Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1904, Blaðsíða 299
515
T f i r 1 i t
yfir tekjur og útgjöld sveitasjóðanna 1900—1901 og 1901—1902,
með hliðsjón af fyrri árum.
I.
Kaupstaðir, kauptúnahreppar og sveitahreppar.
Arið 1901 voru á landinu 4 kaupstaðir siun í hverjum landsfjórðung ... 4 kaupbt.
og hrepparnir voru í Sunnlendingafjórðungi ................................. 55 hreppar
í Vestfirðingafjórðungi ......................................... ............57 ----
f Norðlendingafjóröungi..................................................... 44 ----
í AustfirðingafjóaSungi ......................................................32 ----
Kaupstaðir og hreppar 192
Allir hrepparnir 188 hafa gefið skyrslu bæði fardagaáriu; kaupstaðirnir hafa gefið
skyrslu fyrir almanaksárin 1901, sem er talið með fardagaárinu 1900—01, og 1902, sem er
talið með fardagaárinu 1901—02, nema Akureyrarkaupstaður; þaðan er skyrslan 1901 og
1902 ókomin enn þá.
Eins og kunnugt er, hafa kaupstaðirnir töluvert öðruvísi stjórn en hrepparnir hafa.
Fólksfjöldinn í þeim er talinn sjerstakiega í síðasta fólkstali, svo útreikningar í hlutfalli við
fólkstölu í þeim geta verið nákvæmir. Fólkstalið 1901 var svo úr garði gjört, að af því mátti
sjá íbúatöluna í hverjum lireppi, en íbúatalan í hreppunum hefur ekki birzt á prenti, og hef-
ur líklega aldrei verið reiknuð út af Hagfræðisskrifstofunni í Khöfn, sem reiknaði út fólks-
töluna 1901.
Fólkstala á íslandi var 1. nóv. 1901 78470 manns. í kaupstöðunum fjórum voru
heimilisfastir 9514 manns. Á alla hreppana koma 68956 manns, meðal mannfjöldi í hverjum
hreppi verður þá 367 manns. I sumum af þessum 188 hreppum eru ailnmnnmargir verzl-
utmrstaðir. Þeir sem eiga heima í verzlunarstaðnum eru miklu fleiri en þeir hreppsbúar sem
búa fyrir utan hanu; í þessum hreppum hefur bæjarfólkið meiri áhrif á stjórn hreppsins tekj-
ur haus og útgjöld en hinir, svo það væri rjettara, að skoða þessa hreppa sem kauptúna-
hreppa ett sveitahreppa. Að minnsta kosti eru þessir hreppar eins konar milliliður milli kaup-
staða og sveita. Ef setja skal einhverja aðalreglu fyrir því, hverjir af hreppunum skuli telj-
ast til þessa flokks, þá er hætt við að hún komi ekki heim alstaðar. Sje tölksfjöldinn í
verzlunarstaðuum meiri — einkum sje hanu ntikið meiri — en í hinurn hluta hreppsins, syn-
ist vera eölilegt að líta svo á, sem verzlunarstaðurinn vegi meira en hinn hluti hreppsins, og
að þá eigi að telja allan hreppinn til kauptúnahreppanna, en jafnframt þarf að setja einhverja
aðalreglu, sem gildir alstaðar á landinu. Þegar meðalhreppur er ekki nema 367 manns, ætti
að mega ganga að því vísu, að rjett væri að telja þann hrepp til kauptúnahreppanna, sem á
innan takmarka sinna kaupstað með 300 íbúum eða fleirum. Kauptúnahreppar yrðu þá á
landinu 12 alls, nefnilega þessir:
I Sunnkndingafjórðungi:
1. Eyrarbakki með 738 manns eða Eyrarbakkahreppur í Arnessýslu.
2. H a f n a r f j ö r ð u r með 495 manns (nú yfir 800 manns) eða Garðahreppur í Gullbringu-
sýslu.
3. K e f 1 a v í k með 314 manns eða Uosmhvalanesshreppur i Gullbringusýslu.
4. Vestmanuaeyjakaupstaðnr með 334 manns eða Vestmannaeyjahreppur (öll)
Vestmannaeyjasýsla.
5. Akranes 747 manns eða Ytri-Akranesshreppur í Borgarfjarðarsýslu.
67