Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1904, Blaðsíða 243
459
Yfir lit
yfir skýrslurnar um tekjur og tekjuskatt 1902 (tekjuárið 1900)
með hliðsjón af fyrri árum.
Skyrslurnar ná yfir tekjur af eign, og einkum fasteignum, um skuldabrjefaeign manua
er mönnum sjaldnast kunnugt. Þær ná ennfremur yfir atvinnutekjur, af embættisrekstri,
verzluu og iðnaði, en ekki yfir atviunutekjur af landbúnaði eða sjáfarútvegi.
Um áreiðanleik skyrslanna má taka það fram, að skattskyldar fasteignir munu
næstum æfinlega vera taldar með í skýrslunum, embættislaun sömuleiðis. Atvinnutekjur af
verzlun eru nefndunum, sem skýrslurnar semja síður kunnar. Þær eru stundum settar mjög
lágt, en stundum gífurlega hátt. Atvinnutekjur af iðnaði, eða tekjur ýmsra iðnaðarmanna
sýnast opt lágt taldar af nefndunum. Þegar reiknaðar eru tekjur af verzlun til skatts í Bret-
landi eru þær teknar eptir 3 ára meðaltali. Það sýnist vera skynsamari aðferð en sú sem
hjer er höfð, og rjettlátari. Jafnframt gjörir sú aðferð tekjuskattaf atvinnu stöðugri, en hann
getur verið hjer á landi, með því að leggja eins árs tekjur til grundvallar.
1. Tala gjaldþegna sem eignarskatti áttu að svara hefir farið lækkandi eptir
1877, það tekjuár var skatturinn fyrst lagður á. Hjer í yfirlitinu er allt af talið tekjuárið
en ekki árið sem skatturinn var innheimtur á, nema þegar talað er um tekjuskattinn sjálfan
allra síðasi. Tala þessara gjaldþegna var:
1877—79 meðaltal ... 1475
1884—90 ......................... 1370
1891—95 ........................ 1327
1896 1301
1897 1310
1898 ................................ 1296
1899 1276
1900 ................................ 1246
1897 er tala þessara gjaldþegna lítið eitt hærri, en hún hefir verið árið áður, annars lækkar
hún árlega.
2. Áætlaðar eignartekjur og þinglýstar veðskuldir á þeim
koma þessu næst. Þær hafa verið hin áðurnet'ndu ár:
Á r i n : Áætlaðar tekjur Vextir af þingl. veð- skuldum Skattskyld- ar tekjur Áætlaðar tekjur á gjaldanda Skattskyld- ar tekjur á gjaldanda
kr. kr. kr. kr. kr.
1877—79 meðaltal 252000 15800 223000 172 151
1884 90 242000 24400 170000 177 147
1891—95 227000 25800 166000 186 139
1896 223832 28406 181350 172 139
1897 — 216961 27598 175700 166 135
1898 213368 29385 169950 166 132
1899 212835 30030 169375 167 133
1900 227358 32083 179725 182 144
Einkennilegt er það 1900, hve háar tekjurnar eru á hvern gjaldanda bæði áætlaðar
og skattskyldar tekjur, og hve háar þær eru í sjálfu sjer, samanbornar við næstu árin á und.
an. Verðlag á þeim vörum sem jarðarafgjöld eru aðallega borguð í hefir verið:
59