Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Blaðsíða 36
fimmtudagur 25. september 200836 Vesturland „Ég er búinn að koma mér vel fyrir hérna í Búðardal. Og ég er byrjaður að fara í þaulsetur á bæi. Fólk hér er einmitt með hugmynd um að stofna þaulsetur á svæðinu,“ segir Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð. Þegar blaðamaður hvá- ir og spyr hvers konar setur það sé eiginlega segist Grímur hafa verið að gantast. „Ég er bara að segja að það er gaman hérna og gott að vera.“ Blaðamaður jánkar vandræðalega og ber við að hafa gleymt að kveikja á fattaranum fyrir samtalið. Nóg um það. Grímur tók við sveitarstjóra- starfinu í júlí síðastliðnum eftir að hafa hætt nokkuð snögglega störf- um sem bæjarstjóri Bolungarvík- ur fyrr á árinu í kjölfar meirihluta- skipta þar í bæ. Hann og fjölskyldan fundu sér hús til leigu í Búðardal og una hag sínum vel. Börnin, sem eru fjögur talsins, eru þó í skóla í höf- uðborginni. „Yngri börnin mín tvö eru í skóla í Reykjavík en eru samt sem áður í skóla í Búðardal núna til að prófa. Við erum með tvískipt lögheimili sem eru svona dæmigert nútímamál. Ein dóttir mín er svo á öðru ári í MH og önnur í Landakots- skóla,“ segir Grímur. Miðstöð landbúnaðar í 1000 ár Í Dalabyggð búa sjö hundruð og tíu manns. Fólksfækkun hefur ver- ið stöðug í sveitarfélaginu síðustu ár. Þróunin snerist hins vegar við milli áranna 2006 og 2007. Spurð- ur um meginmuninn á Dalabyggð og Bolungarvík segir Grímur ekki beint hægt að líkja sveitarfélögun- um tveimur saman. „Þetta eru tvö ólík héruð. Bæði byggja reyndar á ótrúlega gömlum merg, en þó er Dalabyggð rótgrónara. Hér varð til miðstöð landbúnaðar á Íslandi fyr- ir þúsund árum og hefur alltaf verið. Helstu höfðingjar landsins bjuggu hér. Dalamenn fóru meðal annars í ver í Bolungarvík þar sem var fyrsta verstöð á Íslandi, sem er raunar þúsund ára líka. Grunnatvinnuveg- irnir eru því á þessum tveimur stöð- um þótt ólíkir séu.“ Líkindin með svæðunum seg- ir Grímur þó vera þau að þau hafa bæði verið utan hinna hefðbundnu þenslu- og vaxtasvæða. „Þau til- heyra í rauninni köldu hagsvæði og þar af leiðandi hefur verið háð mikil barátta og fólksfækkunin verið tölu- verð.“ Stríðsástand í borginni Að sögn Gríms eru kostirnir við Dalabyggð fyrst og fremst fámennið og nálægðin við alla. Stutt sé í allt og alla þjónustu, jafnvel í sveitum. „Svo er það auðvitað náttúran og það sem hún hefur upp á bjóða. Það er rosa- lega gott að vera barn hérna og að vera með fjölskyldu. Ég þekki það að vera með fjölskyldu í Reykjavík, sem hefur vissulega sína kosti. En allir eru einhvern veginn hlaupandi úr vinnu með símann á lofti að redda málum. Þetta er eiginlega stríðsá- stand. Það getur verið allt í lagi en það er líka gott að vera laus við slíkt eins og reyndin er hér. Það er mikil- vægt að telja upp kostina við að búa á landsbyggðinni. Með því að þekkja þessa kosti getur maður fyrst sett fram kröfur sem hlustað er á.“ Rafmagnsmálin grín Ekki er þó allt eintóm hamingja í sveitinni. Rafmagnsmálin eru til að mynda ekki eins og best verður á kosið. Í júlí síðastliðnum fór raf- magn af stórum hluta Dalabyggðar vegna bilunar. Rafmagnslaust var í á fjórðu klukkustund og ef allt væri eðlilegt hefði varalína átt að taka við. Það gerðist ekki þar sem sú lína var einnig biluð og sendi sveitarstjórn Dalabyggðar í kjölfarið frá sér álykt- un í síðasta mánuði. Þar sagði með- al annars að algjörlega ólíðandi væri að íbúar og fyrirtæki þurfi að búa við það ástand á 21. öldinni að rafmagn sé jafn ótryggt og raun beri vitni í Dalabyggð. Skorað var á stjórn Rarik og stjórnvöld að finna viðunandi lausn án tafar. Grímur segir í sjálfu sér engin við- brögð hafa borist við ályktuninni. „Við höfum svo sem farið víða með okkar ályktanir um rafmagnsmál,“ segir hann og bætir við að þetta mál sé aðeins einn angi af