Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 22
RÁÐHERRA
Í SENDIFERÐ
n Kristján Möller samgönguráðherra
er þekktur fyrir að vinda sér í verkin
af krafti. Hann er Siglfirðingur en þar
eins og víðar á
landsbyggðinni
vita menn að ekki
dugir annað en að
drífa í hlutunum.
Ráðherrann
var snöggur
að bera upp
frumvarp sem
bannaði verkfall
flugvirkja. Alþingi samþykkti síðan
á mettíma en þá átti eftir að fá uppá-
skrift forseta Íslands. Venjan er þá að
senda leigubíl. Ráðherrann bjargaði
því máli með því að skjótast sjálfur
á Bessastaði með lögin og forsetinn
staðfesti umsvifalaust.
RÁÐHERRA GAF SÚPU
n Kristján Möller samgönguráðherra
fór ásamt ráðuneyti sínu í heimabæ-
inn, Siglufjörð, í árshátíðarferð. Að
vanda greiddi
starfsmannafé-
lagið helming
kostnaðar á móti
ráðuneytinu.
Ferð ráðuneyt-
isfólksins vakti
mikla athygli
heimamanna.
Hvað mesta
ánægju í ferðinni gerði kvöldverður á
heimili ráðherrans og Oddnýjar, eig-
inkonu hans, sem hafði eldað 30 lítra
af dýrindis fiskisúpu. Málsverðurinn
var í boði hjónanna sem greiddu fyrir
hráefnið.
SENDIHERRAFRÚ
FORSETAEFNI
n Vangaveltur eru uppi um það
hver gefi kost á sér sem forseti
Íslands ef Ólafur Ragnar Grímsson
hættir eftir þetta
kjörtímabil. Nú
hefur dúkkað upp
nafn Guðrúnar
Ágústsdóttur,
fyrrverandi for-
seta borgarstjórn-
ar og eiginkonu
Svavars Gests-
sonar sendiherra.
Guðrún hefði undir venjulegum
kringumstæðum átt ágæta mögu-
leika á embættinu. En nú kann aðild
eiginmanns hennar, Svavars, að
IcesSave-samningnum illræmda að
setja strik í reikninginn.
JÓNÍNA Í KROSSINN
n Hjónavígsla Gunnars Þorsteinsson-
ar í Krossinum og Jónínu Benedikts-
dóttur heilsufrömuðar um liðna
helgi vakti gríðarlega athygli. Bæði
eru þau þjóðþekkt en koma sitt úr
hvorri áttinni. Samband þeirra hefur
staðið í nokkurn tíma eins og DV
upplýsti fyrir nokkrum
vikum. Bæði eru þó
Jónína og Gunnar
kraftmikið fólk
og þrungið
sannfæringar-
krafti. Ekki er
talið útilokað
að Jónína muni
koma að starfinu
í Krossinum og
þá jafnvel
sem pred-
ikari.
Á öldum áður báru Íslending-ar virðingu fyrir hverfulleika lífsins. Þegar eldur kom upp úr jörðinni færðu þeir sig frá. Um
helgina kom eldur upp úr jörðinni ofan
á fjalli í alræmdu veðravíti. Í stað þess
að forða sér flykktust nútíma-Íslend-
ingarnir að.
Eldgosið hafði rétt náð að skjóta upp kollinum, furðu lostnum vísindamönnum að óvörum, þegar eldfjallafræðingur reyndi
að keyra upp að eldgosinu, en festi
jeppann sinn í holu. Fréttamaður fann
hann, því fréttamaðurinn ætlaði líka að
keyra upp. Upp hófst heljarinnar kapp-
hlaup fréttamanna, ævintýramanna
og vísindamanna að verða fyrstir til að
baða sig í bjarmanum af jarðeldinum.
Öskustrókurinn, hann er yfir okkur,“ dæsti Kristján Már Unnarsson fréttamaður í viðtali við fréttastöðina sína.
„Við erum í öskufalli, askan dynur á
okkur hérna og snjórinn orðinn grár og
víða svartir flekkir. Við höfum séð fyrr í
morgun svona sprengingar koma af og
til,“ hélt hann andstuttur áfram.
