Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Side 46
F Ö S T U DAG U R 26 . M AR S 201046 „Okkur finnst þetta vera rétti tíminn og vitum að ef við gerum þetta ekki núna gerum við þetta seinna. Sag- an okkar er löng og rómantísk og við höfum upplifað margt saman. Við vitum einfaldlega að okkur er ætlað að vera saman,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir, tvítug Sauðárkróks- mær, sem mun ganga að eiga hinn 23 ára Albert Inga Haraldsson en parið hefur verið saman í tvö ár. Rómantísk saga Eva Pandora og Albert Ingi kynntust árið 2006. „Ég mundi alltaf eftir hon- um og svo rétt eftir að við hittumst aftur fékk hann heilahimnubólgu og var næstum dáinn. Upp úr lyfjamók- inu sagði hann nafnið mitt og þannig vissi systir hans að við ættum allt- af eftir að vera saman. Hann hugs- aði um mig á þessari stundu þótt við þekktumst mjög lítið. Mér þykir ofsa- lega vænt um þessa sögu.“ Stóri dagurinn verður 21. ágúst en brúðkaupið verður haldið á Sauðár- króki og Eva segir fjölskyldur þeirra fagna ákvörðuninni. „Mamma Al- berts er klæðskeri og er að sauma á okkur brúðarfötin sem er mjög hent- ugt. Mamma mín hafði smá áhyggj- ur og spurði af hverju við værum að flýta okkur svona, við værum svo ung og ættum hvorki hús né börn. Ég svaraði henni því að það heimsku- legasta sem maður getur gert þeg- ar maður er svona ungur sé einmitt að eignast hús og börn. Hún svaraði engu en ég veit að hún meinar vel. Hún var bara að vera mamma.“ Fjarsamband í eitt ár Á þeim tveimur árum sem Eva og Al- bert hafa verið saman voru þau í fjar- sambandi í eitt ár. „Ég fór sem skipti- nemi til Frakklands daginn eftir að við trúlofuðum okkur og dvaldi þar í eitt ár. Við skrifuðumst reglulega á og náðum þannig að kynnast miklu bet- ur auk þess sem hann heimsótti mig þrisvar,“ segir Eva. Aðspurð segir hún barneignir ekki næst á dagskrá. „Við erum ekki að gifta okkur til að fara þessa hefð- bundnu leið, gifting fyrst og börn- in svo. Við vitum bara hvað við vilj- um. Börnin koma svo þegar við erum búin að mennta okkur en við erum bæði að klára framhaldsskóla og stefnum á háskólanám í Reykjavík í haust.“ indiana@dv.is Eva Pandora er tvítug Sauðárkróksmær sem mun ganga í það heilaga í sumar. Brúðgum- inn er litlu eldri en parið veit hvað það vill. „Okkur er ætlað að vera saman“ Ung og ástfangin Eva Pandora og Albert Ingi hafa verið á föstu í tvö ár og ætla gifta sig í sumar. Hún er tvítug og hann 23 ára. MYND FINNBOGI DAGSLJÓS Kærleikur er heilun jarðar Ingólfstræti 2 | Sími: 517 2774 www.gjafirjardar.is Erum með mikið af fallegum gjafavörum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.