Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 26. mars 2010 HELGARBLAÐ
BROTTFLUTTAR STJÖRNUR
Fjölmargir Íslendingar hafa flutt af landi brott eftir að kreppan skall á. Það er þó ekki bara kreppan sem
fær Íslendinga til að freista gæfunnar annars staðar. Fjöldi þekktra Íslendinga hefur um langt skeið freist-
að gæfunnar á framandi slóðum og gerir það gott. DV tók saman nokkra af þekktustu Íslendingunum sem
búa og starfa erlendis.
EIRÍKUR HAUKSSON
n Eiríkur fór til Noregs 1988 til að láta drauminn um þunga-
rokkið rætast. Hefur lifað þar góðu lífi og er ekkert á leiðinni
heim þrátt fyrir að annar fóturinn sé hérna á Íslandi.
EMILÍANA TORRINI
n Stjarna Torrini skín afar skært þessi misserin. Samdi lag fyrir
Lord of the Rings og Kylie Minogue. Platan hennar Me and
Armini þykir frábær og hún er ekkert á leiðinni heim.
KRISTINN R. ÓLAFSSON
n Kristinn hefur búið í áratugi í Madrid á Spáni. Þaðan las hann
reglulega pistla sína í Ríkisútvarpinu en hefur því miður verið
sagt upp störfum.
HELGI TÓMASSON
n Helgi er virtur dansfrömuður á heimsmælikvarða, sem ritað
hefur nafn sitt á spjöld danssögunnar, sem dansari, listdans-
stjóri og danshöfundur, ballettmeistari í Bandaríkjunum.
ANNA MJÖLL ÓLAFSDÓTTIR
n Anna flutti snemma út til Bandaríkjanna til að gera það gott.
Hún hefur einnig unnið í Frakklandi. Lifir hinu ljúfa lífi í Los
Angeles og er ekkert á leiðinni heim.
HALLA VILHJÁLMSDÓTTIR
n Halla flutti til Lundúna fyrir nokkrum árum til þess að sinna
ferli sínum sem leikkona. Hún býr nú í Svíþjóð með sambýlis-
manni sínum, Kristjáni Ra, sem flutti þangað fyrir þó nokkrum
árum.
ANITA BRIEM
n Anita Briem hefur búið erlendis frá því hún var 16 ára gömul.
Hún flutti út til þess að gerast leikkona og hefur svo sannar-
lega tekist það. Hún býr nú í Hollywood og rís stjarna hennar
hærra með hverjum deginum sem líður.
STEFÁN KARL OG STEINUNN ÓLÍNA
n Þau hjónin ákvaðu árið 2004 að flytja til Bandaríkjanna.
Minna hefur farið fyrir Steinunni en Stefán hefur slegið í gegn
í hlutverkum Glanna glæps og Trölla í leiksýningunni Þegar
Trölli stal jólunum.
BJÖRK
n Alheimsstjarnan okkar Björk freistaði gæfunnar í Bretlandi og
er þar í stjörnustatus. Hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna,
Grammy, og Golden Globe meðal annars. Ekkert á leiðinni heim.