Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Page 42
Ættfræði DVföstudagur 26. september 200842 Runólfur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Garðabæ frá fjögurra ára aldri. Þá var hann í sveit á sumrin á Flögu í Skaftártungu. Runólfur lauk stúdentsprófi frá MR 1978, stundaði nám við Tónlistarskóla FÍH 1983-84, lauk kandídatsprófi í viðskiptafræði frá HÍ 1984, lauk meistaranámi í við- skiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun við HÍ 2001. Runólfur var flokksstjóri í vinnu- skólum í Garðabæ og í Kópavogi á menntaskólaárum, stundaði versl- unarstörf hjá FACO, starfaði við menntamálaráðuneytið 1981-90, síðast deildarstjóri fjármála og tölvu- deildar 1987-90. Runólfur var framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1991- 2000, var fjármálastjóri Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur og síðar Mennta- sviðs Reykjavíkur 2000-2007 og hefur síðan verið framkvæmdastjóri fjár- mála- og rekstrarsviðs Háskólans í Reykjavík. Runólfur sat í samninganefnd rík- isins 1986-89, var formaður mats- nefndar tónlistarkennara 1984-90, sat í nefnd til að endurskoða reglugerð um sérkennslu 1987-88, í nefnd til að endurskoða reglugerð um Reikni- stofnun HÍ og í Úthlutunarnefnd Starfsmenntunarsjóðs FT og FÍH, var formaður nefndar vegna endur- skoðunar á rekstri Sjálfsbjargar á Ak- ureyri og formaður nefndar um mál- efni tónlistarskóla 1990, var gjaldkeri stjórnar FÍH 1988-96, sat í byggingar- nefnd Þjóðleikhússins 1989-96, hefur setið í úthlutunarnefnd Verkefna- og starfsmenntunarsjóðs Starfsmanna- félags Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá 1990, sat í stjórn Sinfóníuhljóm- sveitar æskunnar 1991-94, í stjórn Samtaka um tónlistarhús frá 1991- 2000, í stjórn Tónlistarráðs Íslands frá 1991-2000 og í stjórn Tónlistar fyrir alla 1994-2000. Runólfur er stofnfélagi í JC Görð- um og var nefndarformaður, varafor- seti og gjaldkeri félagsins á árunum 1978-82. Hann starfaði í skátafélag- inu Vífli í Garðabæ á árunum 1964-76 og var m.a. flokksforingi þar og sveit- arforingi. Fjölskylda Runólfur kvæntist 18.7. 1998 Guðrúnu Eyjólfsdóttur, f. 14.7. 1960, þroskaþjálfa. Hún er dóttir Eyjólfs Sigurðssonar, fyrrv. framkvæmda- stjóra Kiwanis í Evrópu, og Sjafnar Ólafsdóttur húsmóður. Börn Runólfs eru Sigrún Þuríður Runólfsdóttir, f. 18.5. 1981, BS í sál- fræði og flugfreyja, búsett í Reykjavík; Lilja Björk Runólfsdóttir, f. 10.2. 1988, nemi við Tónlistarskóla FÍH; Leif- ur Ingimundur Runólfsson, f. 19.11. 1994, nemi í grunnskóla. Stjúpdóttir Runólfs er Kristín Harðardóttir, f. 30.4. 1976, háskóla- nemi. Systir Runólfs var Hjördís Leifs- dóttir, f. 6.2. 1962, d. 19.1. 2003, var búsett í Hveragerði. Foreldrar Runólfs eru Leifur Krist- inn Guðmundsson, f. 19.9. 1934, vélfræðingur í Reykjavík, og Sigrún Þuríður Runólfsdóttir, f. 6.12. 1939, skrifstofukona. Runólfur heldur upp á afmælið með fjölskyldunni. 50 ára á föstudag RunólfuR BiRgiR leifsson framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Háskólans í reykjavík Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson kgk@dv.is Kjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Stefán Haraldsson verkefnastjóri hjá ÍAV Stefán fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Norðurmýrinni. Hann lauk B.Sc.