Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 31
6. mars 2010 FÖSTUDAGUR 31
var mjög stressandi augnablik,“ segir Heiða sem
flaug í gegn og endaði eins og áður segir í öðru
sæti. En hvernig var þessi lífsreynsla?
„Þetta var bara algjörlega frábært. Þetta var
náttúrulega tækifæri sem ekki var hægt að horfa
fram hjá og gerði rosalega mikið fyrir mig. Ég
náði öðru sætinu en ég var líka búin að vinna
alla forvinnuna. Ég var búin að harka inni í bíl-
skúr í mörg ár, það var því ekkert þannig að ég
kæmi bara beint úr sveitinni og ætlaði að láta
alla vinna fyrir mig,“ segir Heiða sem fékk plötu-
samning hjá Senu eftir keppnina. Hún starf-
aði einnig mikið við söng eftir Idolið en ef það
er eitthvað sem hefur vantað upp á hjá Heiðu er
það blússandi sólóferill.
„Ég er alltaf að semja og skrifa og hef gert það
í mörg ár. Við skulum segja að það sé von á mér.
Þetta er líka spurning um spéhræðslu. Maður
verður að þora að leyfa einhverjum að heyra um
sínar dýpstu tilfinningar. Það er allavega komið
á markmiðalista ársins að koma út efni frá mér,“
segir Heiða.
LÆRÐI Í SAMA SKÓLA OG
ÓSKARSVERÐLAUNAHAFI
Söngurinn skipar stóran sess í lífi Heiðu en hana
hefur líka alltaf langað að leika. Hana langaði
einnig alltaf til þess að búa í útlöndum. Hún sló
því tvær flugur í einu höggi og nam leiklist í tvö
ár í virtum leiklistarskóla í New York sem heit-
ir Circle in the Square Theater School. Í þessum
sama skóla lærði sjálfur Phillip Seymor Hoff-
man allt sem hann kann en hann er einn allra
virtasti leikarinn í Hollywood í dag og er Ósk-
arsverðlaunahafi. Heiða er fyrsti Íslendingurinn
sem stundar nám við þennan skóla en hann var
aldrei í plönunum fyrst.
„Það eru bara fimmtíu manns teknir inn í
þennan skóla á ári en það eru prufur úti um öll
Bandaríkin. Ég var úti í New York að fara í prufur
fyrir annan skóla þegar ég hitti kennara úr Circle
in the Square. Hann sagði að ég þyrfti endilega
að fara í prufu fyrir þann skóla og skólastjórinn
myndi eflaust leyfa það fyrst ég væri þarna úti,
akkúrat á þessum tíma. Ég komst inn í báða skól-
ana en ákvað að velja þann sem ég fór í þrátt fyrir
að fá skólastyrk í hinum,“ segir Heiða.
„Skólinn er í kjallara í alvöru Broadway-leik-
húsi. Maður er þarna í loftlausum kjallara allan
daginn. Í þessum skóla er ekkert verið að hugsa
um að hafa fé af nemendum eða græða neitt,
listin er aðalatriðið. Það er bara hugsað um að
skólinn komi út á núlli, því er ekki splæst í neitt,
ekki einu sinni að mála veggina. Kennararnir fá
heldur ekkert mikið borgað því það er ekki til al-
mennilegur peningur í það. Þá langar bara að
kenna þarna en aðallaunin sín fá þeir fyrir að
kenna í Juilliard,“ segir Heiða en Juilliard er einn
alvirtasti listaháskóli í heiminum.
KOM HEIM VEGNA KREPPU
„Ég ætlaði að vera lengur í New York,“ segir
Heiða aðspurð hví hún hafi komið heim beint
eftir nám. „Það kom náttúrulega kreppa. Ég
ákvað því að vera ekki þarna úti og harka heldur
koma heim. Ég var heldur ekki til í það að búa í
útlöndum. Hvað ef eitthvað kæmi fyrir einhvern
í fjölskyldunni minni? Ég er mjög náin henni.
Kreppan hafði samt mjög stór áhrif. Vinir mín-
ir sem búa þarna enn þá fá varla vinnu á Star-
bucks-kaffihúsum,“ segir hún en viðurkennir að
hún sakni borgarinnar.
