Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 60
KOMIÐ ÚT 60 FÖSTUDAGUR 26. mars 2010 NAFN OG ALDUR? „Unnur Eggertsdóttir, 17 ára.“ ATVINNA? „Solla stirða.“ HJÚSKAPARSTAÐA? „Einhleyp.“ FJÖLDI BARNA? „Engin sem ég veit af.“ HEFUR ÞÚ ÁTT GÆLUDÝR? „Ég hef átt kínverskan bardagafisk, skjaldböku, labrador-hund og núna síðast bættist við golden retriever-hvolpur í fjölskylduna, hún Ugla.“ HVAÐA TÓNLEIKA FÓRST ÞÚ Á SÍÐAST? „Mig minnir að það hafi verið Hjaltalín og Hjálmar sem var eintóm snilld.“ HEFUR ÞÚ KOMIST Í KAST VIÐ LÖGIN? „Nei, ég er ekki alveg nógu svöl“. HVER ER UPPÁHALDSFLÍKIN ÞÍN? „Herðaslá úr Júníform sem ég fékk í fyrra.“ HEFUR ÞÚ FARIÐ Í MEGRUN? „Ég hef ekki nógu mikinn aga í svoleiðis.“ HEFUR ÞÚ TEKIÐ ÞÁTT Í SKIPULÖGÐUM MÓTMÆLUM? „Nei.“ TRÚIR ÞÚ Á FRAMHALDSLÍF? „Já, maður heldur í vonina um að það sé eitt- hvað sem bíði manns.“ HVAÐA LAG SKAMMAST ÞÚ ÞÍN MEST FYRIR AÐ HAFA HALDIÐ UPP Á? „Þau eru svo mörg! Ég var alveg hræðileg á tíma- bili.“ HVAÐA LAG KVEIKIR Í ÞÉR? „Seven Years með Hjaltalín kemur okkur vin- konunum alltaf í gang.“ HVERS HLAKKARÐU MEST TIL? „Latabæjarhátíðarinnar á laugardaginn!“ HVAÐA MYND GETUR ÞÚ HORFT Á AFTUR OG AFTUR? „Forrest Gump, hún er bara einfaldlega besta mynd í heimi.“ AFREK VIKUNNAR? „Að hafa mætt á réttum tíma í skólann í morgun.“ HEFUR ÞÚ LÁTIÐ SPÁ FYRIR ÞÉR? „Nei, en það var samt sígauni á Spáni sem bauð mér það. Kennarinn minn var ekki lengi að reka hana í burtu.“ SPILAR ÞÚ Á HLJÓÐFÆRI? „Ekki vel, ég læt litla bróður minn sjá um það.“ VILTU AÐ ÍSLAND GANGI Í EVRÓPUSAMBANDIÐ? „Ég veit ekki nógu mikið um þetta til að mynda mér alvöru skoðun. Mig langar heldur eiginlega ekkert til þess.“ HVAÐ ER MIKILVÆGAST Í LÍFINU? „Að hafa alltaf eitthvað til að brosa og hlæja yfir.“ HVAÐA ÍSLENSKA RÁÐAMANN MUNDIR ÞÚ VILJA HELLA FULLAN OG FARA Á TRÚNÓ MEÐ? „Það væri ekki leiðinlegt að djamma með forsetahjónunum. Fá kannski lánaðan pels hjá Dorrit?“ HVAÐA FRÆGA EINSTAKLING MYNDIR ÞÚ HELST VILJA HITTA OG AF HVERJU? „Hefði viljað hitta Michael Jackson og bjarga honum frá dauðanum.“ HEFUR ÞÚ ORT LJÓÐ? „Já, þau eru samt ekki upp á marga fiska.“ NÝLEGT PRAKKARASTRIK? „Bekkurinn stal gullfisk frá öðrum bekk um daginn. Þá var mikið hlegið.“ HVAÐA FRÆGA EINSTAKLINGI LÍKIST ÞÚ MEST? „Pabba, hann er samt ekki enn þá orðinn frægur.“ ERTU MEÐ EINHVERJA LEYNDA HÆFILEIKA? „Ég get bakkað í stæði. Samt bara þegar enginn er að horfa.“ Á AÐ LEYFA ÖNNUR VÍMUEFNI EN ÁFENGI? „Alls ekki.“ HVER ER UPPÁHALDSSTAÐURINN ÞINN? „Sumarbústaðurinn hjá ömmu og afa á góðum sumardegi.“ HVAÐ ER ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ GERIR ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ AÐ SOFA? „Tel hvað ég næ að sofa í marga tíma.“ HVER ER LEIÐ ÍSLANDS ÚT ÚR KREPPUNNI? „Bara að leyfa mér og vinkonum mínum að sjá um þetta.“ Unnur Eggertsdóttir hreppti á dögunum hlutverk Sollu stirðu í Latabæ. Hún mun þreyta frumraun sína á sviði á Latabæjarhátíðinni á laugardaginn. VILDI BJARGA LÍFI MICHAELS JACKSON Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16 Listmunauppboð á næstunni Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 551-0400, 896-6511 (Tryggvi), 845-0450 (Jóhann) Erum að taka á móti verkum núna í Galleríi Fold við Rauðarárstíg – VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 www.velfang.is • velfang@velfang.is Fr um Nýtt og traust umboð fyrir á Íslandi varahlutir þjónusta verkstæði vélar KOMIÐ ÚT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.