsson Hléskógum 9, Reykjavík n Helgi Örn Guðmundsson Skúlagötu 74, Reykjavík n Valtýr Þórisson Lindasmára 42, Kópavogur 50 ára n Kristín Helga Guðmannsdóttir Gerðhömrum 20, Reykjavík n Kristrún Ólafía Tómasdóttir Bergsmára 3, Kópavogur n Sigríður Magnúsdóttir Grundarhvarfi 12, Kópavogur n Brynja Guðlaug Guðmundsdóttir Barðaströnd 14, Seltjarnarnes n Sveinbjörn Rúnar Emilsson Austurströnd 12, Seltjarnarnes n Guðbjörg M Hákonardóttir Álfkonuhvarfi 21, Kópavogur n Halldór Kristján Jóhannesson Skólatröð 7, Kópavogur n María Anna Vigfúsdóttir Keflavíkurgötu 23, Hellissandur n Páll Theódórs Kambaseli 32, Reykjavík n Sigríður Ósk Jónasdóttir Fögrusíðu 7d, Akureyri n Theodór Már Sigurjónsson Sporhömrum 10, Reykjavík n Jóhanna K Sigtryggsdóttir Helgafelli 7, Eskifjörður n Ingibjörg Þórdís Þórisdóttir Skógarhjalla 3, Kópavogur 60 ára n Sigurður Guðmundsson Álfatúni 20, Kópavogur n Leó Þorsteinsson Brautarholti 8, Selfoss n Sigurbjörg Kristinsdóttir Sindragötu 4, Ísafjörður n Jón H Magnússon Skúlagötu 40, Reykjavík n Sigmar Magnússon Illugagötu 27, Vestmannaeyjar n Erla María Eggertsdóttir Erluási 39, Hafnarfjörður n Ragnar R Jóhannesson Ásvegi 3, Dalvík n Oddný Ólafsdóttir Hindarlundi 7, Akureyri 70 ára n Gunnhildur Schram Engihlíð 14, Reykjavík n Þórir Jónsson Bylgjubyggð 16, Ólafsfjörður n Bjarni Kristinsson Flúðaseli 8, Reykjavík n Bragi Óskarsson Ásbraut 19, Kópavogur n Kristín Haraldsdóttir Sóleyjargötu 3, Vestmannaeyjar n Georg Sævar Valgarðsson Þórðarsveig 3, Reykjavík n Guðrún Klara Daníels Hörgatúni 1, Garðabær 75 ára n Katrín Gunnarsdóttir Krummahólum 4, Reykjavík n Hulda Þorláksdóttir Fellsmúla 22, Reykjavík n Ólafur Árni Benediktsson Stekkjarhvammi 12, Búðardalur n Íris Sigurbjörg Sigurðardóttir Sólhlíð 19f, Vestmannaeyjar n Svavar Fanndal Torfason Grenilundi 12, Garðabær 80 ára n Ingibjörg Jónsdóttir Húnabraut 30, Blönduós n Magnús Guðmundsson Heiðarási 20, Reykjavík n Finnbogi Ólafsson Áshamri 23, Vestmannaeyjar n María Rósinkarsdóttir Melseli 8, Reykjavík n Guðlaug Pétursdóttir Langanesvegi 33, Þórshöfn 85 ára n Egill Guðmundsson Sóltúni 16, Reykjavík n Lilja G Pálsdóttir Kleppsvegi 118, Reykjavík Halldórsson Glæsivöllum 12, Grindavík Hlynur Hallsson myndlistamaður á akureyri Hlynur fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann var í Barnaskóla Ak- ureyrar, Gagnfræðaskóla Akureyrar, stundaði nám við MA og lauk þaðan stúdentsprófi 1988. Hann stundaði nám við Myndlistarskólann á Ak- ureyri og lauk þaðan prófum 1990, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík og út- skrifaði þaðan 1993, stundaði fram- haldsnám í myndlist í Þýskalandi, lauk MA-prófi frá Fachhochschule Hannover 1997, stundaði samtímis nám við Kunstakademi Düsseldorf sem og við HFBK í Hamborg. Hlynur vann að sinni listsköpun í Þýskalandi til 2001, tók þátt í fjölda samsýninga og hélt fjölda einkasýn- inga auk þess sem hann rak sýning- arrýmið Villa Minimo í Hannover 1997-99. Hann hefur verið gestakennari við Myndlistarskóla Akureyrar frá 1999 og við Myndlistarskóla Akur- eyrar og Listaháskólann í Reykjavík frá 2001. Meðal nýlegra einkasýninga Hlyns má nefna sýninguna Línur, á Populus Tremula á Akureyri, 2007; Safn – Sammlung - Collection, á Gráa svæðinu á Þelamörk, 2007; Ljós – Licht - Light, í GalleríBOX á Akur- eyri, 2007; Drulla – Scheisse - Mud, veggverk á Akureyri, 2007; Þetta – Das – This í DaLí Gallerí á Akureyri, 2007, og tillit – rucksicht – regard á Nýlistasafninu í Reykjavík í ágúst sl. Þá verður hann með sýninguna út/ inn – raus/rein – out/in í Listasafni Reykjavíkur í næsta mánuði. Hlynur sat í sýningarnefnd Kunstverein í Hannover 1997-2002, var formaður nemendafélagsins í Myndlista- og handíðaskólanum, sat í stjórn Gilfélagsins á Akureyri um skeið, var formaður Leikklúbbs- ins Sögu á Akureyri, var formaður vinstri grænna á Akureyri 2002-2004, situr í stjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs frá 2007, í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar frá 2006, er formaður Myndlistarfélagsins og situr í stjórn Verksmiðjunnar á Hjalteyri. Fjölskylda Eiginkona Hlyns er Kristín Þóra Kjartansdóttir, f. 8.5. 1970, félags- fræðingur og sagnfræðingur. For- eldrar hennar eru Laufey Bjarna- dóttir og Kjartan Stefánsson. Börn Hlyns og Kristínar Þóru eru Hugi Hlynsson, f. 15.5. 1991; Lóa Að- alheiður Kristínardóttir, f. 5.4. 1997; Una Móeiður Hlynsdóttir, f. 11.11. 2005. Systkini Hlyns eru Sigurbjörn Hallsson, f. 27.5. 1948, arkitekt og verkfræðingur í Danmörku; Margrét Hallsdóttir, f. 12.8. 1949, jarðfræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun, bú- sett í Reykjavík; Gunnar Hallsson, f. 18.10. 1950, kerfisfræðingur hjá Húsamsmiðjunni í Reykjavík; Frið- rik Haukur Hallsson, f. 16.3. 1952, félagsfræðingur í Þýskalandi; Þór- arinn Óli Hallsson, f. 4.3. 1958, verk- fræðingur í Svíþjóð; Hallur Heiðar Hallsson, f. 31.3. 1960, hönnuður í Reykjavík. Foreldrar Hlyns eru Aðalheiður Gunnarsdóttir, f. 9.1. 1927, húsmóð- ir og verkona á Akureyri, og Hallur Sigurbjörnsson, f. 9.11. 1921, fyrrv. skattstjóri á Akureyri. Hlynur verður með opið hús í Ný- listasafninu, Laugavegi 26, Reykja- vík, laugardaginn 27.9. frá kl. 17.00. Þar fagnar Hlynur 40 ára afmæli sínu og 30 ára afmæli Nýlistasafns- ins með listviðburðum og uppák- omum. Til hamingju með afmælið! Erla fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breiðholtinu og í fjögur ár á Seyðisfirði. Hún var í Hólabrekku- skóla, Grunnskóla Seyðisfjarðar, Æf- ingadeild KHÍ, var í Alþýðuskólan- um á Eiðum í eitt ár, stundaði nám við MH, lauk þaðan stúdentsprófi af nýmálabraut 1998, stundaði nám í sálfræði, fjölmiðlafræði og félags- fræði við HÍ og lauk BA-prófi í félags- fræði 2007. Erla var í unglingavinnunni og síðan bæjarvinnunni á unglingsár- unum. Hún starfaði á Kleppi á árun- um 2001-2004, var ráðgjafi á BUGL 2005-2007, var tryggingasali hjá Vá- tryggingafélagi Íslands, barþjónn um skeið og hefur verið blaðamaður við DV frá 2007. Þá hefur hún stund- að þýðingar í hjáverkum. Erla sat í ritstjórn Sálu, tímarits sálfræðinema við HÍ, var gjaldkeri Femínistafélags Íslands í tvö ár og sat í stjórn starfsmannanefndar geð- sviðs Landsspítalans. Fjölskylda Hálfbræður Erlu, sammæðra, eru Davíð Sigurjónsson, f. 19.3. 1966, hagfræðingur í Reykjavík; Þröstur Sigurjónsson, f. 22.9. 1969, bílasali, búsettur í Mosfellsbæ. Foreldrar Erlu eru Hlynur Þór Magnússon, f. 5.3. 1947, sagnfræð- ingur, kennari, blaðamaður og rit- stjóri, og Sigrún Ólafsdóttir, f. 8.1. 