Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1904, Blaðsíða 302
518
Mefialtftl sveiturómaga 1896—1900 var eptir eldri skvrslum
1896
1897
1898
1899
1900
undir 16 ára }Tfir 16 ára
291 1776
339 1806
212 1847
257 1928
290 1786
Frá miðdálki dragast
þurfaheimili
232
218
312
374
477
ÞaS er sundurliðað hjer af því, að þessar tölur hafa ekki verið aðgreindar, en ástœður eru til
þess, að láta uppi allar þær upplýsingar um sveitarómaga, sem hægt er að fá út úr skýrsl-
unum, því í skýrslununt eru þær of litlar. Á sveitarómögum undir 16ára er enga breytingu
að sjá 1896—1900, en eptir það sýnist þeim heldur fjölga að tölunni t.il.
Tala ómaga og þurfamanna er langhæst 1871 á 19. öldinni, af þeim árum sem skýrslur
ná yfir, og er það víst t raun og veru. 19. öldin byrjaði með óvenjulega víðtækri styrjöld
í Norðurálfunni, Napoleonsstyrjöldinni, sem bannaði opt siglingar til landsins, og stöðvaði alla
verzlun og viðskipti við önnttr lönd með köflurn, en ísland bar það betur þá ett það gæti
borið það nú. Þá gátu landsmenn verið áu vefnaðarvörn, þeir ófu öll fötin sín sjálfir, þeir
eyddu þá % pundi af kaffi og :/4 pundi af sykri á mann, og höfðu harðan fisk fyrir brauð.
Landsmenn gátu tniklu betur verið sjálfum sjer nógir þá en þeir geta það nú. í landinu
var 1801 og nokkuð lengur svo að segja engin verzlunarstjett, sent heföi orðið að fara á höfuðið
fyrir viðskiptaleysið við útlönd. 1901 eru 3700 mantis, sem lifa á þeint atvinnuvegi. Þetta
eru helztu ástæðurnar til þess, að Napoleonsstyrjöldin kom ekki íslandi á kaldan klaka 1801
—15. Stærsta tjónið sem af henni leiddi var seðlahrunið í Danmörku, sent einnig kom niður
á íslendingum. En sá skaði, sem vjer urðum fyrir við að pappírs-peningarnir fjelltt niðttr í
Y12 úr ákvæðisverði þeirra, hefur líklega ekki græðst alveg við það, hvað vjer áttum opt og
tíðum erfitt með að ná í brennivín meðan á styrjöldinni stóð.
Frá 1820—49 fer velmegunin allt af batnandi. Það er ljósast af búnaðarskýrshim,
sem til eru frá þeim tíma. 1849 stóð búskapurinn hjer í mestum blóma á 19. öldinni.
1859 kom fjárkláðinn, sem n.eð niðurskurði á fje í sumum sveitum hvað eptir annað gjörði
ægilegt skarð í lausafjáreign bænda. Hann lá hjer í laudi til 1880. Jafnframt honum fór
drykkjuskaparalda yfir landið frá 1860 og til 1878. Af þessum tveimur orsökum sýnist það
vera, að fátæklingatalan er svo ákaflega há 1870. Eptir það ár fer hún að jafnaði lækkandi
til þessa dags.
Af hverjum 100 manns hafa verið á sveit eptir skýrslum um efnahag sveitasjóðanna
eptir 1850.
1861 4.5% eða hver 22 maður
1871—80 meðaltal ... 6.7% - 15
1881—90 4.9 — 21
1891 95 3.8 28
1896 >00 3.2 32
1901 3.2 32
1902 .. .. 3.1 32
Hlutfall sveitarómaga og þurfamanna var:
í kaupstöðunum í kauptúna og sveitahreppum Á öllu landinu
1902 2.7% 3.30/o 3.2%
1903 2.4— 3.2— 3.1--