Þetta var ekki nýársbrenna, heldur eldgos sem hafði borið upp með býsna óskiljanleg-um hætti, því lítil þekking er á
gossvæðinu og mælarnir sýndu ekki
að eldgosið væri hafið. Fréttamaðurinn
lýsir hættunni vel; hvernig öskunni
af logandi gossúlum úr jörðinni rignir
yfir hann og hvernig ófyrirsjáanleg-
ar sprengingar verða með reglulegu
millibili. Svo hnykkir hann karlmann-
lega út: „Við erum að meta stöðuna,
hvað við gerum úr þessu en við reynum
væntanlega að nálgast gosstöðvarnar
frekar.“
Íkarus var metnaðargjarn maður í grískri goðafræði. Hann vaxaði á sig vængi og hóf sig til flugs. En á endanum óx honum metnaður um
of og hann fór of nálægt sólinni. Vax-
vængirnir brunnu og Íkarus hrapaði.
Auðvitað var Íkarus aldrei til og hefði
væntanlega ekki hrapað í þyngarleysi
geimsins, en boðskapurinn er gamall,
sannur og einfaldur. Ekki fara of nálægt
eldinum.
Svarthöfði er þakklátur frétta-mönnum sem ná góðum mynd-um af gosinu, en biður þá ekki um að leggja sjálfa sig í hættu.
Gleymum því ekki að það kom gat á
jörðina öllum að óvörum og eldur vell-
ur upp úr! Í guðanna bænum haldið
ykkur frá!
ÍKARUS OG ELDGOSIÐ „Samningurinn milli
mín og Jóhönnu rennur
út í sumar og þá er
þetta búið.“
n María Björk Sverrisdóttir,
umboðskona söngkonunnar
Jóhönnu Guðrúnar,
yfirgefur Eurovision-drottn-
inguna í sumar. - Fréttablað-
ið
„Hann setti mér
úrslitakosti og nú
verð ég að
taka ákvörðun.“
n Fyrirsætan, Kristrún Ösp
Barkardóttir, verður að
taka ákvörðun hvort hún vilji
byrja með Dwight Yorke og
flytja út til hans. - DV
„Við gátum ekkert
æft fótbolta.“
n Kristján Guðmundsson,
þjálfari HB í Færeyjum, var
bara með sína menn í
lyftingar- og styrktaræfingum
í langan tíma vegna mikils snjós þar í landi.
-Fréttablaðið
„Í m worried
about this Katla.“
n Megyn Kelly fréttakona á
FOX-fréttstöðinni þar sem
fluttar voru öfgafullarfréttir
af eldgosinu á Íslandi. - DV
Lágkúra á Ísafirði
Samtök stórra útgerðarmanna eru í herferð til varnar eignarrétti sínum á villtum, lifandi fiski. Allt er lagt und-ir til að heilaþvo almenning í land-
inu og koma því inn hjá fólki að það sé vont
að þjóðin eigi kvótann. Tilgangurinn helg-
ar meðalið í herferðinni. Fundur á Ísafirði
var auglýstur sem svo að hann væri gegn
fyrningarleiðinni. Bæjarstjórinn var gerð-
ur að fundarstjóra og málsvara hinna of-
sóttu eigenda kvótans. Nafn Verkalýsðfé-
lags Vestfjarða var notað sem aðstandandi
markmiðsins. Formaður félagsins lýsti því
í fjölmiðlum að það væri fölsun. Til að kór-
óna ætlunarverkið var almenningi bannað
að taka til máls eða spyrja á fundinum. Vest-
firðingar sem þangað mættu sátu þannig
undir dynjandi, nær einhliða, áróðri um að
landauðn blasti við ef þeir ekki stæðu vörð
um að kvótinn yrði í eigu útgerðarmanna.
Fram kom að Vestfirðingar, sem byggt hafa
mestalla afkomu sína á fiskveiðum, eiga
nú um níu prósent af heildarkvótanum. Sú
prósenta var miklu hærri í árdaga kerfis-
ins. Þannig hefur hlutdeildin hrunið á líf-
tíma kerfisins og kvótinn leitað suður á land
og norður. Meintir eigendur leita nú til Vest-
firðinga um að mynda skjaldborg um sig.
