Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1904, Blaðsíða 300
516
1 Vcstjirðingafjórdungi.
6. Ólafsvík með 612 manns eða Neshreppur innan Ennis í Snæfellsnessýslu.
7. Stykkishólmur með 363 manns eða Stykkishólmshreppur í Snæfellsnessýslu.
8. Patreksfjörður með 372 manns eða Rauðasandshreppur í Barðastrandarsýslu.
9. Bíldudalur með 317 manns eða Suðurfjarðahreppur í Barðastrandarsýslu.
I Norðlendingajjórðungi.
10. Sauðárkrókur með 407 manns eða Sauðárhreppur í Skagafjarðarsýslu.
11. Húsavík með 313 manns eða Húsavíkurhreppur í Suður-Þingeyjarsýslu.
I Austlendingajjórðungi.
12. Eskifjörður með 302 manns eða Reyðarfjarðarhreppur í Suður-Múlasýslu.
Sú regla að telja hreppinn til kauptúnsins, ef það hefur 300 íbúa eða fleiri, á ekki
vel við í Rosmhvalaneshreppi að því leyti, að Keflavík er mjög fólksfá í hlutfalli við hrepp-
inn, en þar eru tvö allstór fiskiþorp, Garður og Leira, svo að langflestir hreppsbúar eiga heima
í þorpum. Hún á heldur ekki vel við í Vestmanneyjum, þar sem kaupstaðarbúar eru hjer-
umbil helmingur af hreppsbúum. En í Neshreppi innri, í Ytri-Akranesshreppi og í Garða-
hreppi sýnist reglan koma mjög vel heim. Sama má segja um aðra hreppa en þessa.
Að taka þessa kauptúnahreppa út úr og gæta að sjerkennum þeiira, og í hverju
þeir greina sig frá sveitahreppum væri mjög hugðnæmt, en það verður ekki gjört að svo
stöddu, meðan íbúatöluna í hreppunum vantar. En í einstökum atriðum mætti taka þá sjer, og
bera þá saman við sveitahreppana, og það verður gjört í þessu yfirliti hjerá eptir, því vænta
má að fólkstalið 1901 fáist heim aptur, og þá væri tími til þess.
II.
Þeir setn borga til sveitar og piggja aj sveit.
T a 1 a þ e i r r a sem leggja til sveitarog þeirra, sem þiggja af sveit
sýnir persónufjöldann í báðum þeim sveitum manna, og hefur komið í skýrslur lengi, sú fyrri
nokkru eptir 1850, en hin síðari er til fyrsta sinn 1703.
1. Tala þeirra sem lögðu til s v e i t a r hefur verið:
1861 ...........
1871—80 meðaltal ...
1881—90 ----
1891—95 ---- ...
1895—1900 ----...
1901 .............
1902 ...........
10.062 manns
10.360 -----
12.515 -----
14.599 -----
16.806 -----
17,542 -----
17.838 -----
Þeim sem lögðu til sveitar hefur fjólgað um 77% frá 1861 til 1900. Annars hefur fjölgunin
verið þessi, sje 1861 lagt til grundvallar:
1861 til 1871—80 um......... 3% 1861 til 1896—1900 .......... 68%
1861 — 1881—90 — ......... 24— 1861 — 1902 ............... 77—
1861 — 1891—95 — ..... 45—
Frá 1860—1901 fjölgar fólkinu á landinu um 11 af hundraði, en tölu þeirra, sem leggja til
sveitar, fjölgar frá 1861—1902 sjofalt meira en það. Auðvitað hefur heimilunum tiltölulega
fjölgað meira á þeim tíma en fólkinu, við það að kaupstaðirnir hafa myndast og vaxið, og
þar eru jafnan færri menn á heimili en til sveita. En að tala þeirra vex sjöfalt meira en