Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1904, Blaðsíða 18
234
Skyi'slur þær um fjárliag sparisjóða fyrir árin 1898—1902. sem prentaðar eru hjer
að framan, eru að öllu 1 eyti samdar eptir reikningságripum þeim, sem sjóðirnir senda á ári
hverju til landshöfðingja, samkvæmt skyldu þeirri, er þeim hefir verið á herðar lögð, þegar
þeim hefir verið veitt hlunnindi þau, er tilskipun 5. janúar 1874 r.æðir um, sbr. ennfremur
lög um hagfræðisskyrslur 8. nóvbr. 1895.
Um hina einstöku liði í skýrslunum lijer að framan skal það tekið fram, er hjer
segir:
Það hefir eigi þótt ástreða til að tilgreina stofnunardag sjóðanna, heldur aðeins stofn-
unarárið. Einnig er hjer sleppt upplýsingum um það, hvenrer sjóðunum hafi fyrst verið veitt
hlunnindi samkvremt tilskipun 5. janúar 1874.
It e i k n i n g s t í m a b i 1 flestra sparisjóða er almanaksárið nú orðið, eins og eðli-
legast er. l'ó fylgja einstöku sjóðir annari reglu og einn af sjóðunum lœtur reikning sinn ná
aðeins yfir eitt misseri í einu. Þar sem svo er ástatt, hafa tvö reikningságrip verið dregin
saman í eitt í skýrslunum hjer að framan.
Um innlög í sjóðina og útborgun á innlögum er það að segja, að þar
sem þess er eigi getið í skýrslunni fyrir árið 1898 við sparisjóðinn á Seyðisfirði, hve mik-
ið hafi verið lagt inn eða tekið út á hlutsðeigandi reikningstímabili, þá hefir eigi verið nnnt
að fá neinar upplýsingar í því efni af reikningságripi sjóðsins fyrir það ár. Þar hefir aðeins
verið tilgreint, hve há innlögin hafi verið í byrjun reikningstímabilsins og aptur í lok þess.
Aðvitað má af þessu sjá, hvort innstreðufje sjóðsins hefir vaxið eða minkaðá reikningstímabil-
inu, en hitt sjest eigi af því, hve mikið hefir verið lagt inn í sjóðinn á árinu, og hve mikið
tekið út.
V e x t i r a f i n n 1 ö g u m hafa flestir sjóðirnir tilgreint hve miklir væru, en opt
hefir eigi verið unnt að sjá, hvort dagvextir vreru taldir með í útborguðum innlögum eður eigi.
Varasjóður sparisjóðanna er sú npphœð talin, er sjóðirnir hafa átt sem skuld-
lansa eign um fram skuldbindingar sínar í lok reikningstímabilsins.
Gróði á reikningstímabilinu er það talið, er varasjóður hefir auki/.t frá nœsta reikn-
ing8tímabili á undan.
Eigi er það alstaöar, að fullnregjandi upplýsingar hafi fengizt um það, hvernig fje
sjóðanna hafi verið ávaxtað. Að vísu hafa reikningságripin œtíð borið með sjer,
live útlánin alls hafa verið liá í lok hlutaðeigandi reikningstímabils, en í nokkrum reikn-
ingságripunum, svo sem í reikningságiipi sparisjóðsins á Sevðisfirði fyrir árið 1898 og reikn-
ing8ágripum sparisjóðsins á Vopnafirði og sparisjóðs Kirkjubóls- og Fellslireppa öll árin (1898
—1900), er það eigi sundurliðað, hve mikið af lánunum liafi verið tryggt með veði í fasteign,
hve mikið með sjálfskuldarábyrgð og hve mikið með veði í handveðum. Þar sem svo er ástatt,
hefir orðið að hafa eyður í lilutaðeigandi dálkum í skýrsluuum lijer að framan.
Það hefir eigi verið unnt að tilgreina sjerstaklega, hvernig innstreðufje sparisjóðs-
deildar landsbankans er ávaxtað, með því að það er gjört arðberandi saman við annað það
starfsfje, er bankinn hefir til umráða, og sem aðalreikningur er saminn yfir í einu lagi.
Með aðalupphœð sjóðanna er átt við þá upphæð, er samanlagðar eigur eður starfsfje
hvers einstaks sjóðs hafa numið í lok reikningstímabilsins. Um mismun á activa og passiva
sumra sjóðanna skal vísað til athugasemdanna við hin einstöku ár,