Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 72

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 72
fimmtudagur 25. september 200872 Ættfræði 40 ára í dag 30 ára n Dragana Bjelivuk Eiríksgötu 9, Reykjavík n Radoslaw Krupinski Efstagerði 5, Reyðarfjörður n Jónas Rafnsson Vallhólma 6, Kópavogur n Helgi Gunnlaugsson Grundargerði 8b, Akureyri n Kristján Garðar Arnarson Stangarholti 3, Reykjavík n Sigríður Kolbrún Sigurðardóttir Jötunsölum 2, Kópavogur n Berglind Björg Harðardóttir Álfatúni 3, Kópavogur n Ágúst Heimir Ásgeirsson Skógarbraut 930, Reykjanesbær 40 ára n Kenneth William Frederick Hátúni 37, Reykjanes- bær n Sunan Toplod Duggugerði 7, Kópasker n Sigurlaug Sigurðardóttir Eikjuvogi 12, Reykjavík n Þorlákur G Halldórsson Glæsivöllum 12, Grindavík n Inger Rigmor Rossen Arnarsmára 30, Kópavogur n Steinunn Óskarsdóttir Glæsivöllum 20b, Grindavík n Steinn Jóhannsson Lindarbergi 84, Hafnarfjörður n Eygló Linda Hallgrímsdóttir Hörðuvöllum 2, Selfoss n Andrea Margrét Gunnarsdóttir Suðurhólum 18, Reykjavík n Gunnar Valgeirsson Norður-Fossi, Vík n Arndís Björk Ásgeirsdóttir Hjallavegi 68, Reykjavík n Sigurður Hannesson Hafnargötu 7, Grímsey n Örn Svavarsson Laufrima 30, Reykjavík n Linda Björk Bjarnadóttir Hlaðbrekku 1, Kópavogur n Jónas Vignir Grétarsson Lindarbæ, Selfoss n Hjalti Sveinn Einarsson Hléskógum 9, Reykjavík n Helgi Örn Guðmundsson Skúlagötu 74, Reykjavík n Valtýr Þórisson Lindasmára 42, Kópavogur 50 ára n Kristín Helga Guðmannsdóttir Gerðhömrum 20, Reykjavík n Kristrún Ólafía Tómasdóttir Bergsmára 3, Kópavogur n Sigríður Magnúsdóttir Grundarhvarfi 12, Kópavogur n Brynja Guðlaug Guðmundsdóttir Barðaströnd 14, Seltjarnarnes n Sveinbjörn Rúnar Emilsson Austurströnd 12, Seltjarnarnes n Guðbjörg M Hákonardóttir Álfkonuhvarfi 21, Kópavogur n Halldór Kristján Jóhannesson Skólatröð 7, Kópavogur n María Anna Vigfúsdóttir Keflavíkurgötu 23, Hellissandur n Páll Theódórs Kambaseli 32, Reykjavík n Sigríður Ósk Jónasdóttir Fögrusíðu 7d, Akureyri n Theodór Már Sigurjónsson Sporhömrum 10, Reykjavík n Jóhanna K Sigtryggsdóttir Helgafelli 7, Eskifjörður n Ingibjörg Þórdís Þórisdóttir Skógarhjalla 3, Kópavogur 60 ára n Sigurður Guðmundsson Álfatúni 20, Kópavogur n Leó Þorsteinsson Brautarholti 8, Selfoss n Sigurbjörg Kristinsdóttir Sindragötu 4, Ísafjörður n Jón H Magnússon Skúlagötu 40, Reykjavík n Sigmar Magnússon Illugagötu 27, Vestmannaeyjar n Erla María Eggertsdóttir Erluási 39, Hafnarfjörður n Ragnar R Jóhannesson Ásvegi 3, Dalvík n Oddný Ólafsdóttir Hindarlundi 7, Akureyri 70 ára n Gunnhildur Schram Engihlíð 14, Reykjavík n Þórir Jónsson Bylgjubyggð 16, Ólafsfjörður n Bjarni Kristinsson Flúðaseli 8, Reykjavík n Bragi Óskarsson Ásbraut 19, Kópavogur n Kristín Haraldsdóttir Sóleyjargötu 3, Vestmannaeyjar n Georg Sævar Valgarðsson