Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1904, Blaðsíða 301
517
fólksfjöldinn synir aS þeir sem ráða í sveitarmálum valta af sjer sveitarútgjöldunum á alla
þá, sem nokkuð geta borið, og að þeim mönnum fjölgar, sem eitihvað hafa aflögu.
í hlutfalli við fólksfjöldann voru þessir menn í Reykjavík á ísafirði og Seyðisfirði
(frá Akureyri vantar skyrslur og fólksfjöldinn á Akureyri er þess vegna dreginn frá) árið
1901............................................................................... 21.4%
í öllum öðrum hreppum á landinu en kaupstöðunum fjórum .......................... 22.9—
A öllu landinu, að fólksfjölda Akureyrar frádregnum ............................... 21.8—
Eptir því eru sveita- og kauptúnahrepparnir enn harðdrægari að leggja á fólk en þeir þrír
kaupstaöir, sem skýrslur eru komriar frá.
2. Þeir sem þiggja af sveit hafa verið, eptir ýmsum fólkstölum, sem
haldin hafa verið á landinu í hlutfalli við landsbúa :
1703 11-8% 1870 5.6 %
1801 4.6— 1880 3.4—
1850 2.1— 1890 3.3—
1860 2.7— 1901 3.0—
Hlutfallstölurnar sýna, að 1703 er 9. hvert mannsbarn á landinu flækingur eða niöurseta,
optast hið fyrra. 1801 er 22. hvert mannsbarn á sveit, svo landið hefur sýnilega tekið afar-
miklum framförum á 18. öldinni í þessu efni, einkum fyrir það, að landsmenn hafa komiö
fátækramálum sínum rniklu betur fyrir. Með alþingisúrskurði 6. júlí 1700 er ákveðiö, að
sveitarútsvörin skuli leggjast á lausafjáreignina, tíundarlögin elztu frá 1096 ákváðu fátækratíund
fyrst hjer á landi, sem kunnugt er, en hún reyndist fljótt ónóg. Úrskurðurinn 1700 ákveður
enn fremur, að gjaldi til sveitar skuli jafnað niður á búlausa menn, sem fje eiga annað en
jarðir, hjáleigubændur og vinnumenn. Enn fremur bannar úrskurðurinn bændum sem hafa
hjú yfir sumarið, að láta þau fara frá sjer á flæking að haustinu, eða að vetrinum til. —
Bændur skulu skyldir, að hafa þau einnig að vetrinum til, »sem skiljandi sje undir kristi-
legum aga og straffi nær sem leti og ódygð Býna«. Úrskurðurinn sýnir jafnframt, hvernig
hefur verið farið með snm hjú, líklegast þó hin liðljettari eða óþjálari, að þau hafa veriö
látin vinna um sumartímann, og svo rekin af heimilinu á verðgang aö vetrinum til. Þótt
alþingisúrskurðurinn sje gjörður 1700, hefur hann væntanlega ekki verið kominu til fram-
kvæmdar fyrri hluta ársins 1703, þótt hann hafi komist það síðar. 1901 er 33. hvert
mannsbarn á sveit, eptir fólkstalinu.
Eptir skýrslunum um efnahag sveitasjóðanna hefur tala sveitarómaga og þurfamanna
og þurfaheimila verið á ýmsum tímum eptir miðja 19. öld til 1902 :
Sveitarómagar Þurfa- Sveitarómagar
undir 16 ára — yfir 16 ára heimili og þurfaheimili alls
Fólkstala
1861 66.987 2284 777 3061
1871—80 meðaltal 71.104 4749
1881 90 71.686 2905 579 3484
1891 95 71.805 2167 583 2750
1896 1900 75.854 278 1829 323 2430
1901 78.470 328 1647 521 2496
1902 78.470 294 1587 537 2418