Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 23
„Ég er að fara til Ísafjarðar. Þar fer ég á Aldrei fór ég suður og svo verður vonandi hægt að fara á skíði.“ LINDA KRISTMANNSDÓTTIR 45 ÁRA KERFISFRÆÐINGUR. „Vinna í garðinum við að gera hann fínan. Ég er með gróðurhús og búin að sá fullt þar fyrir löngu síðan.“ ERLA BERGMANN 35 ÁRA FJÁRMÁLASTJÓRI. „Ég er ekki búinn að ákveða það. Allt óráðið enn þá. “ ÁSGEIR EGILSSON 58 ÁRA ATVINNULAUS. „Ég reikna með að vera heima. Það er að minnsta kosti ekki annað á dagskrá eins og er.“ BERGDÍS JÓNASDÓTTIR 79 ÁRA ELLILÍFEYRISÞEGI. „Það gæti verið að ég færi í bústað en annars er það óráið. Annars á ég von á barnabarni svo það ræðst svolítið af því þar sem von er á því á þessum tíma.“ INGIBJÖRG ÞÓRA MARTEINSDÓTTIR 53 ÁRA LAUNAFULLTRÚI HJÁ VINNUEFTIRLITINU. HVAÐ Á AÐ GERA UM PÁSKANA? GEIR ÓLAFSSON hélt tónleika á fimmtudagskvöldið til styrktar SÁÁ. Hann fékk með sér í lið einvala lið söngvara, þar á meðal sjálfan Kristján Jóhannsson, sem allir gáfu vinnu sína til þessa góða málefnis. SPENNANDI AÐ VINNA MEÐ KRISTJÁNI Ríkisstjórnin sprengdi stöðugleika- sáttmálann með glæsibrag í upp- hafi vikunnar. Fyrst lýsti hún yfir að friðarskylda yrði að ríkja á vinnu- markaði og afnam því verkfalls- rétt launþega og sneri sér svo við og samþykkti einhliða breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, þvert á sáttmálann.  Samtök atvinnulífsins bentu í kjölfarið á bókun sína við sáttmálann og lýstu yfir að forsend- ur hans væru brostnar. Eftir standa samtök launþega, varnarlaus gagnvart einhliða að- gerðum ríkisstjórnarinnar. Búið er að negla niður lágmarkshækkan- ir á launum, okurvexti, síhækkandi verðlag og afnema verkfallsrétt- inn. Hvað eiga forystumenn ASÍ og BSRB til bragðs að taka? Segja upp kjarasamningum eða fara í verkfall? Nei, það geta þeir ekki, því ríkis- stjórnin hefur krafist einhliða frið- arskyldu með bráðabirgðalög í bak- höndinni. Þjóðarsátt 1990 Með Þjóðarsáttinni 1990 var með þríhliða samningi ríkis og aðila vinnumarkaðarins, klippt á ára- langar víxlhækkanir launa og verð- lags og verðbólgudraugurinn kveð- inn niður.  Ekki var lengur talið ásættanlegt að bregðast við efna- hagsáföllum með gengislækkunum til að bæta stöðu útflutningsgreina auk þess sem vextir og verðtryggð- ar skuldir voru að sliga bæði heimili og fyrirtæki. Þjóðarsáttin var efna- hagslegt afrek þar sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og að- ilar vinnumarkaðarins tóku hönd- um saman um að tryggja ákveðin laun, vexti og stöðugleika verðlags til hagsbóta fyrir samfélagið í heild. Ríkisstjórnin var framarlega í öllu undirbúningsferli þjóðarsáttar- innar, þar sem lögð var áhersla á að ná niður raungengi krónunnar með lækkun kaupmáttar launa án þess þó að verðbólga færi á skrið. Laun- þegar tóku á sig ákveðinn fórnar- kostnað í upphafi til að tryggja sér meiri kaupmátt til lengri tíma litið. Vaxtalækkanir komu heimilum og fyrirtækjum til góða auk þess sem dregið var úr hækkunum á opin- berri þjónustu og sköttum á fyrir- tæki.  Aðdragandi þjóðarsáttarinnar var langur. Allir lögðu eitthvað á sig og allir fórnuðu einhverju til þess að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Raunveruleg sátt Það sama er því miður ekki hægt að segja um stöðugleikasáttmála nú- verandi stjórnar.  