„Ég er með geðveika heimþrá til New York
og er reyndar að fara þangað í apríl. Bandaríkja-
mennirnir voru voðalega heillaðir af Íslandi og
þessu eldur/ís-elementi í okkur. Ég verð ekki
söm eftir að hafa verið í þessum skóla og búið í
New York. Þarna þurfti ég til dæmis að gráta fyr-
ir framan alla. Það er bara eitthvað sem við Ís-
lendingar gerum ekki. Í fyrsta sinn sem ég þurfti
að bresta í grát var það rosalega erfitt en vá hvað
það var gott á eftir,“ segir Heiða sem er enn að
reyna að koma sér á kortið í leiklistarheimin-
um. Því miður hefur það verið þannig í gegnum
tíðina að leikkonur sem læra erlendis eiga erf-
iðara með að fá hlutverk hér heima. Hefur ver-
ið stofnaður félagsskapurinn Brynjurnar vegna
þess, sem samanstendur af hópi leikkvenna sem
lærðu erlendis.
„Ég reyni að vera dugleg að láta vita af mér.
Ég reyni að vera pirrandi og banka á einhverj-
ar hurðir, svo kemur það sem kemur. Það hef-
ur mjög margt opnast hvað varðar þá sem hafa
lært erlendis en margir sem læra úti eiga erfiðara
með að komast áfram. Það eru náttúrulega nem-
endasýningar hér sem allir koma að sjá á meðan
enginn hefur séð mig í ferlinu eins og leikarana
hér. En já, það er erfiðara að koma sér á framfæri
ef maður lærir úti,“ segir Heiða.
EKKERT ICESAVE – BARA KISUFRÉTTIR
Heiða starfar í dag sem dagskrárgerðarkona á
Rás 2. Hún er H-ið í útvarpsþættinum H&M á
móti stöllu sinni Margréti Erlu Maack en hægt
er að hlusta á dægurmála- og tónlistarþátt
þeirra alla virka daga milli níu og ellefu. „Ég hef
hlustað á Rás 2 alla mína ævi. Það var auðvitað
eina stöðin sem náðist á Hólmavík, þetta er eina
rásin sem ég hlusta á. Ég hef alltaf þekkt nöfnin
á Rás 2 og þótt mjög vænt um þessa stöð. Þegar
ég kom heim í vikufrí úr leiklistarskólanum eitt
sinn fékk ég símtal frá Óla Palla sem vildi endi-
lega fá mig í prufu. Eftir það fékk ég svo afleys-
ingastarf sumarið 2008 og 2009 og svo ílengdist
ég bara hérna. Svo í vetur byrjuðum við Margrét
með þáttinn H&M,“ segir Heiða.
Hún segist hafa mjög gaman af þættinum
sínum en hafa verið stressuð þegar nær dró
fyrsta þætti. „Ég var með fiðrildi í maganum al-
veg viku á undan. En ég held ég þrífist svolítið
á því. Þegar það er brjálað að gera er gaman.
Viðtökurnar hafa verið mjög góðar en ég held
að við séum það heppnar að við heyrum bara í
jákvæða fólkinu. Þátturinn á bara að vera léttur
og skemmtilegur. Ekkert Icesave! Bara eitthvað
gleðilegt, svokallaðar kisufréttir,“ segir Heiða
sem fagnar ábyrgðinni sem fylgir því að starfa í
útvarpi allra landsmanna.
„Af því að ég hef alist upp með Rás 2 og tel
mig vita ágætlega út á hvað hún gengur. Það sem
er helsti kostur okkar er að við erum ekki bund-
in við lista af tuttugu lögum. Það fá allir tækifæri
til að sanna sig ef þú kemur með lag sem hljóm-
ar vel í útvarpi. Mér finnst þetta frábær ábyrgð
að vera í útvarpi allra landsmanna. Þetta er mín
stöð. Mér þykir mjög vænt um þessa stöð,“ segir
hún ákveðin.
