Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 20
„Auðvitað kraumar reiðin í almenningi. Fólk spyr sig hvað eftir annað um það sem nú hefur gerst á Íslandi. Hvernig gat það gerst eftir slíkt góðæri að þjóðinni nánast blæði út á einni nóttu,“ spyr Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur hefur á undanförnum dögum set- ið fjölmarga fundi í fyrirtækjum sem þurft hafa að segja upp mannskap. Hann segir fullkomna ring- ulreið ríkja á vinnumarkaði og sú hætta sé raun- verulega fyrir hendi að fyrirtæki annað hvort nýti sér ástandið til launalækkana umfram það sem þarf, eða hreinlega segi of mörgum upp. „Það þarf klárlega að rannsaka ofan í kjölinn hvernig staða okkar gat orðið svona hrikaleg. Bankarnir höfðu farið fram með slíkum ólíkindum að þjóð- in var orðin veðsett fyrir hundruð milljarða. Og það án þess að nokkur hafi verið látinn vita.“ Stórfellt atvinnuleySi Í síðustu viku var hátt í sextíu manns sagt upp á Akranesi. Á landinu öllu var 2.500 manns sagt upp í síðasta mánuði. „Þessar uppsagnir hérna eru fyrst og fremst í byggingariðnaðinum, enda hrynur hann fyrst. Það getur meira en verið að ekki leysist úr þessum málum nærri strax,“ segir hann. Fasteignamarkaðurinn sé nú fullkomlega hruninn. Á Akranesi hafi þegar verið reist heilt nýtt hverfi á aðeins þremur árum. Þar af blasi við að tvær eða þrjár íbúðablokkir muni standa auð- ar. Engir kaupendur séu að þessum eignum. „Í framtíðinni, þegar úr tekur að rætast, þarf að finna kaupendur að þessum eignum. Fyrr mun byggingariðnaðurinn ekki taka við sér. Þetta mun taka tíma,“ segir Vilhjálmur. „Það verður ekkert byggt á meðan.“ Heimilin tæknilega gjaldþrota Vilhjálmur bendir á að í þeim hörmungum sem nú gangi yfir landsmenn sé ljóst að mun fleiri heimili verði tæknilega gjaldþrota en fólk hafi gert sér grein fyrir. „Fasteignir hafa hrunið í verði og í andránni eru skuldir margra heimila langt umfram eignir. Á sama tíma hækkar höfuð- stóll verðtryggðra lána og erlendu lánin hækka upp úr öllu valdi vegna veikrar krónu.“ Þetta valdi því að fólk sé hreinlega bundið niður. Varla sé réttlætanlegt á meðan svona sé ástatt að hrekja fólk úr húsum sínum vegna skulda. „Ég held að staðan sé einfaldlega þannig núna að hvorki bankarnir né aðrir kröfuhafar hafi hag af því að ganga mjög hart að fólki sem lendir í erfiðleikum vegna þess að það er hvort eð er enginn markaður fyrir hendi.“ Hann bend- ir á að nær væri að beita greiðsludreifingum eða frystingu skulda. Komi til gjaldþrota einstaklinga þá sé nær að viðkomandi fái að leigja húsin af Íbúðalánasjóði. „Það þarf nauðsynlega að finna á þessu einhvern skynsamlegan flöt. Ég fæ hins vegar ekki séð að nokkur maður hafi upp á ein- hverjar lausnir að bjóða í andránni.“ ekki almenningi að kenna En er það réttlætanlegt að reyna að kenna al- menningi um ófarir í efnahagslífi með neyslu- gleði, kaupæði, flatskjám og nýjum bílum? „Auð- vitað er til það fólk sem reisti sér hurðarás um öxl. Þeir einstaklingar sem hins vegar tóku ákvörðun um að kaupa flatskjá og bíl í góðærinu gerðu það hins vegar með þokkalegar tryggingar að baki, viðunandi laun og að því er virtist trygga atvinnu. Það sá enginn þessa vitleysu fyrir.“ Vilhjálmur segir því að fjárfestingar almenn- ings hafi í raun verið réttlætanlegar miðað við kaup og kjör. „Í þessu ljósi þá er ekki réttætanlegt að segja að ástandið sé á einhvern hátt almenn- ingi að kenna. Við megum ekki horfa fram hjá því hvernig ríki og sveitarfélög höguðu sínum fjár- festingum á sama tíma. Þau fóru ekki endilega á undan með góðu fordæmi.“ Stóriðjan er kjölfeSta Ljósið í myrkrinu fyrir Akurnesinga segir Vil- hjálmur vera stóriðjuna á Grundartanga. „Það má segja það möglunarlaust að hún er sú kjöl- festa sem heldur í okkur lífinu. Það eru 430 fé- lagar í Verkalýðsfélagi Akraness sem starfa hjá Norðuráli á Grundartanga. Þessu til viðbótar er auðvitað Elkem, sem rekur járnblendiverksmiðj- una. Þar eru 140 starfsmenn. Svo eru þjónustu- fyrirtæki sem fylgja þessari starfsemi sem skapa atvinnu fyrir þónokkurn hóp af fólki. Þetta svæði er því grunnstoðin í okkar atvinnulífi.“ Í upphafi aldarinnar hafi sjávarútvegurinn gefið mikið eftir á Akranesi. Fjöreggi staðarins, útgerðinni Haraldi Böðvarssyni, hafi verið kippt til Reykjavíkur að mestu leyti og í því ferli hafi alls 140 störf flust út úr byggðarlaginu. „Á móti kom að á þessum tíma varð hröð uppbygging á Grundartanga, sem varð til þess að við fórum aldrei í gegn um sársaukafullar þrengingar í at- vinnumálum. Allir fengu vinnu eins og skot. Nú eru forsendurnar hins vegar aðrar.“ mikill SárSauki „Þegar haldið er lengra vestur- og norðurfyrir Skagann þá eru þar samfélög sem byggja afkomu sína nær einvörðungu á sjávarútvegi. Þessir stað- fimmtudagur 6. nóvember 200820 Vesturland Þjóðinni blæðir út Réttlát reiði kraumar í almenningi að mati Vilhjálms Birgissonar, formanns Verka- lýðsfélags Akraness. Þjóðinni hafi nánast blætt út á einni nóttu og reynt hafi verið að kenna almenningi um með óréttlátum hætti. Við blasi mikill sársauki á heimilum lands- ins. Vilhjálmur ræddi við DV um mikilvægi stéttarfélaga á slíkum óvissutímum. Verkalýðsforinginn vilhjálmur birgisson segir að ef verkaýðsfélögin séu einhvern tímann mikilvæg þá sé það á tímum sem þessum. myndir SiGTryGGUr Sjávarútvegur Útgerðarfélagið Haraldur böðvarsson var flutt að mestu til reykjavíkur. margir fengu strax vinnu á grundartanga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.