1946, hárgreiðslumeistari og mat- ráður. Rúnar fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hornafirði fram yfir ferm- ingu. Hann var í Grunnskólanum á Höfn í Hornafirði, var í Hagaskóla frá 9. bekk, stundaði nám við Verzl- unarskóla Íslands og lauk þaðan stúdentsprófi 1999, stundaði nám í verkfræði við HÍ og lauk M.Sc.-prófi í flugvéla- og eldflaugaverkfræði frá Tækniháskólanum í Munchen í Þýskalandi 2005. Rúnar vann í humri á Hornafirði á æskuárunum og starfaði hjá Íslands- flugi á háskólaárunum hér heima. Hann hóf störf að námi loknu hjá Air Atlanta árið 2005 og hefur starfað þar síðan. Þá hefur Rúnar verið stunda- kennari við HÍ frá 2006. Rúnar var formaður Íslendinga- félagsins í Munchen á árunum 2003- 2005. Fjölskylda Unnusta Rúnars er Una Björg Einarsdóttir, f. 25.2. 1977, verkefna- stjóri hjá Sambandi íslenskra spari- sjóða. Dóttir Rúnars og Unu Bjargar er Arna Eir U. Rúnarsdóttir, f. 2.9. 2008. Systkini Rúnars eru Rakel Ösp Hafsteinsdóttir, f. 19.1. 1982, hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík; Samú- el Arnar Hafsteinsson, f. 7.10. 2002; Hafsteinn Ernir Hafsteinsson, f. 10.12. 2003. Foreldrar Rúnars eru Hafsteinn Sigurjónsson, f. 24.3. 1958, pípu- lagningamaður í Reykjavík, og Guð- munda Ingimundardóttir, f. 9.7. 1959, bankastarfsmaður. Erla Hlynsdóttir blaðamaður á dV rúnar Örn Hafsteinsson flugVéla- og eldflaugaVerkfræðingur í kópaVogi „Ég er voða mikil vog í mér. Var alltaf að hætta við að halda veisluna. Svo hætti ég við það, svo hætti ég við að hætta,“ segir Arndís Björk Ásgeirs- dóttir, dagskrárgerðamaður á tón- listardeild Ríkisútvarpsins, og skell- ir upp úr. „Undir lokin ákvað ég að byrja að bjóða fólki svo að ég gæti ekki hætt við.“ Arndís efnir til heljarinnar veislu í heimahúsum á laugardaginn og hef- ur hún boðið um 80 manns. Undir- búningurinn hefur lagst vel í Arndísi en hún hefur komið mörgu í verk á þessum tíma. „Ég notaði tækifærið og gerði huggulegt í húsinu mínu, málaði og breytti til þannig að ég er búin að standa í miklu. Ég vona bara að ég verði ekki svo þreytt í veislunni að ég þurfi að leggja mig um áttaleytið,“ segir Arndís hlæjandi. Breytingarnar eru ekki að eina sem Arndís hefur staðið í, en hún ætlar einnig að undirbúa allar kræs- ingarnar fyrir afmælisveisluna. „Ég er búin að baka baka tvær sortir sem komnar eru í frystinn. Af- gangurinn verður búinn til í dag og á morgun. „Mér finnst voðalega gam- an að gefa fólki gott að borða.“ Húsið verður fullt af lífi og tón- list á laugardaginn en fyrir utan að vinna á RÚV er Arndís einnig píanó- leikari. „Flygillinn verður stilltur í dag þannig að það er ekki hægt að nota það sem afsökun,“ segir Arndís og bætir við: „Annars er ég að stóla á þetta skemmtilega fólk sem ég þekki að verða með atriði.“ Arndís segist ekki geta verið neitt annað en sátt að standa á þessum tímamótum. „Það var hræðilegt að verða 35. Þá fannst mér þetta búið, en í dag finnst mér þetta vera rétt. Ég er að komast betur inn í skelina og líður alveg frábærlega. Lífið fer batn- andi núna og maður er farinn að sjá heildarmyndina. Þetta er að verða gott núna. Ég verð orðin fín um sjö- tugt,“ segir Arndís brosandi. hanna@dv.is 30 ára í dag 30 ára í dag Arndís Björk Ásgeirsdóttir fagnar fertugsafmæli sínu með stæl: Lífið fer batnandi á fertugsaLdrinum Arndís Björk Ásgeirsdóttir Heldur heljarinnar veislu í heimahúsum á laugardaginn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.