Þórðarsveig 3, Reykjavík n Guðrún Klara Daníels Hörgatúni 1, Garðabær 75 ára n Katrín Gunnarsdóttir Krummahólum 4, Reykjavík n Hulda Þorláksdóttir Fellsmúla 22, Reykjavík n Ólafur Árni Benediktsson Stekkjarhvammi 12, Búðardalur n Íris Sigurbjörg Sigurðardóttir Sólhlíð 19f, Vestmannaeyjar n Svavar Fanndal Torfason Grenilundi 12, Garðabær 80 ára n Ingibjörg Jónsdóttir Húnabraut 30, Blönduós n Magnús Guðmundsson Heiðarási 20, Reykjavík n Finnbogi Ólafsson Áshamri 23, Vestmannaeyjar n María Rósinkarsdóttir Melseli 8, Reykjavík n Guðlaug Pétursdóttir Langanesvegi 33, Þórshöfn 85 ára n Egill Guðmundsson Sóltúni 16, Reykjavík n Lilja G Pálsdóttir Kleppsvegi 118, Reykjavík Halldórsson Glæsivöllum 12, Grindavík Hlynur Hallsson myndlistamaður á akureyri Hlynur fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann var í Barnaskóla Ak- ureyrar, Gagnfræðaskóla Akureyrar, stundaði nám við MA og lauk þaðan stúdentsprófi 1988. Hann stundaði nám við Myndlistarskólann á Ak- ureyri og lauk þaðan prófum 1990, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík og út- skrifaði þaðan 1993, stundaði fram- haldsnám í myndlist í Þýskalandi, lauk MA-prófi frá Fachhochschule Hannover 1997, stundaði samtímis nám við Kunstakademi Düsseldorf sem og við HFBK í Hamborg. Hlynur vann að sinni listsköpun í Þýskalandi til 2001, tók þátt í fjölda samsýninga og hélt fjölda einkasýn- inga auk þess sem hann rak sýning- arrýmið Villa Minimo í Hannover 1997-99. Hann hefur verið gestakennari við Myndlistarskóla Akureyrar frá 1999 og við Myndlistarskóla Akur- eyrar og Listaháskólann í Reykjavík frá 2001. Meðal nýlegra einkasýninga Hlyns má nefna sýninguna Línur, á Populus Tremula á Akureyri, 2007; Safn – Sammlung - Collection, á Gráa svæðinu á Þelamörk, 2007; Ljós – Licht - Light, í GalleríBOX á Akur- eyri, 2007; Drulla – Scheisse - Mud, veggverk á Akureyri, 2007; Þetta – Das – This í DaLí Gallerí á Akureyri, 2007, og tillit – rucksicht – regard á Nýlistasafninu í Reykjavík í ágúst sl. Þá verður hann með sýninguna út/ inn – raus/rein – out/in í Listasafni Reykjavíkur í næsta mánuði. Hlynur sat í sýningarnefnd Kunstverein í Hannover 1997-2002, var formaður nemendafélagsins í Myndlista- og handíðaskólanum, sat í stjórn Gilfélagsins á Akureyri um skeið, var formaður Leikklúbbs- ins Sögu á Akureyri, var formaður vinstri grænna á Akureyri 2002-2004, situr í stjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs frá 2007, í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar frá 2006, er formaður Myndlistarfélagsins og situr í stjórn Verksmiðjunnar á Hjalteyri. Fjölskylda Eiginkona Hlyns er Kristín Þóra Kjartansdóttir, f. 8.5. 1970, félags- fræðingur og sagnfræðingur. For- eldrar hennar eru Laufey Bjarna- dóttir og Kjartan Stefánsson. Börn Hlyns og Kristínar Þóru eru Hugi Hlynsson, f. 15.5. 