Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1904, Síða 186
402
A sama hátt verður að leiðrjetta skýrslurnar um utfluttar vörur, þar sem munurinn
á því, hve miklar vörur eru taldar útfluttar í tollskýrslum syslumanna og bæjarfógeta, og
skýrslum kaupmanna og annara vörumóttakenda, nemur nokkru verulegu.
Sú leiðrjetting verður þannig:
Eptir skýrslum Eptir því,
annara útflytj- sera ætla má að Mismunur
anda rjett sje.
kr. kr. kr.
Allskonar fiskur verkaður, 100 pd. 266175 4232890 293905 4648840 27730 415950
Lax 402 16436 506 21636 104 5200
Síld tnr. 39931 671248 50821 834598 10890 163350
Lýsi, annað en hvallýsi ... — 7112 194846 7854 214138 742 19292
Hvallýsi — 35533 1215545 62636 1920223 27103 704678
Hvalskíði 100 pd. 2185 94706 4369 188618 2184 93912
Samtals 1402382
Af tollskyldum vörum er sleppt úr þessari skýrslu, hálfhertum og blautum fiski,
kola, heilagfiski, hrognum, sundmaga, hvalkjötsmjöli og hvalguano og hvalbeinamjöli.
Á hálfhertum og blautum fiski er mismunurinn milli útflutningsgjaldsreikninganna
og verzlunarskýrslnanna svo sem enginn. — Af kola er sama sem ekkert talið útflutt sam-
kvæmt verzlunarskýrslunum, en töluvert samkvæmt tollskýrslunum, en þessi vöruteguud er
eigi tekin upp í samanburðaryfirlitið, því að það mun hæpið að telja það sem útflntt er af
henni samkvæmt tollskýrslunum, sem verzlunarvöru. — Sama má segja um heilagfiski. —
Að því er snertir hrogn og sundmaga ber tollskýrslunum og verzlunarskýrslunum nokkurn
veginn saman, enda er eigi um að ræða mikinn útflutning af þessum vörutegundum. Af
hvalkjötsmjöli telja verzlunarskýrslurnar útflutt nokkru meira en tollur er greiddur af, en
aptur á móti er útflutningur á hvalguauo og hvalbeinamjöli talsvert minni samkvæmt verzl-
unarskýrslunum, en samkvæmt útflutningsgjaldsreikningunum. Getur þessi ósamkvæmni vel
stafað af því, að hvalbeinamjöli hafi sumstaðar verið blandað saman við hvalkjötsmjöl.
Furðumikil er ósamkvæmuin milli verzlunarskýrsluanna og útflutningsgjaldsreikn-
inganna, að því er snertir allskonar verkaðan fisk, og talsvert meiri en undanfarin ár. —
En mestur er þó mismunurinn milli tollskýrslna og verzlunarskýrslna á síld, hvallýsi og
hvalskíðum, enda eru þessar vörutegundir inestmegnis fluttar út af útlendiugum, er reka
síldveiðar og hvalveiðar lijer við land, og þó þeir sjeu að nafninu til búsettir hjer á landi,
skoða þeir afurðirnar af þessum atvinnurekstri sínum eigi sem íslenzka verzlunarvöru. —
Þegar svo hjer við bætist, að eptirlitið af hálfu hlutaðeigaudi lögreglustjóra með rjettleika
verzlunarskýrslnanna úr umdæmum þeirra virðist allvíða fremur ljelegt og lítur út fyrir, að
fara sumstaðar fremur rjenandi en batnandi, fer það að verða skiljanlegt, þó eigi komi öll
kurl tll grafar í skýrslum þessum.