Sá samningur er einfaldlega listi af sameiginlegum áhugamálum aðila vinnumarkað- arins sem ríkisstjórnin samþykkti án mikillar umræðu og hefur lítt hirt um að framfylgja. Fljótlega eftir samþykkt sáttmálans lá fyrir að ekki yrði staðið við loforð um lækkun vaxta.  Síðan þá hefur ríkisstjórnin ekki lyft litla fingri til að ýta á eftir vaxtalækkunum.  Skattahækkanir urðu margfalt hærri en samið hafði verið um og lítið hefur verið gert til að tryggja stöðugt verðlag eða af- nema verðtrygginguna. Raunveruleg endurreisn bygg- ist á samvinnu og samstöðu. Rík- isstjórnin verður að beita sér fyrir raunverulegri sátt á vinnumarkaði, raunverulegri sátt milli lántaka og lánveitanda, raunverulegri sátt milli atvinnurekenda og launþega og raunverulegri sátt á milli stjórn- ar og stjórnarandstöðu. Það gerir maður ekki með valdboði, það ger- ir maður ekki með fyrirskipunum og það gerir maður ekki með laga- setningu. Jóhanna Sigurðardóttir getur mikið lært af Steingrími Hermanns- syni mannasætti  um samvinnu, samstöðu og þjóðarsátt. Þjóðarsátt að hætti Jóhönnu UMRÆÐA 26. mars 2010 FÖSTUDAGUR 23 Nutu blíðunnar Þetta unga fólk naut veðurblíðunnar í hádeghléi á Háskólatorgi fyrir utan Háskóla Íslands á fimmtudag. Inni lék Bubbi Morthens fyrir nemendur en flutning hans mátti vel heyra út á tröppur. Þó lóan sé komin er einhver bið á því að vorið gangi endanlega í garð því Veðurstofa Íslands spáir frosti og jafnvel snjókomu fram í næstu viku. MYNDIN Hver er maðurinn? „Geir Ólafsson.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er fæddur og uppalinn í Breiðholtinu í Reykjavík.“ Hvað drífur þig áfram? „Það er kærleikurinn.“ Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Ætli það sé ekki bara einhver ljúf stund í faðmi móður minnar.“ Hver er þín fyrirmynd? „Jesús Kristur.“ Ertu á lausu? „Já. Það kemur síðan bara í ljós ef eitthvað breytist í þeim efnum.“ Hvaða bók er á náttborðinu? „Þær eru tvær. Það er annars vegar Biblían og svo tónfræðibókin mín sem ég er að lesa.“ Hver var kveikjan að þessum tónleikum? „Ætli það sé ekki bara aðstæðurnar í þjóðfélaginu. Það er gott að gera öðrum gott.“ Var erfitt að fá fólk til að syngja? „Nei, alls ekki. Ég hafði samband við Kristján Jóhannsson, Ragga Bjarna, Egil Ólafs, Írisi Guðmundsdóttur, Þorgeir Ástvaldsson og fleiri og það var ekki að spyrja að því, allir voru tilbúnir að hjálpa til. Það kom heldur ekki neitt annað til greina hjá þeim en að gefa vinnu sínu. Er spennandi að vinna með Kristjáni Jóhannsyni? „Já, það er mjög spennandi og mikill heiður. Hann er búinn að vera áratugi í þessum bransa og hefur bara verið mjög hvetjandi og mikil fyrirmynd fyrir flesta söngvara á Íslandi tel ég.“ Áttirðu sjálfur við áfengisvandamál að stríða? „Nei, tónleikarnir hafa ekkert með það að gera. Þetta er bara eitthvað sem mig langaði til að gera. Ég vil styrkja góð málefni og í raun er þetta þakklæt- isvottur fyrir allt það sem maður fær. Maður getur ekki bara haldið áfram að þiggja, maður verður líka að gefa.“ MAÐUR DAGSINS DÓMSTÓLL GÖTUNNAR KJALLARI EYGLÓ HARÐARDÓTTIR alþingismaður skrifar „Raunveruleg endurreisn byggist á samvinnu og samstöðu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.