Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 48
fimmtudagur 25. september 200848 Vesturland Skylda okkar að jafna muninn „Við vissum af því þegar verkefn- ið var í uppsiglingu að það yrði leit- að eftir stuðningsfjölskyldum. Þá var ég strax ákveðin í að taka þátt í þessu. Svo kom að því að eftir stuðningsfjöl- skyldum var auglýst og þá sótti ég um,“ segir Inga Sigurðardóttir, íbúi á Akranesi. Inga og fjölskylda eru á meðal þeirra sem veita flóttafólkinu, sem kom til Akraness fyrir skemmstu, stuðning. Hver írösk fjölskylda hefur þrjár íslenskar á bak við sig en skipu- lagið og stuðningsfjölskyldurnar eru á vegum Rauða krossins. Eigum að jafna muninn Spurð um ástæður þeirrar ákvörð- unar að gerast stuðningsfjölskylda segir Inga að þær séu aðallega tvær. „Annars vegar finnst mér að manni beri skylda til að jafna þennan mis- mun sem er í heiminum. Við hér á Ís- landi búum við mikið öryggi á með- an fjöldi fólks býr við manngert og viðvarandi óöryggi út í heimi. Mér finnst það okkar skylda að taka þátt í að jafna þennan mikla mun á að- stæðum fólks eins og frekast er kost- ur,“ segir hún. „Hin ástæðan, sem er kannski meira eigingjörn, er sú að ég hef gaman af því að kynnast nýju fólki, kynnast nýrri menningu og tak- ast á við ný verkefni. Þetta er tækifæri til þess líka,“ segir Inga. Erfitt að flytja til framandi lands Hlutverk stuðningsfjölskyldna er að aðstoða fólkið við aðlögun að samfélaginu. „Þessar fyrstu vik- ur er það í okkar höndum að kenna þeim á praktíska þætti í samfélag- inu. Við sýnum þeim hvar búðirn- ar eru og hvernig lífið gengur fyrir sig. Þegar fram í sækir mun andleg- ur eða félagslegur stuðningur örugg- lega koma meira inn,“ segir Inga en bendir á að fólkið geti auðvitað leit- að til stuðningsfjölskyldna með allar þær spurningar og vangaveltur sem upp koma. „Við þurfum líka að hafa einangrun í huga. Ég þekki af eig- in raun hversu erfitt getur verið að flytja til framandi lands. Það er allt- af gott að hafa aðgang að einhverjum sem þekkir til og er fús til að hjálpa“ segir Inga um hlutverk stuðningsfjöl- skyldna. Bera sig vel Mæðurnar sem hingað fluttu eru átta talsins. Þær eiga 21 barn en eiga flestar það sameiginlegt að vera ekkj- ur. Þær misstu menn sína í átökunum í Bagdad. Fjölskyldan sem Inga styð- ur er fimm manna; einstæð móð- ir með fjögur börn á aldrinum átta til sautján ára. Þetta er allt fólk sem kemur úr al-Waleed-flóttamanna- búðunum. Þær eru í eyðimörkinni nálægt landamærum Íraks, Sýrlands og Jórdaníu. Inga segir að þar hafi fólkið dvalið í tvö til þrjú ár. „Þess- ar flóttamannabúðir eru taldar það hættulegar að hjálparstarfsmenn mega ekki vera þar á nóttunni. Búð- irnar eru taldar á meðal þeirra verstu í heimi,“ segir Inga. Hún segir þó að fólkið beri sig merkilega vel, miðað við úr hvaða umhverfi það kemur. „Það er ekki annað að sjá á þeim en að þau séu hress. Andleg líðan þeirra mun þó ekki koma í ljós fyrr en eftir nokkra mánuði. Við erum búin að fá fræðslu um áfallastreitu en þar var okkur sagt að minningarnar og vonbrigðin í kjölfar dvalarinnar í flóttamanna- búðunum gætu hellst yfir síðar, þeg- ar lífið er komið í fastar skorður,“ seg- ir Inga. Hún segir þó að þau séu afar glöð yfir því að finna fyrir öryggi og að vera komin með þak yfir höfuðið. Hafa ágæta menntun Börnin eru nú byrjuð í skóla en þau hafa ágæta grunnmenntun að sögn Ingu. „Þau kunna að lesa og skrifa og að því leyti ágætlega í stakk búin til að falla inn í skólakerfið. Þau eru farin að nema íslensku, rétt eins og mæðurnar sem eru komnar í „prógram“ á milli níu og þrjú alla virka daga.