Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. mars 2010 FRÉTTIR GESTUM MISMUNAÐ n Margt hefur verið ritað og rætt um átakafundinn um kvótakerf- ið á Ísafirði í vikunni. Með- al framsögu- manna voru Eyrún Ingibjörg Sigþórsdótt- ir, sveitarstjóri á Tálknafirði, Finnbogi Svein- björnsson, for- maður Verkalýðsfélags Vestfjarða, Ragnar Árnason hagfræðiprófess- or og Björn Valur Gíslason, þing- maður VG. Eftir fundinn stormuðu sveitarstjórnarmenn, framsögu- menn, útvegsmenn og þingmenn heim til Einars Vals Kristjánssonar, framkvæmdastjóra HG á Ísafirði, þar sem boðið var upp á veitingar. Til þess var tekið að Birni Val Gísla- syni, þingmanni VG, og Ólínu Þor- varðardóttur, Samfylkingunni, var ekki boðið heim til Einars Vals. VONLAUSIR VINSTRIMENN n Enn velta menn fyrir sér útspili Vilhjálms Egilssonar og Samtaka atvinnulífsins sem kusu að rjúfa friðar- skylduna við sig á vinnumarkaði með því að segja sig frá stöðug- leikasáttmálan- um. Samsæris- kenningasmiðir telja þetta vera lið í að grafa undan ríkisstjórninni og gera henni eins erfitt fyrir og mögulega er unnt fram á haustið. Þá þurfi ekki frekar á hagsmunasamtökunum að halda því ríkisstjórnin þoli ekki álagið vegna niðurskurðar í ríkisrekstr- inum og missi dampinn. Þar með sannist hið fornkveðna meðal hægrimanna að vonlaust sé að fela vinstrimönnum landsstjórnina. KRÓNÍSKUR SAM- STÖÐUVANDI n Til tíðinda kann að draga í páska- vikunni meðal vinstri grænna. Heimildir eru fyrir því að þing- menn flokks- ins, alls 14 að tölu, hafi ver- ið kyrrsettir í höfuðborginni á mánudag og þriðjudag og fái ekki að fara til síns heima vegna fundahalda inn- an flokksins. Mönnum verður æ ljósari þörfin á samhentri lands- stjórn vegna neyðarástands í rík- isfjármálum. För tveggja ráðherra til fundar við æðstráðendur AGS í Washington ber vott um alvarlegt ástand. Um það bil fimm þing- menn VG eru samkvæmt heimild- um enn ófáanlegir til að greiða at- kvæði með að Ögmundur Jónasson taki sæti í ríkisstjórninni á ný. LÍMIÐ Í STJÓRNAR- SAMSTARFINU n Samfylkingin heldur flokks- stjórnarfund á morgun, laugardag. Menn búa sig undir átaka- fund og inn- blásnar ræður. Margir þurfa vafalítið að létta á sér enda hef- ur flest verið Samfylking- unni mótdrægt frá áramótum. Þarna kunna að falla miður hlý orð í garð forset- ans og Ögmundar Jónassonar og forystumanna stjórnarandstöð- unnar, Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar. Þar getur verið við Össur Skarphéðinsson að eiga sem er eins konar gangandi límtúba og heldur sundrungunni í skefjum. Hann á marga vini, þeirra á meðal Ögmund. Og Sigmundur Davíð tal- ar óvenju hlýlega um Össur í opnu- viðtali hér í blaðinu. Það kemur í hlut Hæstaréttar að skera úr um starfsaðferðir lögregl- unnar við handtökur og þá aðferð sérstaklega sem lögreglumenn kalla „kælingu“. Áður hafði héraðsdómur sýknað lögreglumann af ákæru um misbeitingu valds en ríkissaksóknari hefur nú áfrýjað málinu til Hæsta- réttar. Málið sem um ræðir snýr að lög- reglumanninum Garðari Helga Magnússyni sem ákærður var fyrir brot í starfi sínu og líkamsárás gegn ríflega tvítugum manni, Edward Al- exander Eiríkssyni. Aðfaranótt 18. janúar 2009 var hann handtekinn eftir að hafa svívirt lögreglumenn að störfum, hann