ÓSANNGJÖRN GAGNRÝNI
Ekki er langt síðan þriðji niðurskurðarhnífurinn
á einu ári féll á Efstaleitið og þurftu nær hundrað
manns að taka pokann sinn. Þungt var yfir fólki
í Efstaleitinu í kringum uppsagnirnar enda lýs-
ir Heiða þessu eins og fjölskyldumeðlimir hafi
verið látnir fara. „Það voru svartir dagar hérna
og það var vegna þess að fólki þykir vænt hvert
um annað í þessu húsi. Þetta er eins og fólk sé
að yfirgefa fjölskylduna. En þá leggjast bara all-
ir á eitt til þess að við getum kannski bara feng-
ið þessa fjölskyldumeðlimi aftur. Það var búið
að taka til á Rás 2 áður en ég kom þannig að við
þurftum ekki að kveðja neinn. Niðurskurður-
inn var mestmegnis inni á fréttadeild. Auðvitað
þekkjast allir í húsinu en það var enginn náinn
samstarfsmaður minn sem fór,“ segir Heiða.
Það hafa öll spjót staðið á RÚV síðustu vik-
ur og mánuði. Kvikmyndagerðarfólk er brjálað
út í RÚV fyrir að hætta að kaupa íslenskt efni og
skotið hefur verið á stofnunina fyrir óheyrilega
eyðslu í hinu og þessu. Heiðu finnst leiðinlegt
hvernig oft er talað um RÚV. „Það er ógeðslega
fúlt því hér eru allir að reyna að gera sitt allra
besta. Fólk er ofboðslega dómhart og stundum
finnst mér það einum of. Oft er fólk líka að tjá
sig sem þekkir ekki alla málavexti. Það er enginn
hérna að bora í nefið. Þetta er ósanngjarnt finnst
mér oft. RÚV hefur alltaf verið umdeilt en hvað á
að gera? Þetta er eins og með kreppuna, hún er
ekki einhverjum þremur að kenna,“ segir hún.
ÁSTFANGIN KYNBOMBA
Ekki er langt síðan Heiða var kjörin kynþokka-
fyllsti kvenmaður landsins í kosningu Rásar 2.
Þar sem hún vinnur á Rásinni þurfti hún einnig
að taka við símtölum þar sem fólk var að kjósa
hana í beinni. Hún viðurkennir fúslega að það
hafi verið erfitt. „Við Margrét byrjuðum kosning-
una í þættinum hjá okkur og svo kláraðist þetta
út Popplandið. Margrét varð náttúrulega í öðru
sæti þannig að við vorum þarna eins og fávit-
ar. Mér hefur aldrei liðið jafnasnalega á ævinni
áður,“ segir hún og roðnar aðeins.
Það er ekkert hægt að draga upp úr Heiðu
hvað varðar ástina í lífi hennar. Hún viðurkennir
að hún sé í sambandi. „Já, ég er reyndar í sam-
bandi. Ég er mjög heppin og afskaplega ham-
ingjusöm. Ég hef verið nokkuð heppin hvað
varðar að sleppa við umfjöllun um svona mál,“
segir hún. Hún gefur ekki einu sinni upp nafn
mannsins sem á hjarta hennar og er málið því
látið kyrrt liggja.
En hvað er þá næst, Heiða? „Það er bara
H&M á morgun og svo er ég að syngja með Frið-
riki Ómari í Elvis-sýningu í Salnum. Ég ætla að
syngja Toto-tribute með góðum drengjum á Sel-
fossi í apríl. Svo ætla ég að fara að þora að sýna
mig með því að senda frá mér efni. Það er nóg að
gera sem er frábært því annars bara leiðist mér,“
segir Heiða Ólafs, eða Aðalheiður Ólafsdóttir frá
Hólmavík. tomas@dv.is
Hátt uppi Heiða ólst upp við að hlusta
á Rás 2 og segir að sér þyki vænt um
stöðina. MYND KRISTINN MAGNÚSSON
H&M Heiða sér um útvarpsþáttinn
H&M ásamt Margréti Erlu Maack á Rás
2 alla virka daga. MYND KRISTINN MAGNÚSSON