Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Qupperneq 42
Ættfræði DVföstudagur 26. september 200842 Runólfur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Garðabæ frá fjögurra ára aldri. Þá var hann í sveit á sumrin á Flögu í Skaftártungu. Runólfur lauk stúdentsprófi frá MR 1978, stundaði nám við Tónlistarskóla FÍH 1983-84, lauk kandídatsprófi í viðskiptafræði frá HÍ 1984, lauk meistaranámi í við- skiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun við HÍ 2001. Runólfur var flokksstjóri í vinnu- skólum í Garðabæ og í Kópavogi á menntaskólaárum, stundaði versl- unarstörf hjá FACO, starfaði við menntamálaráðuneytið 1981-90, síðast deildarstjóri fjármála og tölvu- deildar 1987-90. Runólfur var framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1991- 2000, var fjármálastjóri Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur og síðar Mennta- sviðs Reykjavíkur 2000-2007 og hefur síðan verið framkvæmdastjóri fjár- mála- og rekstrarsviðs Háskólans í Reykjavík. Runólfur sat í samninganefnd rík- isins 1986-89, var formaður mats- nefndar tónlistarkennara 1984-90, sat í nefnd til að endurskoða reglugerð um sérkennslu 1987-88, í nefnd til að endurskoða reglugerð um Reikni- stofnun HÍ og í Úthlutunarnefnd Starfsmenntunarsjóðs FT og FÍH, var formaður nefndar vegna endur- skoðunar á rekstri Sjálfsbjargar á Ak- ureyri og formaður nefndar um mál- efni tónlistarskóla 1990, var gjaldkeri stjórnar FÍH 1988-96, sat í byggingar- nefnd Þjóðleikhússins 1989-96, hefur setið í úthlutunarnefnd Verkefna- og starfsmenntunarsjóðs Starfsmanna- félags Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá 1990, sat í stjórn Sinfóníuhljóm- sveitar æskunnar 1991-94, í stjórn Samtaka um tónlistarhús frá 1991- 2000, í stjórn Tónlistarráðs Íslands frá 1991-2000 og í stjórn Tónlistar fyrir alla 1994-2000. Runólfur er stofnfélagi í JC Görð- um og var nefndarformaður, varafor- seti og gjaldkeri félagsins á árunum 1978-82. Hann starfaði í skátafélag- inu Vífli í Garðabæ á árunum 1964-76 og var m.a. flokksforingi þar og sveit- arforingi. Fjölskylda Runólfur kvæntist 18.7. 1998 Guðrúnu Eyjólfsdóttur, f. 14.7. 1960, þroskaþjálfa. Hún er dóttir Eyjólfs Sigurðssonar, fyrrv. framkvæmda- stjóra Kiwanis í Evrópu, og Sjafnar Ólafsdóttur húsmóður. Börn Runólfs eru Sigrún Þuríður Runólfsdóttir, f. 18.5. 1981, BS í sál- fræði og flugfreyja, búsett í Reykjavík; Lilja Björk Runólfsdóttir, f. 10.2. 1988, nemi við Tónlistarskóla FÍH; Leif- ur Ingimundur Runólfsson, f. 19.11. 1994, nemi í grunnskóla. Stjúpdóttir Runólfs er Kristín Harðardóttir, f. 30.4. 1976, háskóla- nemi. Systir Runólfs var Hjördís Leifs- dóttir, f. 6.2. 1962, d. 19.1. 2003, var búsett í Hveragerði. Foreldrar Runólfs eru Leifur Krist- inn Guðmundsson, f. 19.9. 1934, vélfræðingur í Reykjavík, og Sigrún Þuríður Runólfsdóttir, f. 6.12. 1939, skrifstofukona. Runólfur heldur upp á afmælið með fjölskyldunni. 50 ára á föstudag RunólfuR BiRgiR leifsson framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Háskólans í reykjavík Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson kgk@dv.is Kjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Stefán Haraldsson verkefnastjóri hjá ÍAV Stefán fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Norðurmýrinni. Hann lauk B.Sc.