Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Page 32
fimmtudagur 25. september 200832 Vesturland Flosi Ólafsson kveðst vera hé- gómlegur, kvíðinn og kjarklaus, gleyminn og þunglyndur, með hjartapínu í ofanálag. Hann tek- ur hlæjandi á móti blaðamanni á heimili sínu að Bergi í Reykholts- dal, fer með kveðskap og hellir kaffi í bolla. „Ég er að setja saman ljóða- bók. Eiginlega safn af vísum eftir sjálfan mig og ýmsa snjalla hagyrð- inga hér í nágrenninu,“ segir hann. „Svo varð ég fyrir því óláni um helg- ina að allar vísurnar nema ein hurfu úr tölvuskjali og nú þarf ég að fara yfir þetta allt upp á nýtt.“ Flosi hefur búið í Reykholtsdal með konu sinni í tæp tuttugu ár. Upphaflega keyptu hjónin íbúðar- húsið sem afdrep til þess að sinna ritstörfum og hafa það náðugt. Fljótlega kunnu þau svo vel við sig á staðnum að þau hættu að búa í borginni. Flosi virðist hinn hress- asti, en bendir á að hann kunni enn- þá að leika. Ekki sjálfgefið að skrifa „Já, það hafa safnast að mér ókjör af vísum sem ég hef verið að yfir- fara og snurfusa. Þetta er efni í heila bók en ég hef ekkert ákveðið um það hvort þetta verður nokkurn tímann gefið út,“ heldur Flosi áfram. Eft- ir tölvuslysið hyggst hann fara yfir kveðskapinn á nýjan leik og tryggja að til sé öryggisafrit af vinnunni. „Ég á auðvitað ennþá frumútgáfurnar af þessum vísum.“ Auk þess að vera í hópi ástsæl- ustu leikara þjóðarinnar hefur Flosi verið ötull pistlahöfundur í gegnum tíðina. Hann skrifaði vikulega í Þjóð- viljann á sínum tíma. Seinna í Al- þýðublaðið, Helgarpóstinn og fleiri blöð. Hann segir skrifin hjálpa til við að halda sér í formi og hann skrifist einatt á við systur sína sem býr í Ástr- alíu. „Hún er vel ritfær, sem er ekki sjálfgefinn eiginleiki.“ Matthíasi fyrirgefið „Þetta er hálfpartinn eins og að spila á píanó,“ heldur Flosi áfram um skriftirnar. Spilar Flosi kannski líka á píanó? „Í einni af dagbókarfærslum Matthíasar Jóhannessen segir hann frá því þegar hann hitti stúlkubarn. Hann segist hafa litið djúpt í augu hennar og spurt hvort hún spilaði á píanó. Hún sagðist ekkert vita um það. Hún ætti alveg eftir að prufa það,“ er svar Flosa. „Þegar ég las þetta dagbókarbrot kættist ég svo ærlega að ég er bú- inn að fyrirgefa Matthíasi allt hitt.“ Hvaða „allt hitt“ skyldi Flosi vera að tala um? „Dagbókina skrifar Matthí- as vitanlega út frá sinni eigin upplif- un hlutanna. Sumt er manni kannski ekki að skapi. Það breytir því hins vegar ekki að ég hef sökkt mér í lest- ur á þessum dagbókarfærslum eins og einhvers konar kjaftakerling. En látum það nú liggja á milli hluta.“ Rómantískur sveitadraumur Þegar Flosi er spurður hvers vegna Borgarfjörðurinn hafi orð- ið fyrir valinu þegar kom að því að flytjast úr fyrir Reykjavík leiklistar og skemmtanahalds, segir hann að ræturnar hafi þegar verið á staðnum. „Þetta var nokkurs konar rómantísk- ur draumur. Ég er ættaður héðan, bæði úr móður- og föðurætt. Sem krakki var ég í sveit á Oddsstöðum í Lundarreykjadal,“ segir hann. „Eftir að pabbi og mamma skildu ólst ég að miklu leyti upp hjá ömmu minni, sem var mikil afbragðskerling.