“ Nokkrar af mæðrunum hafa há- skólamenntun frá því þær voru í námi í Bagdad. „Konan sem ég hjálpa hætti í skóla að loknum grunnskóla. Þá eignaðist hún sitt fyrsta barn. Hana langar hins vegar að læra meira,“ segir Inga en reiknað er með því að þær verði farnar að vinna eft- ir um sex mánuði. Þá er stefnt að því að þær verði fjárhagslega sjálfstæðar eftir ár. Hring eftir hring Inga segir að tungumálaerfiðleik- ar geri öll samskipti erfið. Sumir tali hrafl í ensku en hún segist þó reyna að tala bara íslensku og nota handa- bendingar til að gera sig skiljanlega. „Það er erfiðast að geta ekki tjáð sig óheft en hræðslan við misskilning er kannski verst,“ segir hún en reglulega hittast fjölskyldurnar með túlki. Inga segir að í heildina hafi verk- efnið gengið afar vel. „Það koma auð- vitað alltaf upp einhver vandamál en þau hafa hingað til verið smávægi- leg. Einhverjir krakkarnir fengu hjól um daginn og léku sér að því að hjóla hring eftir hring á móti umferð í einu hringtorginu. Í kjölfarið var ákveð- ið að lögreglan héldi hraðnámskeið í umferðarfræðslu,“ segir hún létt í bragði. Efasemdir á undanhaldi Áður en flóttafólkið kom til Ís- lands spruttu upp fáeinar raddir efa- semda. Hæst bar hljóm Magnúsar Þórs Hafsteinssonar sem gagnrýndi þessa ákvörðun frá upphafi. Inga er gagnrýnin á aðferðir hans. „Á með- an þetta var í umræðu hjá bæjaryfir- völdum tók Magnús Þór, bæjarfull- trúi og formaður félagsmálaráðs, sig út úr og fór að tjá sig í fjölmiðlum um að hann væri á móti þessu. Það var áður en félagsmálaráð hafði form- lega fjallað um málið. Hann tók ekki umræðuna innan frá heldur fór strax með hana út. Það er fordæmalaust,“ segir Inga og bætir við: „Hann fékk með sér einhverja fylgjendur en mín tilfinning er sú að þeir séu í miklum minnihluta. Margir hafa snúist eft- ir að verkefnið fór í gang og ég finn ekki mikið fyrir fordómum. Magnús Þór talar enn um að þetta sé vitleysa en ég er ekki viss um að margir deili þeirri skoðun hans. Þetta hefur geng- ið prýðilega hingað til og efasemda- raddir eru allavega ekki áberandi,“ segir hún að lokum. baldur@dv.is Inga Sigurðardóttir veitir flóttamönnum stuðning Lítur á það sem skyldu okkar Íslendinga að jafna mismun í heiminum. „Einhverjir krakkarnir fengu hjól um dag- inn og léku sér að því að hjóla hring eftir hring á móti umferð í einu hringtorginu. Í kjölfarið var ákveðið að lögreglan héldi hraðnámskeið í umferðarfræðslu.“ Inga Sigurðardóttir er ein þeirra sem tóku að sér að veita flóttamönnunum sem settust að á Akranesi stuðning. Hún segir hlutverk stuðningsfjölskyldna að hjálpa þeim að aðlagast breyttum aðstæðum og svara þeim spurningum sem upp koma. Inga finnur ekki mikið fyrir fordómum í garð fólksins og segir efasemdaraddir á undanhaldi. Al-Waleed flóttamannabúðirn- ar Þarna dvaldi flóttafólkið í tvö til þrjú ár áður en því bauðst að koma í Íslands. búðirnar eru sagðar á meðal þeirra verstu í heimi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.