-prófi í véltæknifræði frá Tækniháskólanum í Odense 1983. Stefán stundaði tækni- og stjórnun- arstörf hjá Asiaco hf., Ísal og Ístak á árun- um 1983-93. Hann var framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykja- víkur 1993-2007 en hef- ur verið verkefnastjóri hjá Íslenskum aðal- verktökum síðan þar sem hann vinnur nú við bygg- ingu Tónlistarhúss við Austur- bakkann í Reykjavík. Stefán hefur sinnt ýmsum trúnaðar- og félagsstörfum fyr- ir Bandalag íslenskra Farfugla, allt frá unglingsárunum. Hann er stjórnarformaður Farfugla á Íslandi og gegndi trúnaðar- störfum fyrir Hostelling Inter- national, IYHF. Fjölskylda Stefán kvæntist 30.12. 1979 Guðrúnu Indriðadóttur, f. 18.10. 1957, leirlistakonu. Hún er dótt- ir Indriða Sigurðssonar sem er látinn, og Svövu Jennýjar Þorsteins- dóttur í Reykjavík. Börn Stefáns og Guðrúnar eru Helga Jenný Stef- ánsdóttir, f. 14.7. 1980, háskólanemi; María Rún Stefáns- dóttir, f. 3.12. 1991, nemi. Systir Stefáns er Áslaug Har- aldsdóttir, f. 21.10. 1956, yfirverkfræð- ingur hjá Boeing- verksmiðjunum í Seattle í Bandaríkj- unum. Hálfbróðir Stefáns, sam- feðra, er Þórður Haraldsson, f. 19.7. 1951, annast rekstur tré- smiðju Stálsmiðjunnar, búsett- ur í Kópavogi. Foreldrar Stefáns eru Har- aldur Þórðarson, f. 5.1. 1927, fyrrv. forstöðumaður tækni- deildar SVR, og María Áslaug Guðmundsdóttir, f. 27.2. 1930, fyrrv. deildarstjóri í félagsmála- ráðuneytinu, en þau eru búsett í Reykjavík. Stefán hélt upp á afmælið 25.9. sl. og verður að heiman á afmælisdaginn. 50 ára á föstudag Anna Sólveig Smáradóttir sjúkraþjálfari á Akranesi Anna Sólveig fæddist á Akranesi og ólst þar upp auk þess sem fjölskyldan var í Danmörku á ár- unum 1984-87. Hún var í Grundaskóla á Akranesi, barna- skóla í Óðinsvéum, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi 1998, stundaði nám í líffræði við Auburn Univers- ity í Mont Gom- ery í Alabama og lauk þar B.Sc.-prófi í sameindalíffræði, stundaði nám í sjúkraþjálf- un við University of Alabama Birmingham og lauk þaðan mastersnámi í sjúkraþjálfun 2003. Anna Sólveig vann í fisk- verkun hjá H.B. & Co á Akra- nesi, vann á gæsluvelli og var knattspyrnuþjálfari hjá ÍA á skólaárunum. Þá vann hún eitt sumar hjá deCODE, Íslenskri erfðagreiningu. Að námi loknu hóf hún störf á Reykjalundi í ársbyrjun 2004 og hefur starfað þar síðan. Þá kennir hún pilates-leikfimi. Anna Sólveig lék með meistaraflokki ÍA í fótbolta, AUM-há- skólaliðinu í Banda- ríkjunum og lék nokkra leiki með U-16 ára landsliði íslands. Hún situr í stjórn Rauða kross Íslands á Akranesi og í stjórn Félags íslenskra sjúkra- þjálfara. Þá er hún í saumaklúbbun- um DSOA og Skaga- saumi. Fjölskylda Eiginmaður Önnu Sólveigar er Sigurjón Jónsson, f. 1.4. 1978, kennari. Sonur Önnu Sólveigar og Sigurjóns er Gunnar Smári Sig- urjónsson, f. 15.8. 2006. Bræður Önnu Sólveigar eru Arnór Smárason, f. 7.9. 1988; Sverrir Mar Smárason, f. 1.11. 1995. Foreldrar Önnu Sólveigar eru Smári Viðar Guðjónsson, f. 17.9. 1960, véltæknifræðing- ur og framkvæmdastjóri Klafa, búsettur á Akranesi, og Guð- laug Margrét Sverrisdóttir, f. 5.3. 1961, leikskólakennari. 