Það hlýtur að teljast ósvífni af versta tagi. Og
þeir vildu ekki aðeins að fólkið samþykkti að
kvótinn væri í eigu fárra. Þeir sviptu sama
fólkið eðlilegu málfrelsi og buðu upp á hrá-
an einhliða áróður. Ólínu Þorvarðardótt-
ur, alþingismanni Samfylkingar, ofbauð
framganga fundarboðenda og hún vildi
boða til framhaldsfundar þar sem málfrelsi
ríkti. Það var í takt við annað að bæjarstjóri
kvótaeigendanna neitaði að verða við því og
sleit fundi. Á Ísafjarðarfundinum birtist ein
versta lágkúra sem átt hefur sér stað í opin-
berri umræðu á Íslandi. Þeir vilja ekki að-
eins eiga fiskinn heldur málfrelsið líka.
REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Allt er lagt undir til að heilaþvo almenning
22 FÖSTUDAGUR 26. mars 2010 UMRÆÐA
SANDKORN
LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
LEIÐARI
SVARTHÖFÐI
BÓKSTAFLEGA
Gleymd er gúrkutíðin
Núna er loksins hægt að leyfa þjóð-
málaumræðu að lifa. Við erum laus
við endalaust æseifbull og getum nú
við snúið okkur að því sem skiptir
máli.
Núna geta kvótakóngarnir logið
því að þjóðinni að byggðir landsins
muni leggjast í eyði ef kvótinn fer allur
til þjóðarinnar. Nú mega menn væla
úr sér augun vegna þess að örfá tonn
af skötusel fara ekki í þá hít sem kvóta-
hyskið hefur lofað um langa hríð.
Braskararnir nöldra og segja að inn-
köllun kvótans muni koma sér eink-
ar illa fyrir þá sem nýlega hafa fjárfest
í aflaheimildum. Já, við lifðum líklega
við almennt þrælahald um allan heim
ef fólk hefði hlustað sérstaklega á þá
sem höfðu keypt sér þræla skömmu
fyrir afnám þrælahalds. Hér getum
við lofað þrælahald ef lygaþvæla LÍÚ
fær að lifa.
Núna eru það hinar íslensku al-
þýðuhetjur sem eiga allan rétt. Núna
mótmælir Bubbi Morthens því há-
stöfum að íslenskir tónlistarmenn
skuli voga sér að syngja á ensku.
Hann hefur nefnilega áttað sig á því
að menn geta sýnt þjóðtungunni lít-
ilsvirðingu, bæði með því að brúka og
sniðganga.
Gosið eyðir öllum óhróðri um
Hvítflibbaskýrsluna, núna má fresta
birtingu hennar enn og aftur og fólk
nennir ekki einu sinni að yppa öxlum.
Núna tölum við um gos og heyr-
um hámenntaða vísindamenn segja
okkur að annaðhvort muni gosið vara
um skamma hríð eða langa, að ann-
aðhvort sé það í vexti eða rénun.
Þegar gosið hefur athyglina fá dít-
oxdrottningin og krossfarinn frið og
geta hætt að sverja af sér gróusög-
ur um samvistir á laun. Í gosmekkin-
um leynist það sem ljóst má vera. Og
á meðan strókurinn stendur aftur úr
vítispúkum á Fimmvörðuhálsi fara
Jónína Ben og Gunnar í Krossinum í
eina sæng. Já, nú hafa blómabreiður
himnaríkis fengið nýjan ilm.
Yndisleg íslensk þjóð undirbýr
næsta dans í kringum gullkálfinn á
meðan gúrúar í gosmálapólitíkinni
spá því að brátt fari allt á annan end-
ann við Upptyppinga. Þeir segja að
Kárahnjúkavirkjun hverfi í vítiseld,
að ný Móðuharðindi neyði þjóðina
í hreppaflutninga til Kanaveldis eða
Kanada.
Í nýja landinu munum við lifa í
eilífu bjartsýniskasti, laus við æseif,
laus við þras um þjóðtungu, laus við
LÍÚ og skötusel, laus við þjófaskýrslu
og bunu úr stólpípum vítis. Þá mun
lifa í minningunni brúðkaup sem
breytti ímynd þjóðar og iðraeldur sem
breyttu yfirborði lands.
Þau fengu blessun klár og kvitt
í kristnum helgidómi,
þá mátti heyra: Holy shit!
hrópað einum rómi.
KRISTJÁN HREINSSON
skáld skrifar
„Hér getum við
lofað þrælahald
ef lygaþvæla LÍÚ
fær að lifa.“
SKÁLDIÐ SKRIFAR