víðfeðmum rafmangsvanda sem svæðið búi við. Annar þáttur í því sé skortur á þriggja fasa rafmagni. „Það er alltaf verið að hvetja til hagræðingar, til dæmis í landbún- aði. Svo eru menn duglegir og byggja fjós og fleira, en þá þurfa þeir þrífasa rafmagn. Hér er hins vegar allt ein- fasa. Þetta er bara grín,“ lýsir Grím- ur. Hann bætir við að fólk í dreifbýli þurfi líka að borga meira en fólk í þéttbýli. „Þegar raforkulögin voru innleidd árið 2005 var talað um að Evrópusambandið hefði ekki vilj- að að íbúar í þéttbýli væru að nið- urgreiða fyrir aðra notendur. Þetta var samkeppnismýta sem allir í dag viðurkenna að ekki hafi þurft að taka svona hráa inn. Einhverra hluta vegna megum við samt niðurgreiða orku til stóriðju. En þá var sagt að orkusjóður myndi greiða orkufyr- irtækjunum mismuninn þannig að íbúar í dreifbýli myndu ekki þurfa að greiða hærra verð fyrir orkuna. Þetta var því miður algjörlega svikið. Við erum því að tala um 30 til 40 prósent- um hærra orkuverð inn til sveita en í þéttbýli. Þetta er auðvitað fáheyrð móðgun eins og svo margt í þessu.“ Sumir í miklum vanda Húsnæðisekla er annað sem íbú- ar Dalabyggðar hafa þurft að glíma við. Grímur segir þó blessunarlega teikn á lofti um breytingar til hins betra í þeim málum. „Byggingarfélögin eru farin að horfa hingað eftir að hafa verið al- gjörlega blind í þensluruglinu. Þá byggðu þau bara stanslaust á höf- uðborgarsvæðinu og öðrum þenslu- svæðum. Eftir að arðsemin af því að byggja þar minnkaði eru félögin til- búin að koma hingað. Við fögnum því náttúrlega. En þetta hefur hamlað öllum vexti hér og sumir eru í mikl- um vanda, það er bara staðreynd.“ Tækifæri í meisturunum Hvað framtíðina varðar sér Grím- ur mörg tækifæri í því að nýta sög- una og Íslendingasögurnar til að byggja upp blómlegt og lifandi svæði í Dalabyggð. „Þetta er vagga Íslend- ingasagnanna. Snorri Sturluson fæddist hér og helstu höfðingjar og mikilmenni Íslandssögunnar bjuggu á Hvammi í Dölum fram eftir öldum. Laxdæla og fleira, þetta er allt hérna,“ segir sveitarstjórinn og hækkar róm- inn lítið eitt. „Hér er síðan gott og öfl- ugt fólk með góðar hugmyndir. Hug- myndir og áræðni er góð blanda. Það þarf að rækta þennan mannauð.“ Stein Steinarr segir Grímur líka vera Dalamann. „Hann fæddist á Vestfjörðum en fór þaðan þegar hann var kornabarn. Í Dölunum kynntist Steinn svo öðrum Dalamanni, Jó- hannesi úr Kötlum, sem var kenn- arinn hans,“ segir Grímur og bæt- ir við að Stefán frá Hvítadal sé enn eitt Dalaskáldið. „Þetta eru meistar- ar sem þarf að passa upp á og tengja betur. Og við erum að komast „í leið“ eftir að hafa verið svolítið mikið „úr leið“ á meðan leiðin vestur var aðal- lega um Strandirnar. Þegar leiðin um Arnkötludal opnast fer öll umferð um Vestfirði hér í gegn og það vil ég að við virkjum. Hér er ógrynni tæki- færa sem við getum nýtt.“ kristjanh@dv.is Grímur Atlason tók við sveitarstjórastarfi í Dalabyggð í júlí. Hann unir hag sínum vel í sveitinni og horfir til mikilmenna eins og Snorra Sturlusonar, Guðrúnar Ósvífursdóttur og Steins Steinarr þegar hann veltir fyrir sér framtíðartækifærum svæðisins. Þau voru nefnilega öll úr Dölunum að sögn Gríms, þótt ekki allir tengi þau við það svæði í fyrstu. Úr stríði í frið Í Dalabyggð búa sjö hundruð og tíu fólksfækkun hefur verið stöðug í sveitarfélaginu síðustu ár en snerist þó við milli áranna 2006 og 2007. Þenslurugl „byggingarfélögin eru farin að horfa hingað eftir að hafa verið algjörlega blind í þensluruglinu,“ segir grímur um húsnæðisekluna sem dalabyggð hefur þurft að glíma við síðustu ár. Grímur Atlason „Ég þekki það að vera með fjölskyldu í reykjavík, sem hefur vissulega sína kosti. en allir eru einhvern veginn hlaupandi úr vinnu með símann á lofti að redda málum. Þetta er eiginlega stríðsástand.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.