Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 46
F Ö S T U DAG U R 26 . M AR S 201046 „Okkur finnst þetta vera rétti tíminn og vitum að ef við gerum þetta ekki núna gerum við þetta seinna. Sag- an okkar er löng og rómantísk og við höfum upplifað margt saman. Við vitum einfaldlega að okkur er ætlað að vera saman,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir, tvítug Sauðárkróks- mær, sem mun ganga að eiga hinn 23 ára Albert Inga Haraldsson en parið hefur verið saman í tvö ár. Rómantísk saga Eva Pandora og Albert Ingi kynntust árið 2006. „Ég mundi alltaf eftir hon- um og svo rétt eftir að við hittumst aftur fékk hann heilahimnubólgu og var næstum dáinn. Upp úr lyfjamók- inu sagði hann nafnið mitt og þannig vissi systir hans að við ættum allt- af eftir að vera saman. Hann hugs- aði um mig á þessari stundu þótt við þekktumst mjög lítið. Mér þykir ofsa- lega vænt um þessa sögu.“ Stóri dagurinn verður 21. ágúst en brúðkaupið verður haldið á Sauðár- króki og Eva segir fjölskyldur þeirra fagna ákvörðuninni. „Mamma Al- berts er klæðskeri og er að sauma á okkur brúðarfötin sem er mjög hent- ugt. Mamma mín hafði smá áhyggj- ur og spurði af hverju við værum að flýta okkur svona, við værum svo ung og ættum hvorki hús né börn. Ég svaraði henni því að það heimsku- legasta sem maður getur gert þeg- ar maður er svona ungur sé einmitt að eignast hús og börn. Hún svaraði engu en ég veit að hún meinar vel. Hún var bara að vera mamma.“ Fjarsamband í eitt ár Á þeim tveimur árum sem Eva og Al- bert hafa verið saman voru þau í fjar- sambandi í eitt ár. „Ég fór sem skipti- nemi til Frakklands daginn eftir að við trúlofuðum okkur og dvaldi þar í eitt ár. Við skrifuðumst reglulega á og náðum þannig að kynnast miklu bet- ur auk þess sem hann heimsótti mig þrisvar,“ segir Eva. Aðspurð segir hún barneignir ekki næst á dagskrá. „Við erum ekki að gifta okkur til að fara þessa hefð- bundnu leið, gifting fyrst og börn- in svo. Við vitum bara hvað við vilj- um. Börnin koma svo þegar við erum búin að mennta okkur en við erum bæði að klára framhaldsskóla og stefnum á háskólanám í Reykjavík í haust.“ indiana@dv.is Eva Pandora er tvítug Sauðárkróksmær sem mun ganga í það heilaga í sumar. Brúðgum- inn er litlu eldri en parið veit hvað það vill. „Okkur er ætlað að vera saman“ Ung og ástfangin Eva Pandora og Albert Ingi hafa verið á föstu í tvö ár og ætla gifta sig í sumar. Hún er tvítug og hann 23 ára. MYND FINNBOGI DAGSLJÓS Kærleikur er heilun jarðar Ingólfstræti 2 | Sími: 517 2774 www.gjafirjardar.is Erum með mikið af fallegum gjafavörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.