1991; Lóa Að- alheiður Kristínardóttir, f. 5.4. 1997; Una Móeiður Hlynsdóttir, f. 11.11. 2005. Systkini Hlyns eru Sigurbjörn Hallsson, f. 27.5. 1948, arkitekt og verkfræðingur í Danmörku; Margrét Hallsdóttir, f. 12.8. 1949, jarðfræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun, bú- sett í Reykjavík; Gunnar Hallsson, f. 18.10. 1950, kerfisfræðingur hjá Húsamsmiðjunni í Reykjavík; Frið- rik Haukur Hallsson, f. 16.3. 1952, félagsfræðingur í Þýskalandi; Þór- arinn Óli Hallsson, f. 4.3. 1958, verk- fræðingur í Svíþjóð; Hallur Heiðar Hallsson, f. 31.3. 1960, hönnuður í Reykjavík. Foreldrar Hlyns eru Aðalheiður Gunnarsdóttir, f. 9.1. 1927, húsmóð- ir og verkona á Akureyri, og Hallur Sigurbjörnsson, f. 9.11. 1921, fyrrv. skattstjóri á Akureyri. Hlynur verður með opið hús í Ný- listasafninu, Laugavegi 26, Reykja- vík, laugardaginn 27.9. frá kl. 17.00. Þar fagnar Hlynur 40 ára afmæli sínu og 30 ára afmæli Nýlistasafns- ins með listviðburðum og uppák- omum. Til hamingju með afmælið! Erla fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breiðholtinu og í fjögur ár á Seyðisfirði. Hún var í Hólabrekku- skóla, Grunnskóla Seyðisfjarðar, Æf- ingadeild KHÍ, var í Alþýðuskólan- um á Eiðum í eitt ár, stundaði nám við MH, lauk þaðan stúdentsprófi af nýmálabraut 1998, stundaði nám í sálfræði, fjölmiðlafræði og félags- fræði við HÍ og lauk BA-prófi í félags- fræði 2007. Erla var í unglingavinnunni og síðan bæjarvinnunni á unglingsár- unum. Hún starfaði á Kleppi á árun- um 2001-2004, var ráðgjafi á BUGL 2005-2007, var tryggingasali hjá Vá- tryggingafélagi Íslands, barþjónn um skeið og hefur verið blaðamaður við DV frá 2007. Þá hefur hún stund- að þýðingar í hjáverkum. Erla sat í ritstjórn Sálu, tímarits sálfræðinema við HÍ, var gjaldkeri Femínistafélags Íslands í tvö ár og sat í stjórn starfsmannanefndar geð- sviðs Landsspítalans. Fjölskylda Hálfbræður Erlu, sammæðra, eru Davíð Sigurjónsson, f. 19.3. 1966, hagfræðingur í Reykjavík; Þröstur Sigurjónsson, f. 22.9. 1969, bílasali, búsettur í Mosfellsbæ. Foreldrar Erlu eru Hlynur Þór Magnússon, f. 5.3. 1947, sagnfræð- ingur, kennari, blaðamaður og rit- stjóri, og Sigrún Ólafsdóttir, f. 8.1. 1946, hárgreiðslumeistari og mat- ráður. Rúnar fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hornafirði fram yfir ferm- ingu. Hann var í Grunnskólanum á Höfn í Hornafirði, var í Hagaskóla frá 9. bekk, stundaði nám við Verzl- unarskóla Íslands og lauk þaðan stúdentsprófi 1999, stundaði nám í verkfræði við HÍ og lauk M.Sc.-prófi í flugvéla- og eldflaugaverkfræði frá Tækniháskólanum í Munchen í Þýskalandi 2005. Rúnar vann í humri á Hornafirði á æskuárunum og starfaði hjá Íslands- flugi á háskólaárunum hér heima. Hann hóf störf að námi loknu hjá Air Atlanta árið 2005 og hefur starfað þar síðan. Þá hefur Rúnar verið stunda- kennari við HÍ frá 2006. Rúnar var formaður Íslendinga- félagsins í Munchen á árunum 2003- 2005. Fjölskylda Unnusta Rúnars er Una Björg Einarsdóttir, f. 25.2. 