-prófi í véltæknifræði frá Tækniháskólanum í Odense 1983. Stefán stundaði tækni- og stjórnun- arstörf hjá Asiaco hf., Ísal og Ístak á árun- um 1983-93. Hann var framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykja- víkur 1993-2007 en hef- ur verið verkefnastjóri hjá Íslenskum aðal- verktökum síðan þar sem hann vinnur nú við bygg- ingu Tónlistarhúss við Austur- bakkann í Reykjavík. Stefán hefur sinnt ýmsum trúnaðar- og félagsstörfum fyr- ir Bandalag íslenskra Farfugla, allt frá unglingsárunum. Hann er stjórnarformaður Farfugla á Íslandi og gegndi trúnaðar- störfum fyrir Hostelling Inter- national, IYHF. Fjölskylda Stefán kvæntist 30.12. 1979 Guðrúnu Indriðadóttur, f. 18.10. 1957, leirlistakonu. Hún er dótt- ir Indriða Sigurðssonar sem er látinn, og Svövu Jennýjar Þorsteins- dóttur í Reykjavík. Börn Stefáns og Guðrúnar eru Helga Jenný Stef- ánsdóttir, f. 14.7. 1980, háskólanemi; María Rún Stefáns- dóttir, f. 3.12. 1991, nemi. Systir Stefáns er Áslaug Har- aldsdóttir, f. 21.10. 1956, yfirverkfræð- ingur hjá Boeing- verksmiðjunum í Seattle í Bandaríkj- unum. Hálfbróðir Stefáns, sam- feðra, er Þórður Haraldsson, f. 19.7. 1951, annast rekstur tré- smiðju Stálsmiðjunnar, búsett- ur í Kópavogi. Foreldrar Stefáns eru Har- aldur Þórðarson, f. 5.1. 1927, fyrrv. forstöðumaður tækni- deildar SVR, og María Áslaug Guðmundsdóttir, f. 27.2. 1930, fyrrv. deildarstjóri í félagsmála- ráðuneytinu, en þau eru búsett í Reykjavík. Stefán hélt upp á afmælið 25.9. sl. og verður að heiman á afmælisdaginn. 50 ára á föstudag Anna Sólveig Smáradóttir sjúkraþjálfari á Akranesi Anna Sólveig fæddist á Akranesi og ólst þar upp auk þess sem fjölskyldan var í Danmörku á ár- unum 1984-87. Hún var í Grundaskóla á Akranesi, barna- skóla í Óðinsvéum, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi 1998, stundaði nám í líffræði við Auburn Univers- ity í Mont Gom- ery í Alabama og lauk þar B.Sc.-prófi í sameindalíffræði, stundaði nám í sjúkraþjálf- un við University of Alabama Birmingham og lauk þaðan mastersnámi í sjúkraþjálfun 2003. Anna Sólveig vann í fisk- verkun hjá H.B. & Co á Akra- nesi, vann á gæsluvelli og var knattspyrnuþjálfari hjá ÍA á skólaárunum. Þá vann hún eitt sumar hjá deCODE, Íslenskri erfðagreiningu. Að námi loknu hóf hún störf á Reykjalundi í ársbyrjun 2004 og hefur starfað þar síðan. Þá kennir hún pilates-leikfimi. Anna Sólveig lék með meistaraflokki ÍA í fótbolta, AUM-há- skólaliðinu í Banda- ríkjunum og lék nokkra leiki með U-16 ára landsliði íslands. Hún situr í stjórn Rauða kross Íslands á Akranesi og í stjórn Félags íslenskra sjúkra- þjálfara. Þá er hún í saumaklúbbun- um DSOA og Skaga- saumi. Fjölskylda Eiginmaður Önnu Sólveigar er Sigurjón Jónsson, f. 1.4. 1978, kennari. Sonur Önnu Sólveigar og Sigurjóns er Gunnar Smári Sig- urjónsson, f. 15.8. 2006. Bræður Önnu Sólveigar eru Arnór Smárason, f. 7.9. 1988; Sverrir Mar Smárason, f. 1.11. 1995. Foreldrar Önnu Sólveigar eru Smári Viðar Guðjónsson, f. 17.9. 1960, véltæknifræðing- ur og framkvæmdastjóri Klafa, búsettur á Akranesi, og Guð- laug Margrét Sverrisdóttir, f. 5.3. 1961, leikskólakennari. 