Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 38
F Ö S T U DAG U R 26 . M AR S 201038 „Ég byrjaði á að lita hana og setti svo mikið af misstórum rúllum í hárið. Krullur eru að koma sterkar inn og sérstaklega þær frá stríðsárunum og í kringum 1930 eða þegar alvöru krepp- an skall á,“ segir Jón Aðalsteinn Sveins- son hárklippir og eigandi KRISTU/ Quest þegar hann er spurður út í hár- greiðslur brúða á stóra daginn. Allt í kross Jón Aðalsteinn, sem er betur þekktur sem Nonni Quest, segir margt í gangi í hártísku í dag en að það skili sér ekki endilega í brúðargreiðsluna. „Flest- ar brúðir velja öruggu leiðina enda er þetta mjög stór dagur í lífi kvenna og þær vilja að brúðkaupsmyndirnar standi tímans tönn. Sem betur fer eru þó alltaf einhverjar sem eru tilbúnar að fara út fyrir boxið,“ segir Nonni og bætir við að greiðslan sem hann hafi valið að þessu sinni sé blanda af rokka- billí, sixtís og krepputímabili. „Við lifum á svo skemmtilegum tímum þar sem næstum allt er leyfi- legt. Þetta er ekki lengur eins og þeg- ar amma og afi voru að gifta sig og það var bara ein greiðsla í gangi. Brúður með þessa greiðslu gæti þess vegna farið í 70’s eða 80´s kjól og þannig blandað saman kynslóðum og búið til sína eigin tísku. Það skemmtilega við tískubransann í dag er að ef þú ert með grunninn á tæru geturðu leikið þér að blanda tímabilunum saman og fengið spennandi útkomu. Hins vegar verð- urðu að vera með allar reglur á hreinu áður en þú byrjar að brjóta þær því annars getur útkoman orðið skelfileg.“ Mad Man-herrar Nonni segir herrana komna með flotta gamaldags herraklippingu. „Ekkert ólíkt þeim sem við sjáum í Mad Man- þáttunum og þessi mottumars hefur smellpassað við þær greiðslur,“ segir hann og bætir við að hann sé ánægður með það frábæra framtak. „Herrarnir láta klippa sig dálítið fyrir stóra daginn en koma svo í vikunni á undan og láta skerpa á klippingunni svo þeir líti ekki út fyrir að vera nýklipptir. Hins vegar hentar það þessari old school-klipp- ingu ansi vel að vera nýklipptur.“ Brjálaðir litir væntanlegir Varðandi liti segir Nonni ýmsa rauða liti væntanlega. „Hárið er búið að vera náttúrulegt í langan tíma núna og ég hef mjög gaman af að sjá þessa rauðu liti enda langt síðan þeir fengu að njóta sín. Eins spái ég því að við förum að sjá meira af brjáluðum litum, annaðhvort sem heilliti eða skreytitóna og ég er farinn að finna fyrir meiri móttæki- leika hjá viðskiptavinum varðandi lita- gleði. Á sjálfan brúðkaupsdaginn velja flestar konur að fara hefðbundnu leið- ina bæði í greiðslu og lit þótt það séu alltaf einhverjar sem þora að prófa eitthvað nýtt. Þótt þessi dagur sé stór og myndirnar mikilvægar finnst mér að við getum horft á brúðkaupsmynd- irnar í framtíðinni og einfaldlega sagt; við vorum ung og þetta var málið á þeim tíma. En þetta er bara misjafnt eins og við öll.“ Falleg húð mikilvægust G. Beta Ómarsdóttir, förðunarfræð- ingur og hinn eigandi KRISTU/Quest, farðaði brúðina. „Ég notaði náttúru- lega förðun sem er í anda týpunn- ar. Förðun fer alltaf eftir týpum en náttúruleg förðun hefur verið áber- andi upp á síðkastið og þá er vinsælt að leita í Mac Face og Body-farðann. Þannig náum við húðinni eðlilegri og án mattrar áferðar né glansandi,“ seg- ir G. Beta og bætir við að það sé mis- jafnt hversu öruggar konur séu í sinni sök varðandi förðun á brúðkaupsdag- inn. „Þær eldri eru oftast óöruggari en þær yngri vita flestar hvað þær vilja. Annars fer þetta bara eftir persónum, sumar eru með allt á hreinu en aðr- ar vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga,“ segir hún og bætir við að líkt og í hári sé förðun á brúðkaupsdaginn oft- ast hefðbundin. „Flestar leggja mest upp úr því að húðin sé falleg og ekki of mött né glansandi. Við viljum náttúr- lega allar vera sléttar og sætar.“ indiana@dv.is Nonni Quest, hárklippir og eigandi KRISTU/Quest, segir flestar konur velja öruggu leiðina þegar komi að hárgreiðslunni á brúðkaupsdaginn. Nonni segir krullur koma heitar inn en í dag sé þetta ekki eins og þegar amma og afi voru að gifta sig þegar ein greiðsla var í gangi. Nú sé nánast allt í tísku. Lúkkið verður að standast tí ans tönn Falleg Fyrirsætan er með fallegar krullur af ýmsum stærðum í hárinu og náttúrulega förðun. MYND KRISTINN MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.