30 ára á fimmtudag Daníel Snær fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp og í Mosfells- bænum. Hann var í Varmárskóla og Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar, lauk stúdentsprófi frá MS 1998 og lauk prófi í tölvurekstrarfræði við HÍ 2001. Þá stundar hann nú nám við Viðskiptaháskólann á Bifröst með vinnu. Daníel starfaði á Essó-bensín- stöðvum á menntaskólaárunum og var sendill hjá Heilsugæslunni í Reykjavík. Hann hóf störf hjá Hag- stofu Íslands 2007 og hefur starfað þar síðan. Daníel Snær hóf að æfa og keppa í handbolta með Aftureldingu er hann var ellefu ára. Hann lék síð- an með Val frá 1994, lék með meist- araflokki liðsins 1997-2001, lék með Haslum í Ósló í Noregi 2001-2003, með Torrevieja á Spáni 2003-2004, FCK Köbenhavn 2004-2005 og loks með Team Helsinge í Danmörku 2005-2006. Daníel lék fjölda landsleikja með unglingalandsliðum Íslands í hand- bolta. Fjölskylda Eiginkona Daníels Snæs er Agn- es Helga Martin, f. 14.3. 1978, dýra- læknir. Sonur Daníels Snæs og Agnesar Helgu er Ísak Sindri, f. 3.6. 2008. Systir Daníels Snæs er Ása Ragn- arsdóttir, f. 8.2. 1983, háskólanemi í Reykjavík. Fóstursystkini Daníels eru Grím- ur Ásgeir Björnsson, f. 19.4. 1989, nemi; Erla Björnsdóttir, f. 26.7. 1992, nemi. Móðir Daníels Snæs er Ása Jóns- dóttir, f. 7.3. 1957, gjaldkeri hjá ASÍ, búsett í Reykjavík. Stjúpfaðir Daníels Snæs er Björn Halblaub, f. 9.5. 1944, starfsmaður við Heilsugæsluna í Reykjavík. Daníel Snær Ragnarsson starfsmaður við Hagstofu Íslands 30 ára á laugardag upplýsingar um afmælisbörn senda má uppLýsingar um afmæLisbörn á kgk@dV.is merkir íslendingar Karl fæddist á Norðfirði, sonur Lúð- víks S. Sigurðssonar, þekkts útgerðar- manns á Norðfirði, og k.h., Ingibjargar Þorláksdóttur húsfreyju. Karl lauk gagnfræðaprófi frá MA, stundaði nám við MR, var lyfjafræði- nemi við Reykjavíkur Apótek, lauk DfH-prófi 1933 og cand.pharm.-prófi með 1. einkunn 1937. Hann var lyfja- fræðingur við Laugavegs Apótek 1937- 1939, við Reykjavíkur Apótek 1939- 1952, stofnaði Apótek Austurbæjar 1953 og var fyrsti lyfsali þess og starf- rækti það til 1986. Karl var formaður Lyfjafræðinga- félags Íslands 1945-1947 Á þeim árum varð til fyrsti skriflegi kjarasamningur Lyfjafræðingafélags Íslands við Apó- tekarafélag Íslands en með því bötn- uðu kjör lyfjafræðinga til muna. Þá sat hann í stjórn Apótekarafélags Íslands og var formaður þess í fjögur ár. Karl kom að stofnun og starfrækslu fjölda fyrirtækja. Hann var einn af stofnend- um Pharmaco hf. 1956 og sat í stjórn þess í mörg ár, stofnaði, ásamt Werner Rasmusen, fyrirtækið Flugeldar sf. 1959, keypti verslunina Bristol sf. af Þorsteini, tengdaföð- ur sínum, stofnaði Inn- réttingahúsið hf. 1978, var meðeigandi í Austur- bakka og stofnaði, ásamt Ara Sæmundsen og bræðrum hans, fyrirtækið Gróco hf. Þá var hann einn af stofnendum Fiskeldis hf. á Húsavík 1980. Karl keypti land og byggði sér sumarhúsið Lynghól við Elliðavatn þar sem hann stóð fyrir myndar- legri skógrækt. Þá festi hann kaup á eyðifirðinum Hell- isfirði, ásamt Sigurði, syni sínum, og byggði þar myndarlegt sumarhús. Karl var mikill silungs- og laxveiðimaður en hann setti frægt lax- veiðimet árið 1970 er hann veiddi 93 laxa á þremur dögum í Langá á Mýrum í Borgarfirði. Eiginkona Karls var Svanhildur Jóhanna Þor- steinsdóttir og eignuðust þau fjögur börn. Niðjamót afkomenda Lúðvíks Sig- urðar Sigurðssonar og Ingibjargar Þor- láksdóttur á Norðfirði verður haldið á Álftanesi nú um helgina. Karl Lúðvíksson f. 27. september 1908, d. 28. september 1997

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.