“ Það lá því beinast við að leita fyr- ir sér í Borgarfirðinum. Þarna segist hann líka hafa haft sín fyrstu kynni af hestum, sem hann hefur ætíð haft mikið dálæti á. „Mamma setti mig í hnakkinn þegar ég var tveggja ára og reið með mig um allt héraðið hérna.“ Síðar eignaðist Flosi sjálfur hesta og var meðal frumkvöðla í því að fara með ferðamenn í hestaferðir um há- lendi Íslands. „Nú hefur hann Ól- afur sonur minn tekið við af mér í þessu. Hann er með hestaútgerð hér á Breiðabólsstað, sem er næsti bær við Reykholt.“ Hálfdauður í Saltnesálnum „Í hitteðfyrra var ég reyndar hér um bil drukknaður í hestaferð á Löngufjörum á Snæfellsnesi. Þá var ég á ferð með Óla syni mínum, Ragn- ari Arnalds og fleirum. Við vorum að ríða yfir svokallaðan Saltnesál, ekki langt frá Snorrastöðum.“ Flosi segir Saltnesálinn geta verið varasaman. Hann eigi það til að breyta sér á milli ára auk þess sem gæta þurfi að sjáv- arföllum. „Við vorum eitthvað seinir fyrir og skyndilega fór allt á hrokasund. Ég var á lítið taminni meri sem þarna kom í ljós að kunni ekki að synda. Hún fór á hvolf og ég einhvern veg- inn undir. Ragnar óð á móti mér og náði að draga mig upp. Þá hafði ég losað mig úr ístöðunum og hékk í faxinu á merinni. Hún brölti ein- hvern veginn á land eftir að hafa náð spyrnu í botninum,“ segir Flosi. „Það getur munað því að ég hef ekki sama atgervi og ég hafði áður.“ Leit að þægilegri innivinnu Flosi útskýrir að leiklistin hafi ekki endilega verið náttúrulegur val- kostur fyrir hann. Hann hafi frem- ur verið á höttunum eftir þægilegri innivinnu eftir talsverðar hrakfarir á menntaveginum. „Þegar ég loksins tók stúdentspróf hafði ég verið rek- inn alls sjö sinnum frá Menntaskól- anum á Akureyri. Pabbi vildi reyna að sjá til þess að ég gæti séð fyrir mér sjálfum á endanum og sendi mig í tannlæknanám í Þýskalandi.“ Þegar þangað var komið verteraði Flosi fljótlega yfir í nám í þjóðhag- fræði, þar eð tannlækningarnar heill- uðu ekki. „Ég gerði mér að vísu enga grein fyrir því að mestu snillingar gátu klárað þjóðhagfræðina á sextán árum, eins og hún var kennd þarna. Þeir fáu Íslendingar sem kláruðu þetta nám misstu flestir vitið á end- anum. Ég fór heim og kom mér í leik- listarskóla Þjóðleikhússins.“ Flosi var fastráðinn leikari í Þjóðleikhúsinu í nærri fjörutíu ár. Á Bergi undir Snældubjörgum í Reykholtsdal situr Flosi Ólafsson og safnar saman ljóðum í bók ásamt því að dvelja löngum stund- um yfir dagbókum Matthíasar Jóhannesen. Flosi leikur á als oddi, hlær og fer með kveðskap, en tjáir blaðamanni einnig að hann sé klár að þykjast. Und- ir niðri geti hann bæði verið dapur og kvíðinn. Hlæjandi í kvíða og hjartapínu Ellin hrellir „Ég hefði átt að hressast meira við að hætta að drekka. Hins vegar tók ellin við,“ segir flosi Ólafsson. Við hesthúsið trippin voru í haganum og sinntu ekki kalli flosa. sonur hans, Ólafur, býr í grenndinni og heldur sjötíu hesta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.