1977, verkefna- stjóri hjá Sambandi íslenskra spari- sjóða. Dóttir Rúnars og Unu Bjargar er Arna Eir U. Rúnarsdóttir, f. 2.9. 2008. Systkini Rúnars eru Rakel Ösp Hafsteinsdóttir, f. 19.1. 1982, hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík; Samú- el Arnar Hafsteinsson, f. 7.10. 2002; Hafsteinn Ernir Hafsteinsson, f. 10.12. 2003. Foreldrar Rúnars eru Hafsteinn Sigurjónsson, f. 24.3. 1958, pípu- lagningamaður í Reykjavík, og Guð- munda Ingimundardóttir, f. 9.7. 1959, bankastarfsmaður. Erla Hlynsdóttir blaðamaður á dV rúnar Örn Hafsteinsson flugVéla- og eldflaugaVerkfræðingur í kópaVogi „Ég er voða mikil vog í mér. Var alltaf að hætta við að halda veisluna. Svo hætti ég við það, svo hætti ég við að hætta,“ segir Arndís Björk Ásgeirs- dóttir, dagskrárgerðamaður á tón- listardeild Ríkisútvarpsins, og skell- ir upp úr. „Undir lokin ákvað ég að byrja að bjóða fólki svo að ég gæti ekki hætt við.“ Arndís efnir til heljarinnar veislu í heimahúsum á laugardaginn og hef- ur hún boðið um 80 manns. Undir- búningurinn hefur lagst vel í Arndísi en hún hefur komið mörgu í verk á þessum tíma. „Ég notaði tækifærið og gerði huggulegt í húsinu mínu, málaði og breytti til þannig að ég er búin að standa í miklu. Ég vona bara að ég verði ekki svo þreytt í veislunni að ég þurfi að leggja mig um áttaleytið,“ segir Arndís hlæjandi. Breytingarnar eru ekki að eina sem Arndís hefur staðið í, en hún ætlar einnig að undirbúa allar kræs- ingarnar fyrir afmælisveisluna. „Ég er búin að baka baka tvær sortir sem komnar eru í frystinn. Af- gangurinn verður búinn til í dag og á morgun. „Mér finnst voðalega gam- an að gefa fólki gott að borða.“ Húsið verður fullt af lífi og tón- list á laugardaginn en fyrir utan að vinna á RÚV er Arndís einnig píanó- leikari. „Flygillinn verður stilltur í dag þannig að það er ekki hægt að nota það sem afsökun,“ segir Arndís og bætir við: „Annars er ég að stóla á þetta skemmtilega fólk sem ég þekki að verða með atriði.“ Arndís segist ekki geta verið neitt annað en sátt að standa á þessum tímamótum. „Það var hræðilegt að verða 35. Þá fannst mér þetta búið, en í dag finnst mér þetta vera rétt. Ég er að komast betur inn í skelina og líður alveg frábærlega. Lífið fer batn- andi núna og maður er farinn að sjá heildarmyndina. Þetta er að verða gott núna. Ég verð orðin fín um sjö- tugt,“ segir Arndís brosandi. hanna@dv.is 30 ára í dag 30 ára í dag Arndís Björk Ásgeirsdóttir fagnar fertugsafmæli sínu með stæl: Lífið fer batnandi á fertugsaLdrinum Arndís Björk Ásgeirsdóttir Heldur heljarinnar veislu í heimahúsum á laugardaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.