keyrður út á Granda þar sem honum var síðar sleppt. Fyr- ir dómi lá áverkavottorð læknis sem sýna að Edward hlaut ýmiss kon- ar áverka, svo sem sár á enni hægra megin, glóðarauga, kúlur víðs vegar á höfði, mar á eyrum og hálsi, sár á höku og bólgur á úlnliðum. Dómara í héraðsdómi þótti ekki fullsannað að hann hafi hlotið áverkana vegna handtökunnar en nú þarf Hæstirétt- ur að meta málið. „Kæling“ í lagi Garðar Helgi neitaði því að hafa beitt Edward ónauðsynlegu ofbeldi og seg- ist hafa beitt hefðbundnum aðferð- um lögreglu við handtökuna. Það sé algengt að lögreglan taki einstaklinga úr umferð, eða eins og það er orðað „kæli þá niður“, með því að aka með þá úr miðbænum, fá þá til að róa sig niður og sleppa þeim lausum ann- ars staðar í bænum í stað þess að fara með viðkomandi á lögreglustöð. Samstarfsfélagar lögreglumannsins viðurkenndu einnig fyrir dómi að þessari aðferð sé oft beitt, að algengt sé að óspektarmenn séu „kældir niður“ með þessum hætti. Daginn eftir hand- tökuna kærði Edward handtökuna og kom þá í ljós að engin skýrsla var til um atburðinn. Í kjölfarið gaf ríkis- saksóknari út ákæru á hendur Garð- ari Helga, bæði fyrir brot í starfi og líkamsárás. Hann var sýknaður í Hér- aðsdómi Reykjavíkur en ákæruvaldið hefur nú áfrýjað til Hæstaréttar. Ekki hrifinn Aðspurður segist Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður ekki hrifinn af „kælingunni“ sem aðferð hjá lögreglunni, án þess að hafa kynnt sér þetta mál sérstaklega. „Ég hef ekki fylgst með þessu máli sérstaklega og veit því ekki af hvaða tilefni er áfrýjað. Sjálfur hef ég ekki kynnst þessari að- ferð í gegnum mín störf en það kann vel að vera að lögreglan hafi beitt henni og þá læra aðrir lögreglumenn aðferðina. Ef þetta skilar sér í því að menn róist niður er það jákvætt en mér finnst aðferðin ekki í samræmi við lög og reglur. Persónulega finnst mér þetta ekki vera nútímavinnu- brögð,“ segir Sveinn Andri. Edward Alexander er ánægður með að málinu hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar. Hann óttast að telji lög- reglan aðferðir sínar eðlilegar komi nýir lögreglumenn til með að vera þjálfaðir í þeim. „Mér finnst þetta frábært. Framganga lögreglunnar í minn garð var engan veginn í lagi og mér finnst varhugavert að lögregla telji þetta eðlilegt, þannig gætu lög- reglumenn verið þjálfaðir upp í þess- um aðferðum. Ég vonast til þess að Hæstiréttur snúi þessu við,“ segir Ed- ward Alexander. Óviðunandi aðferðir Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari telur niðurstöðu héraðsdóms óvið- unandi og því var ákveðið að áfrýja málinu. Henni finnst nauðsynlegt að fá skýrari niðurstöðu um hvort „kæl- ing“ lögreglunnar sé lögleg. „Hann var sýknaður og við erum bara að fylgja eftir ákærunni með áfrýjun- inni. Við vorum ekki sátt við niður- stöðuna. Í raun var atburðalýsing í ákæru staðfest fyrir dómi en talið að aðferðirnar séu innan heimilda lög- reglu. Við teljum að svo sé ekki,“ seg- ir Sigríður. „Við teljum þessar aðferðir, í þessu tilviki, ekki í samræmi við lög og gengið hafi verið of langt. Annars hefðum við ekki ákært. Við viljum fá að vita hvort lögreglan hafi gengið of langt og hvort þessi „kæling“ sé í lagi. Niðurstaða Hæstaréttar er for- dæmisgefandi og mun hafa áhrif inn í framtíðina.