Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 26. mars 2010 HELGARBLAÐ Stemningin er góð í stóra útvarpsstúdíó-inu í Efstaleiti þegar blaðamaður og ljós-myndari storma inn um dyrnar. Heiða tekur á móti okkur með virktum, kynn- ir sig og heldur áfram að gera sig sæta, segjum enn sætari, fyrir myndatökuna. Stalla hennar í útvarpsþættinum H&M, Margrét Erla Maack, gengur inn með látum. Ljósmyndari byrjar á því að taka nokkrar myndir af Heiðu við stjórn- borðið þar sem töfrarnir gerast í beinni. Margrét Erla fær hana til að brosa með því að dansa fyr- ir aftan. Hún hjálpar líka til: „Settu heyrnartól- in undir hárið. Þá færðu stemningsmynd en þú verður ekki með „helmet-hair,“ segir hún hjálp- fús. Þættinum lýkur, Margrét kveður og viðtalið hefst. Í litlu fundarherbergi, einhvers staðar í völundarhúsinu sem hýsir starfsemi RÚV í Efsta- leitinu. SPÁÐ FYRIR UM SÖNGINN Heiða Ólafs var skírð Aðalheiður Ólafsdóttir og hún fæddist á Hólmavík þann 26. júlí 1981. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort Aðalheið- ur væri einhver slorgella sem hefði verið skil- in eftir fyrir vestan. Hún hlær. „Nei, alls ekki. Ég er bara skírð í höfuðið á ömmu minni sem hef- ur líka alltaf verið kölluð Heiða eins og ég. Það er bara miklu einfaldara að vera Heiða Ólafs alls staðar en Heiða sums staðar og Aðalheiður ann- ars staðar,“ svarar hún brosmild. Heiða heldur fast í rætur sínar á Hólmavík og ljómar þegar hún talar um staðinn. „Ég er svo gríðarlega rík að báðir foreldrar mínir eru þaðan og þarna átti ég líka afa mína og ömmur. Einn- ig langömmur og -afa. Ég fæddist á elliheimilinu á Hólmavík. Konur fara nú vissulega í bæinn til þess að eignast börn en mér lá bara eitthvað á. Það er nú skemmtileg saga, sem mér finnst gam- an að segja, frá fæðingu minni. Það vildi þannig til að þegar ég fæddist var stödd spákona á elli- heimilinu, kona frá Þýskalandi sem hafði komið hingað í stríðinu. Um leið og ég kom öskrandi í heiminn sagði hún að ég yrði söngkona. Þetta er saga sem mér þykir mjög vænt um,“ segir Heiða. „Það voru forréttindi að alast upp í svona þorpi. Þarna hljóp maður um á milli húsanna hjá afa og ömmu og svo auðvitað vinkvennanna. Mér finnst enn þá í dag rosalega gott að koma heim og kúpla mig aðeins út úr þessu öllu.“ SÖNGURINN ALLTAF MÁLIÐ Heiða segist alltaf hafa vitað að hana langaði að syngja. Alveg frá því hún var kornung. „Ég vissi alltaf hvað lægi fyrir mér, hvað sálina í mér lang- aði til að gera. Ég byrjaði í tónlistarskóla fjögurra ára á Hólmavík, lærði þá á blokkflautu. Svo fór ég að læra á þverflautu og um leið og ég mátti byrja að læra að syngja gerði ég það. Svo seinna meir, ef það var árshátíð í skólanum, þá steig maður náttúrulega á stokk og einnig byrjaði ég snemma í leikfélaginu,“ segir hún en tekur fyrir að hún hafi verið athyglissjúk sem barn. „Nefnilega ekki. Ég hef alltaf verið veggjalús- in en samt alltaf langað í hjartanu að syngja og þess vegna var ég í öllu. Samt var ég tiltölulega hlédrægt barn. Ég var samt aldrei sviðshrædd, sviðshræðsla er meiri spenna fyrir mig sem ég virkja sem sálfræði á sjálfa mig,“ segir hún en 16 ára var Heiða mætt til Reykjavíkur. Hún var ekki bara söngfugl, hún var líka afbragðsnemandi og komst því inn í Verslunarskólann. „Ég valdi Versló vegna söngleikjanna. Á þeim tíma fór minna fyrir lærdómnum reyndar en ég kláraði nú samt,“ segir hún. Framhaldsnám var samt ekki eitthvað sem hún sá sig í, ekki nema þá í söngnámi. „Það var alltaf stefnan að læra meira en ég fann ekki það nám í Háskóla Íslands sem mér fannst henta mér. Því fór ég bara að vinna og læra í Söngskólanum í Reykjavík,“ segir Heiða sem á þessum tíma var einnig í hljómsveitinni Url sem gaf út breiðskífu. Hún var því snemma byrjuð í tónlistarbransanum. ÞORÐI EKKI Í FYRSTA IDOLIÐ Þjóðin fékk fyrst að kynnast Heiðu í gegnum aðra seríu af Idolinu sem sló svo rækilega í gegn hér á landi. En af hverju annarri seríu, eftir hverju var hún að bíða? „Þetta var bara spéhræðsla,“ svarar hún hiklaust. „Það er kannski skrítið að segja það því ég var alltaf að koma fram. Ég vissi að þetta væri frábært tækifæri en ég varð að sjá hvernig þetta væri áður en ég tæki þátt. Því var eins gott að það kom önnur sería,“ segir hún og hlær. Hún viðurkennir að fyrsta prufan hafi verið henni erfið. „Ég var bara í smá „blackouti“ þrátt fyrir að hafa staðið á sviði í nokkur ár. Kvíðinn var svo mikill fyrir prufuna. Hvað ef ég hefði ekki komist áfram, söngvari í hljómsveit sem spilaði stundum einu sinni í viku á Gauknum? Þetta Heiða Ólafsdóttir er stolt dreifbýliskona frá Hólmavík, nýútskrifaður leikari frá virtum skóla á Broadway, útvarpskona og kærasta. Hún hefur afrekað margt frá því hún kom fyrst á mölina á menntaskólaaldri, hark- að með bílskúrshljóm- sveitum, náð öðru sæti í Idol og sér nú um einn vinsælasta dægurmála- þátt landsins. Tómas Þór settist niður með Heiðu og ræddi um mölina, útvarpsstöðina sem hún elskar, leiklistina, lífið, en lítið um ástina. snýst um að þora SÓLÓ- FERILLINN Söngkona sem vill leika Heiða Ólafs nýtur sín í söngnum en er búin að klára leiklistarnám og vill finna sig þar líka. MYND KRISTINN MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.