Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1904, Blaðsíða 304
520
is styrkþega. í sveitunum í Noregi út af fyrir sig, verða þá sömu sveitarþyngslin og á ís-
landi, í borgunum þar eru þau þriðjungi meiri en hjer, og í öllum Noregi munu 7 menn fá
sveitarstyrk meSan 6 manns fá hann á Islandi.
Við fátækratöluna eptir sveitarreikningunum er það að athuga á öllum Norðurlönd-
um, að hver maður sem leitar til sveitar og fær styrk, er talinn styrkþegi í reikningunum,
þó hann borgi styrkinn aptur eptir lok reikningsársins, eða jafnvel á reikningsárinu, eða deyi
fyrir lok þess. Hver sem fær styrk á árinu er talinn, og það er ein orsökin til þeBS að styrk-
þegar eptir skýrslunum frá hreppunum verða fleiri, en styrkþegar eptir fólkstölunum, sem
eru tekin á einum einasta degi yfir allt.
III.
Tekjur sveitasjóðanna
1. Þær hafa farið vaxandi í hálfa öld, eða frá því fyrsta skyrslur voru birtarogl9.
öldina út. Þetta kemur bæði af því að nýjar tekjugreinir hafa bæzt við á þessum tíma, og
af því að peningar hafa lækkað í verði eptir 1850, en tekjur og útgjöld sveitanna i Lands-
hagsskýrslunum eru öll reiknuð til peninga. Tekjugreinarnar, sem við hafa bæzt, eru það
sama sem svarar útgjöldum til menntamála til sýslusjóðs og sýsluvega, og kostnaður við
sveitastjórnina.
Tekjur sveitasjóðanna hafa verið:
Tekjur alls Þar af eptir- Hreinar árs-
Árið stöðvar tekjur
1854 134000 kr. 72000 kr. 62000 kr.
1858 180000 — 86000 — 94000 —
1861 214000 — 65000 — 149000 —
1871 389000 — 52000 — 337000 —
1881 ... — — 298000 —
1891 654000 — 265000 — 389000 —
1900 658000 — 224000 — 434000 —
1901 663115 — 197655 — 465460 —
1902 661148 — 205743 — 455405 —
Þessar tekjur eru hjerpmbil 10000 kr. hærri 1901 en 1902, annars verður ekki annað sjeð en
að þær haldi áfram að stíga eptir aldamótin. Bæði árin eptir aldamótin eru hærri en nokk-
urt annað ár fyrir þau.
1901 voru þessar tekjur sveitasjóðanna:
I kaup8töðunum (þremur) .....................
í sveita- og kauptúnahreppum ................
á öllu landinu ..............................
á hvern mann
kr. 11.84
— 5.34
— 6.04
á gjaldanda
kr. 55.24
— 23.33
— 25.96
2. Þegar tekjur sveitasjóðanna eru sundurliöaðar, verður fátækra tíundin fyrst
fyrir. Hún er elzta tekjugrein sveitasjóðanna. Hún var samþykkt á alþingi árið 1096. Ætt-
ingjar mannsins voru sveitin, menn áttu að ábyrgjast ættingja sína. Síðar tók kaþólska kirkj-
an fútæka menn að sjer. En fátækt fólk flakkaði þá jafnan, eins og sjá má af gömlum sög.
um, t, d. Njálu, Sturlungu, Biskupasögum og víðar. Eldra fyrirkomulagið, að hafa ekki fast