“ Ef þetta skilar sér í því að menn ró- ist niður er það jákvætt en mér finnst aðferðin ekki í samræmi við lög og reglur. „KÆLING“ LÖGREGLU TIL HÆSTARÉTTAR Ákæru á hendur lögreglumanni fyrir brot í starfi og líkamsárás hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Áður hafði hann verið sýknaður í héraðsdómi og þær aðferðir sem viðkomandi beitti, svokölluð „kæling“, taldar innan heimilda lögreglu. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari telur að þær samræmist ekki lögum. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Gamaldags Sveinn Andri telur „kælingu“ lögreglunnar ekki nútímaleg vinnubrögð þó svo hann fagni því ávallt að menn séu sýknaðir. Hræðist lögguna Það var hér sem Edward Alexander var skilinn eftir. Hann ber lítið traust til lögreglunnar og treystir á að Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að aðferðir hennar í hans garð séu óeðlilegar. SANDKORN Aðstandendur Facebook-hópsins sem lagði erlenda ræstingakonu í VR II byggingu Háskóla Íslands í einelti hafa verið teknir á teppið hjá skólayfirvöld- um og þeir beðist afsökunar á athæf- inu. Engin frekari eftirmál verða vegna málsins. Skólinn vonar að svona lagað komi ekki fyrir aftur. DV fjallaði um málið á mánudag- inn þar sem kom fram að umrædd Facebook-síða hafði erlenda ræstinga- konu við háskólann að háði og spotti. Skólayfirvöld hafa verið með málið til meðferðar og gerðu ítrekaðar tilraun- ir til að loka henni. Kristín Ingólfsdótt- ir, rektor HÍ, sagði í samtali við DV að málið væri litið alvarlegum augum og litið á það sem eineltismál. Eins og fram kom í DV á mánudag- inn hafði það spurst út til nemenda og meðlima í hópnum að skólayfirvöld væru með hann til skoðunar. Á sunnu- dagskvöldið tóku meðlimir að tínast úr hópnum og var honum lokað á sunnu- dagskvöldið. Á þriðja hundrað manns höfðu skráð sig í hópinn þar sem grín var gert að umræddri ræstingakonu. „Það er búið að leysa þetta mál. Og það er búið að ræða við ábyrgðarmenn síðunnar og það hafa tekist sættir í málinu,“ segir Magnús Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu, um lyktir málsins. Aðspurður hvort aðstandendur þurfi að sæta einhverri refsingu seg- ir Magnús að búið sé að ræða við við- komandi sem beðist hafi afsökunar á athæfi sínu. „Það er ekki gert ráð fyrir að það þurfi að fara neitt lengra með þetta mál.“ Aðspurður hvort umræddri ræst- ingakonu hafi verið gerð grein fyrir málinu segir Magnús að allir málsaðil- ar hafi verið upplýstir um málið. Hann vill þó ekki tjá sig um hver viðbrögð hennar hafi verið þegar hún heyrði af málinu. „Málið var í raun leyst eins vel og hægt er að hugsa sér. Við tökum þetta sem tilefni til að fara yfir verkferla og hvernig við tökum á svona málum. Þetta er auðvitað bara nýr veruleiki, allt þetta Facebook og þetta dót. Við lítum á þetta sem tilefni til að tryggja það að svona komi helst ekki fyrir aft- ur.“ Aðstandendur Facebook-hóps báðu erlenda ræstingakonu í HÍ afsökunar á einelti: Báðust afsökunar á einelti Málið leyst Skólayfirvöld hafa tekið aðstandendur Facebook-hópsins á teppið og þeir beðist afsökunar á athæfi sínu. Engin frekari eftirmál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.