30 ára á fimmtudag Daníel Snær fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp og í Mosfells- bænum. Hann var í Varmárskóla og Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar, lauk stúdentsprófi frá MS 1998 og lauk prófi í tölvurekstrarfræði við HÍ 2001. Þá stundar hann nú nám við Viðskiptaháskólann á Bifröst með vinnu. Daníel starfaði á Essó-bensín- stöðvum á menntaskólaárunum og var sendill hjá Heilsugæslunni í Reykjavík. Hann hóf störf hjá Hag- stofu Íslands 2007 og hefur starfað þar síðan. Daníel Snær hóf að æfa og keppa í handbolta með Aftureldingu er hann var ellefu ára. Hann lék síð- an með Val frá 1994, lék með meist- araflokki liðsins 1997-2001, lék með Haslum í Ósló í Noregi 2001-2003, með Torrevieja á Spáni 2003-2004, FCK Köbenhavn 2004-2005 og loks með Team Helsinge í Danmörku 2005-2006. Daníel lék fjölda landsleikja með unglingalandsliðum Íslands í hand- bolta. Fjölskylda Eiginkona Daníels Snæs er Agn- es Helga Martin, f. 14.3. 1978, dýra- læknir. Sonur Daníels Snæs og Agnesar Helgu er Ísak Sindri, f. 3.6. 2008. Systir Daníels Snæs er Ása Ragn- arsdóttir, f. 8.2. 1983, háskólanemi í Reykjavík. Fóstursystkini Daníels eru Grím- ur Ásgeir Björnsson, f. 19.4. 1989, nemi; Erla Björnsdóttir, f. 26.7. 1992, nemi. Móðir Daníels Snæs er Ása Jóns- dóttir, f. 7.3. 1957, gjaldkeri hjá ASÍ, búsett í Reykjavík. Stjúpfaðir Daníels Snæs er Björn Halblaub, f. 9.5. 1944, starfsmaður við Heilsugæsluna í Reykjavík. Daníel Snær Ragnarsson starfsmaður við Hagstofu Íslands 30 ára á laugardag upplýsingar um afmælisbörn senda má uppLýsingar um afmæLisbörn á kgk@dV.is merkir íslendingar Karl fæddist á Norðfirði, sonur Lúð- víks S. Sigurðssonar, þekkts útgerðar- manns á Norðfirði, og k.h., Ingibjargar Þorláksdóttur húsfreyju. Karl lauk gagnfræðaprófi frá MA, stundaði nám við MR, var lyfjafræði- nemi við Reykjavíkur Apótek, lauk DfH-prófi 1933 og cand.pharm.-prófi með 1. einkunn 1937. Hann var lyfja- fræðingur við Laugavegs Apótek 1937- 1939, við Reykjavíkur Apótek 1939- 1952, stofnaði Apótek Austurbæjar 1953 og var fyrsti lyfsali þess og starf- rækti það til 1986. Karl var formaður Lyfjafræðinga- félags Íslands 1945-1947 Á þeim árum varð til fyrsti skriflegi kjarasamningur Lyfjafræðingafélags Íslands við Apó- tekarafélag Íslands en með því bötn- uðu kjör lyfjafræðinga til muna. Þá sat hann í stjórn Apótekarafélags Íslands og var formaður þess í fjögur ár. Karl kom að stofnun og starfrækslu fjölda fyrirtækja. Hann var einn af stofnend- um Pharmaco hf. 1956 og sat í stjórn þess í mörg ár, stofnaði, ásamt Werner Rasmusen, fyrirtækið Flugeldar sf. 1959, keypti verslunina Bristol sf. af Þorsteini, tengdaföð- ur sínum, stofnaði Inn- réttingahúsið hf. 1978, var meðeigandi í Austur- bakka og stofnaði, ásamt Ara Sæmundsen og bræðrum hans, fyrirtækið Gróco hf. Þá var hann einn af stofnendum Fiskeldis hf. á Húsavík 1980. Karl keypti land og byggði sér sumarhúsið Lynghól við Elliðavatn þar sem hann stóð fyrir myndar- legri skógrækt. Þá festi hann kaup á eyðifirðinum Hell- isfirði, ásamt Sigurði, syni sínum, og byggði þar myndarlegt sumarhús. Karl var mikill silungs- og laxveiðimaður en hann setti frægt lax- veiðimet árið 1970 er hann veiddi 93 laxa á þremur dögum í Langá á Mýrum í Borgarfirði. Eiginkona Karls var Svanhildur Jóhanna Þor- steinsdóttir og eignuðust þau fjögur börn. Niðjamót afkomenda Lúðvíks Sig- urðar Sigurðssonar og Ingibjargar Þor- láksdóttur á Norðfirði verður haldið á Álftanesi nú um helgina. Karl Lúðvíksson f. 27. september 1908, d. 28. september 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.